Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 12
ísland í tíunda sæti íslnd nýtur mikils og aukins lánstrausts úti í heimi og er nú í tíunda sæti í röðinni af löndum heims, en var í sextánda sæti í fyrra. Þetta eru vissulega gleðifréttir fyrir þá sem hafa áhyggjur af miklum erlendum lán- tökum og getu okkar til að greiða okkar lán. Það er athyglisvert að ísland nytur meira mánstrausts en Nýja Sjáland, Sovétríkin, Bretland, Ítalía, Noregur (í 27. sæti), og olíuríki eins og Nígería og Abu Dhabi. Þaö er tímaritið Euromoney, sem býr til þessa flokkun. Löndum er skipt í sjö flokka, eftir því hversu mikil lán þau eiga útistandandi og eftir því hversu traust þau hafa reynst í greiðslum. Ástralía er í fyrsta sæti, á undan Frakklandi, sem margir telja þó besta skuldunaut, sem völ er á. Rétt er að geta þess að nokkur lönd eru ekki á listnum, þar sem þau taka ekki erlend lán, svo sem Bandaríkin, Vestur Þýskaland og Sviss, sem öll flytja út fjármagn. Fleiri lönd eru ekki á listanum vegna þess að þau hafa eingöngu tekiö lán með föstum vöxtum. Geir Haarde, hagfræðingur í al- þjóðadeild Seðlabankans, segir að þessi flokkun ríkja í Euromoney sé byggð á lánskjörum þeirra ríkja, sem taka lán með svonefndum fljótandi vöxtum, en það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum, á kostnað lána með föstum vöxtum. Geir segir að þetta sé blanda af vaxtakjörum og lengd lánstíma, sem tekst að ná á al- mennum lánamarkaði. Hann segir að vaxtakjör byggist á tvennu. Annars vegar London Interbank Offered Rate, ,,LIBOR“, sem eru ákveðnir vextir. Ofan á þá bætist ,,margin“ eða ofanálag, sem er mismunandi hátt eftir þvi hversu lántakandi er talinn traustur. Þá er lánstími einnig mismunandi lang- ur, og þeir lántakendur, sem taldir eru traustastir, fá lengstan láns- tíma. Þeir sem traustastir eru fá bæði lágt ofanlag og langan láns- tíma og eftir því eru lántakendur metnir. Ofanálag í flokkunum sjö er sem hérsegir: í 1, flokki undir 0,5%, í 2. flokki 0,5-0,75%, í 3. flokki 0,75-1,0%, í 21 Euromoney • Octobor 1910 Avrragr Maturíty 4. flokki 1,0-1,25%, í 5. flokki 1,25—1,5%, í 6. flokki 1,5—1,75, og í 7. flokki 1,74 eða meira. Af þess- um tölum sést að munur á kjörum getur verið verulegur og ísland, getur notið kjara, sem þýða tvisvar til fjórum sinnum lægra ofanálag en sum önnur lönd. Aðeins tíu ríki eru í fyrsta flokki, Ástralía, Frakkland, Finnland, Sví- þjóð, Malaysía, Danmörk, Bahrain, Belgía, Kananda og ísland. í öðr- um flokki eru átta ríki, Nýja Sjá- land, Grikkland, Indóneía, Sovét- ríkin, Ungverjaland, Singapore, Number of Volumc of Fublic Loanv Kuromoney I.oans Sm Katinit Kanking 55 KM-I 2107 KM-I 1932.5 KM-I 600 KM-I 932.2 KM-I 70 KM-I 2200 KM-I 1700 KM-I »0.3 KM-I 1040 KM-II 1240 KM-II 671 KM-II 250 KM-II 500 KM-II 230 KM-II Nýtur meira iánstrausts 12

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.