Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 20
II Ríkistryggð skuldabréf gefa meir af sér en nokkur önnur fjárfesting Mótsetning aðarðbærasta vera öruggust Vanþróaður hlutafjármarkaður Spariskírteini ríkissjóös eru besta fjárfesting, sem völ er á hér á landi. Þau eru fullkomlega vísitölutryggð, gefin út af ríkinu, einföld í meðförum og þarf aðeins að geyma í þjóf- heldri og eldtraustri hirslu. En ekki aðeins það, heldur eru þau í senn arðbærust og öruggust, sem venjulega fer ekki saman á fjármagnsmarkaði í heiminum. Hlutabréfamarkaöur er mjög van- þróaður hér á landi. Þaö stafar af því aö skilyrði fyrir hann eru ekki fyrir hendi. Hann getur því aðeins þróast aö fyrirtæki megi bæði græöa og fara á hausinn, aö sögn Gunnars Helga Hálfdánarsonar. Fólk þarf aö geta gert sér grein Spariskírteini eru einfaldasta leið fyrir fólk til aö taka þátt í fjár- magnsmarkaði á íslandi og einnig vaxtahæsta leiö til að geyma fjár- magn. Vextir á þessum bréfum eru 3 til 8% á ári og þau eru verðtryggð aö fullu. Til samanburðar má nefna aö verðtryggðir sparireikn- ingar eru aöeins meö eitt prósent vöxtum, auk þess sem þeir eru bundnir í tvö ár. Fjárfestingarfélagið selur spari- skírteini nú með eins til tveggja daga fyrirvara, að sögn þeira Gunnars Helga Hálfdánarsonar, framkvæmdastjóra félagsins og Péturs Kristjánssonar, sem sér um dagleg viðskipti í skrifstofu fé- lagsins í Iðnaðarbankahúsinu. Fjárfestingarfélagið er um- boðsaðili og þeir segja aö spari- skírteini séu 70 til 80% af viö- skiptunum, almenn fasteigna- tryggð veðskuldabréf um 20%, happdrættisskuldabréf eru hverf- andi hluti, enda hætt að gefa þau út og vextir óverðtryggðir og loks eru það hlutabréf, sem eru innan við eitt prósent. Ástæður fyrir því að spariskír- teini eru svo vinsæl eru fyrst og fremst þær, sem fyrr eru nefndar auk þess sem þau eru auðseljan- leg. Fjárfestingarfélagið tók upp þá reglu að reikna verð þeirra hálfsmánaðarlega, með upp- reikningi frá vísitölu bygging- arkostnaðar, en hún er ekki reiknuð nema á þriggja mánaða fresti. Það skiptir miklu í 50 til 60% verðbólgu, hvað gerist á þremur mánuðum. Af þessu leiðir að ekki eru eftir- spurnarsveiflur á markaði spari- skírteina, heldur horfa menn á útreiknað verð. Veðskuldabréf Um veðskuldabréf er það að segja að þau verða aðallega til vegna fasteignaviðskipta. Þau eru yfir- leitt til þriggja til fimm ára með 20 prósent vöxtum. Algengt er að fólk eigi þessi bréf eða að þau mætist í kaupum og sölum á fasteignum, en þegar þau eru seld má reikna með 60 til 70% afföllum á fimm ára bréfum. Sala á veðskuldabréfum getur tekið nokkurn tíma. Það fer þóeftirútgefandaþeirraog hversu trygg eignin er og yfirleitt skiptir máli að eignin, sem veðsett er, sé á þéttbýlissvæði. Talsvert er um veðskuldabréf með hæstu löglegum fasteigna- vöxtum, sem núna eru 38%. Þau verða venjulega til í bílaviðskipt- um. Útgefandi þeirra má ekki selja þau með afföllum, þar sem það stríðir gegn okurlögum, en má skipta á bréfi og eign, svo sem bíl, á því verðgildi sem hann óskar. Næsti eigandi má síðan selja bréfið á það sem hann vill. 20

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.