Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 23
Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans: Stjórn peningamála er ekki veikasti hlekkurinn „Nei, ég er ekki sammála því sem forsætisráðherra sagði, að stjórnun peningamála sé veikasti hlekkur- inn í efnahagsmálunum, ég tel að veikasti hlekkurinn sé rekstrargrundvöllur atvinnuveganna“ sagði Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans í samtali við Frjálsa verzlun, skömmu eftir að aðgerðirnar til að draga úr útlánum bankanna voru tilkynntar. Hann var því næst spuröur hver væri skýringin á því, aö svo mikil aukning heföi oröið í útlánum bankanna í ágúst sem tölur sýndu. HB — „Aukningin átti sér í raun og veru alls ekki staö í þessum eina mánuði. Það var lítill eðlis- munur á því sem gerðist í júlí og ágúst aö öðru leyti en því aö síðast í júlí kom inn mikill greiöslutoppur í gjaldeyri, sem gerði þaö aö verk- um að útkoman í júlí var ákaflega hagstæö, en ágúst þeim mun verri. Ef mánuðirnir eru teknir saman voru þeir í raun og veru ekkert mjög slæmir, en þó lakari en viö heföum viljaö. Þaö verður aö hafa í huga að staöa bankanna versnar alltaf eitthvað um þetta leyti árs. FV — Var þá hér um aö ræða ár- visst fyrirbæri, sem varö fréttaefni nú, en kannski ekki áöur? HB — Aö nokkru leyti má það til sanns vegar færa, en við verðum líka aö huga aö því, að með gild- andi fyrirkomulagi á útlánum verður nokkuð almenn aukning, t. d. í sambandi við það, aö við höfum nú tekið það upp að bæta verðbótum á lán við höfuðstólinn og þannig endurlána peninga án þess að beint nýtt lán komi til. Ég vil leggja á það áherslu að ég er fylgjandi þessu fyrirkomulagi, því að greiðslubyrði yrði að öðrum kosti óhemjulega þung, en þá mega menn heldur ekki hrökkva við þótt útlánaaukning sé nokkru meiri en hún annars hefði orðið. FV — Það er all mikið um það rætt að bankarnir finni mjög fyrir því að fólk eigi erfitt með að standa í skilum með afborganirog vexti af lánum. Er ástandið verra en áður? HB — Já, lántakendur eiga erfið- ara með að standa í skilum nú heldur en í annan tíma, sem ég man eftir. Hér á ég ekkert sér- staklega við einstaklinga, því að þetta á ekki síður við um fyrirtækin og atvinnureksturinn. FV — Hvað má lesa út úr því? HB — Afkoman hjá atvinnu- rekstrinum er afar erfið. Þriðjungur ráðstöfunarverðmæta bankanna í upphafi áratugsins er horfinn FV — Þú sagðir í útvarpsviðtali fyrir skömmu að slæm rekstrar- staða hjá fyrirtækjum yrði ekki bætt með auknum lánum. Áttu von á því að einhver illa stödd fyrirtæki kunni að stöðvast ef þið nú skrúfið enn frekar fyrir lánamöguleika? HB — Ég vil ekki gera að því skóna, að einhver fyrirtæki stöðv- ist. Það er staðreynd að velrekin fyrirtæki hafa ákveðinn sveigjan- leika til að aðlaga sig minni lána- möguleikum, t. d. með því að minnka birgðir, fresta fjárfestingu og gera ýmsar ráðstafanir til hag- ræðingar. FV — Nú koma þessar aðgerðir ofan á það fjármagnssvelti, sem fyrirtæki hafa kvartað mjög und- an? HB - Það er rétt, að það er mikið af ófullnægðum lánabeiðnum og jafvel mikið af ófullnægðri raun- verulegri þörf. En við verðum alltaf að hafa í huga, er litið er á íslenska bankakerfið, að þróunin hefur ver- ið sú, að ráðstöfunarfé bankanna hefur verið að skreppa saman í hlutfalli við þau verkefni, sem bankakerfið hefur. Innlán og útlán bankanna hafa undanfarið og þá einkum á fyrrihluta þessa áratugs minnkað mjög verulega í hlutfalli við aðrar efnahagsstærðir í þjóð- félaginu og það svo mjög að nú er þriðjungur þeirra verðmæta, sem bankarnir höfðu til ráðstöfunar í upphafi áratugsins horfinn. Þetta hefur eðlilega leitt til þess að útlán bankanna hafa um langt skeið ver- ið minni en verðbólguaukningin, minni en verðhækkun þeirra verð- mæta, sem verið er að fjármagna framleiðslu á, þetta hefur leitt til uppsafnaðra þarfa og þegar erfið- leikar steðja að í afkomu og rekstri, brýst það út í því að bank- arnir lána það sem mönnum þykir of mikið. FV — Hvað er þá til ráða? HB — Það má alltaf um það deila hvenær á að segja sem svo, það er ekki hægt að lána þessum aðila meira. En þaðernúeittsinnsvo að við erum öll manneskjur, sem ger- um okkur vonir um betri tíð og viö reynum að halda áfram í lengstu lög. Það er sjálfsagt hægt að láta í Ijós þá skoðun að við hefðum átt að spyrna fyrr við fótum og harka- 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.