Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 24
legar. En ég ætla ekki aö halda uppi öörum vörnum í því, en aö segja ,,maður reynir aö þrauka, bankarnir eins og fyrirtækin'1. FV — Þú sagðirað ráöstöfunarfé bankanna heföi minnkað um þriöj- ung frá upphafi til loka áratugsins, sem rekja má til neikvæðra vaxta í verðbólgubáli. Hafa vaxtahækk- anir undanfarið ekkert breytt dæminu? HB — Sú breyting, sem varö á vaxtastefnunni 1976og varendan- lega staöfest meö lögunum um efnahagsmál frá í fyrra haföi í för meö sér verulega vaxtahækkun, en svo hóheppilega vildi til aö á sama tíma fór verðbólgan vaxandi, svo bilið minnkaði miklu minna heldur en til stóð og ég veit ekki hvort vextir nú eru nokkuö mikið jákvæðari en stundum áður. Það fer ekkert á milli mála að enn vant- ar verulega á að jöfnuður náist. FV — Það kom fram í tilkynningu Seðlabankans að viðskiptabank- arnir hefðu lánað verulega um- fram ráðstöfunarfé sitt. Af yfir- drætti í Seðlabankanum borgið þið geipiháa vexti, miklu hærri en þið fáið með útlánum. Er þetta ekki hreinn taprekstur? HB — Það er alveg Ijóst að bank- arnir tapa á því að skulda Seðla- bankanum með þessum hætti, en sem betur fer eru þau lán, sem fjár- mögnuð eru með yfirdrætti f Seðlabankanum ekki nema brot af heildarútlánunum þannig að tapið jafnast niður á miklu stærri út- lánaupphæð. FV — Á sama tíma eigið þið í Landsbankanum bundna milli 25-30 milljarða hjá Seðlabank- anum á miklu lægri vöxtum, en þið þurfið að greið fyrir yfirdrátt? HB — Það er alveg rétt, en þetta fé notar Seðlabankinn til að létta á okkur byrðarnar af því að fjár- magna atvinnuvegina. Þetta fé notar hann til að endurkaupa af- urðarlán til sjávarútvegs, landbún- aðar og iðnaöar. Við getum því ekki mjög kvartað yfir þessu, þótt það komi auðvitað vel til álita að Seðlabankinn ætti að borgaokkur betri vexti af þessu fé. FV — Þegar talað er um stjórnun peningamála og mikilvægi henn- ar, er ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hver séu tengsl Lands- bankans, sem stærsta banka þjóð- arinnar við ríkisvaldið hverju sinni? HB — Þetta samráð bankanna er takmarkað. Þó verður að. gæta þess að æðsta stjórn bankans er í höndum bankaráðs, sem er stefnumótandi og bankaráðs- menn eru kjörnir af alþingi og verða því að skoðast sem fulltrúar ríkisvaldsins. Flestir bankarnir heyra undir viðskiptaráðuneytið og viðskiptaráðherra er æðsti maður bankamála. Hann kemur hingað öðru hverju og að minnsta kosti einu sinni á ári, er hann skoðar reikninga bankans og ræð- ir þá við okkur stefnumál og svo hefur hann samband við okkur eða við við hann er ástæða er til. Staðan lík því sem var 1978 FV — Hagfræðingur í Seðlabank- anum sagði okkur að staða bank- anna nú væri ekki ósvipuð og 1978. Þá var hins vegar útflutn- ingsbann fyrrihluta árs, sem seink- aði útflutningi og þá auðvitað greiðslum fyrir afurðirnar. Þetta hafi gert það að verkum, að seinni hluta ársins hafi bönkunum tekist að rétta við án þess að þurfa að grípa til róttækra aðgerða. Þýðir þetta ekki að aðgerðirnar í ár hljóta að verða róttækar. HB — Það er rétt að hlutfall út- lána, sem fjármagnað er með skuld við Seðlabankann nú er svipað og það var 1978 og það er réttara að bera þessi ár saman, fremuren 1974, eins og sumirvilja nú gera. Þá var hlutfallið tvöfallt hærra. FV — Þá var líka gengið fellt í september og síðan febrúar. HB - Það er það sem ég átti við, er ég sagði að samanburður við 1978 væri raunhæfari. FV — Má þá skjóta því að banka- stjóranum að nú þurfi aðeins að fella gengið helmingi minna en 1974. HB — Gengið varekki fellt 1978. FV - Er þetta ár ekki samt erfið- ara en 1978? HB — Jú það er það. Ég vil hins vegar benda mönnum á að þegar Ami Arnason Fyrirtækin sem lendir Frjáls verzlun snéri sér til Árna Árnasonar framkvæmdastjóra Verzlunarráös íslands og spurði hann hver hann teldi að áhrif að- haldsaðgerða bankanna yrðu á at- vinnulífið. „Samdráttaraðgerðir bankanna nú verður að skoða í samhengi við annað, sem gert hefur verið fyrr á þessu ári. Fjórum aðferðum hefur einkum verið beitt til að láta ríkis- sjóð koma betur út á árinu. 1. Skattar hafa verið auknir veru- lega og mjög á atvinnurekstur. 2. Utgjöldum hefur verið velt yfir á lánsfjáráætlun, sem eykur þensluna hér innanlands. 3. Opinberar stofnanir hafa verið sveltar um fjármagn, sem þær 24

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.