Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 26
adutan________________ Blikur á lofti í vöruflutningaflugi Nokkurt tap á rekstri Flugfélagið Cargolux er tíu ára um þessar mundir. Það þykir hár aldur hjá vöruflutningaflugfélagi, en sá rekstur er einhver sá óöruggasti sem gerist og þykir því talsvert afrek að hasla sér þar völl á þann hátt, sem Cargolux hefur gert. Þegar félagið var stofnað var það í eigu þriggja aðila. í fyrsta lagi Loftleiða og síðar Flugleiða. í öðru lagi sænska út- gerðamannsins Christer Salen og loks ýmissa aðila í Luxemborg, svo sem banka og flugfélagsins Luxair. Það hefur komið fram í fréttum að Cargolux muni verða rekið með tapi þetta ár, en í fyrra var fyrirtæk- ið rekið með hagnaði. Það þarf þó ekki að vera mjög alvarlegt mál, þar sem fyrirtækið stendur í mikl- um fjárfestingum, þar sem eru kaup á nýrri jumboþotu, Boeing 747, sem fyrirtækið fékk í október. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 55 miljarðar króna og hagnaður um 156 miljónir króna. Rekstur vöruflutningaflugs er erfið atvinnugrein, sérstaklega þegar haft er í huga að samkeppn- in er í raun ekki við önnur vöru- flutningaflugfélög, heldur við far- þegaflugið. Nýjar breiðþotur eru fljúgandi um allan heim og geta hver tekið 25 til 35 tonn af vörum, auk þess að vera fullar af farþeg- um. Hver þróun þessara mála verður er erfitt að segja um, en Ijóst er að olíuverð hefur mikið að segja. Til að gefa hugmynd um þýðingu þess má nefna að nýja 747 þotan eyðir 2% minna en sú fyrri, sem fyrirtækið fékk í fyrra. Áætluð olíu- notkun á ári er 23,5 miljónir doll- ara, sem þýðir að þessi 2% verða nærri hálf miljón dollara á ári. Cargolux á nú 5 flugvélar, tvær Boeing 747, þrjár Douglas DC-8-63, en reka auk þess tvær aðrar DC-8 flugvélar. Önnur þeirra er leigð af Flugleiðum og hin af World Airways. Ein af DC-8 flug- vélum félagsins hefur verið á sölu- lista um nokkurt skeið, en ekki selst frekar en þota Flugleiða. Þá á Cargolux stærsta eignar- hlutann í Aero Uruguay, en þó ekki meirihluta. Það fyrirtæki rekur eina Boeing 707 þotu í vöruflutn- ingum frá Luxembourg og er að byrja að fljúga til Miami og New York. Vöxtur Cargolux hefur verið stöðugur frá upphafi. Félagið byrj- aði starfsemi sína með eina flug- vél, CanadairCL-44, sem Loftleiðir nefndu Rolls Royce 400. Þessar flugvélar urðu fimm og voru á þeim tíma mjög hentugar flugvél- ar, þar sem þær gátu flutt mjög fyrirferðarmikinn flutning, miðað við aðrar flugvélar, sem þá var völ á. 1973 eignaðist félagið fyrstu þotuna af gerðinni DC-8-63. Cargolux hefur alla tíð mótast mjög af þeim íslendingum, sem stjórnað hafa fyrirtækinu. For- stjórinn er íslendingur, Einar Ólafsson, og þrír af sex fram- kvæmdastjórum deilda eru það líka, þeir Gunnar Björgvinsson, viðhaldsdeild, Sigurður Jónsson, flugrekstrardeild, og Jóhannes Einarsson, sem sér um áætlana- gerð og þróunarverkefni. Aðrir framkvæmdastjórar eru Robert Arendal, sölu- og markaðsdeild, John Bauler, fjármáladeild, og Lucien Schummer, stjórnunar- deild. Cargolux hefur að undanförnu verið fjórða stærsta flugfélag í heimi, sem eingöngu flytur vörur, en verður á næstunni annað í röð- inni, vegna sameiningar annarra félaga. Cargolux er hinsvegar 19 í röðinni í vöruflutningum í lofti al- mennt, þegar farþegaflugfélög eru talin með. Eins og vel sést á þessu er samkeppni vöruflutn- ingaflugfélaganna ekki fyrst og fremst hvert við annað, heldur miklu fremurviðfarþegaflugfélög- in. Svo dæmi sé tekið á Norður Atlantshafi flýgur Northwest Orient flugfélagið í Bandaríkjun- um nú sjö sinnum ádag til Norður- landa, Skotlands og Norður Þýskalands, öll skiptin á 747 Jumbóþotu. Hver vél getur tekið um það bil 30 tonn af fragt til við- bótar farþegum og farangri. Þetta 26

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.