Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 28
Þess vegna funda menn að heiman Nýjar hugmyndir fæðast í nýju umhverfi Ráðstefnuiönaöurinn er mörgum mikilvægur. Að hann hafi þýðingu fyrir hótelrekstur verður vart dreg- ið í efa. Ráðstefnuhald hefur ein- mitt verið vaxandi tekjuþáttur gistihúsa og getur dregið verulega úr þeirri tekjuminnkun, sem þessi rekstur verður fyrir þegar hausta fer. Nytsemd ráðstefna hefureinn- ig sannast þeim, sem þær halda. Á ráðstefnum og fundum, sem haldn- ir eru í nýju umhverfi hafa margar nýjar hugmyndir fæðst. Skoðana- skipti, sem annars hefðu ekki orð- ið eiga sér stað og hugir manna opnast þegar þeir sjá hversdags- leika starfs síns úr fjarska. Þær ráðstefnur, sem mest er tekið eftir hérá landi eru ráðstefn- ur samtaka sveitarfélaga, stéttar- félaga og samtaka atvinnulífsins, með allt frá 100 og upp í meira en 500 þátttakendur. Margar slíkar ráðstefnureru haldnará hverju ári, aðallega í Reykjavík. Flestar ráð- stefnur eru þó minni í sniðum og má segja að á meðal ráðstefnu séu 15—20 þátttakendur. Slíkar ráð- stefnur eru haldnar nær daglega á hinum ýmsu stöðum. Það fer vaxandi að fyrirtæki í Reykjavík haldi fundi starfsfólks utan vinnustaðarins og þá venju- lega á einhverju hótelanna í borg- inni. Þó er nokkuð tekið að bera á því að leitað sé að enn betri starfs- friði í enn meira framandi umhverfi einhvers staðar úti á landi. Tals- menn fyrirtækja, sem farið hafa út f slíkt fundarhald eru yfirleitt sam- mála um að það hafi gefið betri raun en talið var í fyrstu og að slíkir fundir verði ómissandi þáttur rekstrinum. „Hugmyndinni um að halda fundi með starfsmönnum einhvers stað- ar utan Reykjavíkur í alveg nýju umhverfi hafði oft skotið upp koll- inum áður en við loksins lögðum í að framkvæma hana“, sagði starfsmaður meðalstórs þjón- ustufyrirtækis, sem nýlega hélt í fyrsta sinn tveggja daga ráðstefnu með átján starfsmönnum sínum á hóteli úti á landi. „Þegarallireru á „útivelli" verða skoðanaskipti milli manna, hárra sem lágra opnari og auðveldari. Menn kynntust með öðrum hætti og á þessum tveimur dögum komu í Ijós og leystust mörg vandamál, sem flestir höfðu haft nokkra hug- mynd um að væru til staðar, en enginn hafði í raun gert sér grein fyrir".

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.