Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 47
málefnum hverrar þjóöar og allar upplýsingar og ráðgjöf stofnunar- innar eru og veröa trúnaðarmál." GISE var dótturfyrirtaeki banda- rísks tryggingarfélags, Insurance Company of North America, en ekki er taliö að þaö fyrirtæki hafi vitaö hvað var á seyði, þegar GISE var stofnað. Það var Minos Zombanakis, bankastjóri alþjóða- deildar Blyth Eastman Dillon bankans í Aþenu, sem átti hug- myndina. Saudi Arabar báðu hann að stofna ráðgjafahóp og þar sem allir bankar vildu þá ná tengslum við olíuframleiðsluríki, þótti það ágæt hugmynd. En GISE og hlutverk þess hafa orðið með öðrum hætti en búist var við og starfar nú algerlega sjálfstætt. Þegar INA seldi Blyth Eastman Dillon bankann varð GISE eftir. Þá fór að fara um eig- endur tryggingarfélagsins, sem óttuðust hvernig það liti út ef fyrir- tæki þeirra stæði fyrir stofnun, sem ef til vill ráðlegði Saudi Aröb- um eitthvað, sem sýna mætti fram á að væri andstætt hagsmunum Bandaríkjanna. í apríl á þessu ári seldi fyrirtækið GISE og stofnunin er nú sjálfstæð og talið að Zom- banaki eigi meirihluta. Ýmislegt bendir til að GISE hafi tekið afstöðu gegn bandarískum hagsmunum, þegar eignir írana voru fastsettar í Bandaríkjunum. Saudi Arabarhöfðu miklaráhyggj- ur af þessu máli og óttuðust að slíkar aðgerðir kynnu að bitna á þeim síðar. Talið er að GISE hafi verið falið að kanna hvernig fjár- málaráðuneyti Bandaríkjanna komst að þeim niðurstöðum, sem Carter forseti byggði aðgerðir sín- ar á, og í framhaldi af því að finna leiðir til að veita fjárfestingu Saudi Araba inn á svið, sem væru undan- þegin slíkum aðgerðum. Ekki er talið að GISE hafi átt í neinum erfiðleikum með að fá upplýsingar úr fjármálaráðuneyt- inu, þar sem einn af meðlimum i GISE er Lowell Pomphrey, sem var áður einn af æðstu mönnum ráðu- neytisins. Hann er einn af mörgum ráðgjöfum, sem GISE hefur að- gang að fyrir árlega greiðslu frá sex miljónum króna til 30 miljóna króna. Meðal Ráðgjafa GISE, sem allir veita Saudi Aröbum upplýsingar og ráð, eru Marjorie Deane, rit- stjóri Financial Reports breska tímaritsins Economist, og Dr. John Gunter, fyrrum forstjóri Miðaust- urlandadeildar Alþjóða Gjaldeyr- issjóðsins. En þau nöfn sem mesta athygli vekja, eru Parinz Miha og Robert Ellsworth. Miha á nú sæti í áætl- ananefnd OPEC samtakanna, hef- ur verið forstjóri íranska olíufé- lagsins, og þráfaldlega formaður sendinefnda íran hjáOPEC, ádög- um keisarans. Þekktastur allra er þó Robert Ellsworth. Hann erfyrr- um þingmaður á Bandaríkjaþingi, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, formaður þingnefndar um alþjóðafjármál, aðstoðarmaður forseta, og aðstoðarvarnarmála- ráöherra í Bandarikjunum. Hann er nú prófessor í alþjóðamálum við John Hopkins háskóla og formað- ur Atlantshafsráðs Bandaríkj- anna, en aðilar að heildarsamtök- um slíkra ráða eru Samtök um vestræna samvinnu á íslandi. Með tilliti til þessa fólks, er það er til vill ekki að undra að GISE hefur ekki haldið sig aðeins við að veita upplýsingar og ráð. Talið er að Zombanakis hafi setið fund i Dusseldorf í mars síðastliðnum, þar sem einnig voru Turgat Ozal, helsti efnahagsráðgjafi Tyrklands- stjórnar, og Sheik Abalkhail, frá Saudi Arabíu. Sagteraðfundurinn hafi verið haldinn á vegum fjár- málaráðherra Vestur Þýskalands, Hans Matthoeffer. Þar er talið að GISE hafi lagt fram tillögur um efnahagsaðstoð Saudi Araba við Tyrki. Þegar haft er í huga hverskonar menn starfa með þessari stofnun og einnig það að hún er nú óháð bandarískum eigendum, er ekki gott að spá hvaða stefnu hún kann að taka og hvort hún tekur að sér enn stærri verkefni og fyrir hvaða þjóðir. Robert Ellsworth 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.