Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 49
Nákvæmar rannsóknir hafa leitt í Ijós að minni þeirra sem eiga við- tal við sölumenn endist mismun- andi eftir því hvaða aðferðum var beitt við kynninguna. Niðurstöður voru sem hér segir: Hve mikið man væntaniegi kaupandinn? Eftir Eftir 3 klst. 3 daga Söluvarningi lýst 70% 10% Söluvarningur sýndur 72% 20% Lýst, skýrður og sýndur 85% 65% Samkvæmt reynslu þeirra hjá AMP, og eftir formúlu þeirra, ætti sölumaður aldrei að fara út í að sýna vöruna og notkun hennar, nema því aðeins að hann geti gert það á fullkominn hátt og án erfið- leika. (Sala byggist 90% á undir- búningi en 10% á sýningu.) Þegar sölumaður sýnir og skýrir söluvarninginn þarf hann að gera sér far um að nota skýra og ein- falda framsetningu, forðast orða- skrúð og mælgi og fyrir alla muni láta það ekki henda sig, að nota sýninguna til þess að kynna viö- stöddum hve flinkur hann er að meðhöndla gripinn eða vöruna. Hann þarf að vera viðbúinn því að svara spurningum áhorfenda á fyrirfram ákveðinn hátt. Hann þarf ávallt að draga fram í svari sínu, hvaða kosti varan hefur fyrir kaupandann sjálfan. Dæmi: ,,Úr hvaða efni er þessi hlutur?" Svar: „Efnið heitir diallyl phthalate og tryggir þér hámarks- afköst þrátt fyrir breytilegt rakastig andrúmsloftsins." Svör þurfa að vera hlutlæg og altækar skýringar eiga ekki við. Sölumaðurinn þarf að gefa áhorf- endum til kynna á eðlilegan hátt, að hann sé stoltur af þessari vöru, — án tilgerðar. í lok sýningarinnar er rétt að láta væntanlegan kaupanda prófa hlutinn eða einhvern lið í notkun hans þannig að hann sannfærist um, hve auðvelt er að nota hann. Til þess að það megi takast á við- unandi hátt, verður sýning sölu- mannsins að vera mjög vel útfærð og framkvæmd á skipulagðan og vel undirbúinn hátt. fólk síiiiar 8^300 JSlíítOli OpiÖ allan sólar hringinn WBEVFILL Fellsmúla 24—26 Sími 8 55 22 49

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.