Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 50
ti! umrædu Aukið útflutningsfrelsi? - eftir Pétur J. Eiríksson Gömul spurning, sem snertir grundvallaratriði í ís- lenskri útflutningsstefnu hefur nú enn á ný skotið upp kollinum: Á að létta af því aðhaldi, sem verið hefur í veitingu leyfa til útflutnings á ýmsum tegundum sjáv- arafurða? Á frjáls samkeppni að ríkja í útflutningi líkt og í annarri verslun á íslandi? Afnám hafta af innflutnings- og innanlandsverslun á sínum tíma hleypti af stað mikilli framfaraöldu og varð undirrót þess blómaskeiðs í efnahagsmálum, sem hér varð á sjöunda áratugnum. Þá sannaðist að frjáls og óheft verslun innanlands og milli landa leiðir til aukinnar hagkvæmni, lækkandi vöruverðs og meira framboðs. En hvaða áhrif myndi svipað frjálsræði í útflutn- ingsverslun hafa? Myndi hún hafa svipaða hag- kvæmnisaukningu í för með sér og þá fyrir hvern? Yrði hún ekki til að auk a framboð og lækka vöruverð til kaupenda, öllum til hagsbóta öðrum en seljendum? Ef litið er til lengri tíma þá er líklegt að áhrif frjálsrar samkeppni í útflutningi muni leiða til lægra vöru- verðs til kaupenda, en væntanlega mun það einnig hafa í för með sér aukið framboð og eftirspurn þannig að selt magn gæti aukist. Þannig verður að meta hvort sé arðvænlegra, minna magn á hærra verði eða meira magn á lægra verði. Það fyrirkomulag, sem nú er á útflutningsverslun er ekki tilkomið fyrir neina tilviljun. Gegndarlaus undir- boð og samkeppni gerðu slíka skipan nauðsynlega á sínum tíma. Hugsunin var þá sú að einokun eða fá- keppni gæfi seljendum styrkari stöðu gagnvart kaup- endum og þar með hærra vöruverð og meiri hagnað. Er það í fullu samræmi við grundvallarkenningu hag- fræðinnar. Hér ber að gæta að ekki þurfa alltaf að fara saman skammtíma- og langtíma hagsmunir. Einokun eða markaðsdrottnun fárra getur valdið andvaraleysi þeirra á meðal og upp getur komið sú staða að nýr aðili geti á ákveðnum tíma komist að betri sölukjörum en hinn stóri útflytjandi. Andvaraleysi er vel þekkt fyr- irbrigði þar sem einokun eða fákeppni ríkir, þar sem við slíkt ástand vill oft draga úr baráttugleði eða hugmyndaríki einstaklinganna. Því getur aukin markaðsstarfsemi fleiri aðila veitt nauðsynlegt aðhald og ýtt undir það að komist sé inn á nýja mark- aði og útflutningsmagn geti þannig aukist, eða þá að hærra verð fáist. Ólíklegt er þó að slíkt verðmisvægi geti verið á markaðnum til langframa. Markaðsverð hlýtur að leita jafnvægis og þá líklegast á verði þess stærsta. Hér er því engan veginn um einfalt mál úrlausnar að ræða. Svo miklir hagsmunir eru í húfi að réttvísi eða skoðun manna á frjálsri samkeppni getur orðið að víkja fyrir aurasjónarmiðinu. Það má heldur ekki gleymast að við erum sjaldnast einir á okkar mörk- uðum heldur eigum í harðvítugri samkeppni við aðra. Það hlýtur að vera okkar styrkur að geta keppt í sem fæstum og stærstum einingum og að innbyrðis sam- keppni íslenskra söluaðila sé í lágmarki. 50

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.