Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 8
Karnabær er stööugt að færa út kvíarnar og rekur nú meðal annars saumastofu í Árbæjarhverfi. Það er að vísu vel séð að iðnfyrirtæki skuli flytja aðeins útfyrir miðbæinn, en á því eru þó ýmsir annmarkar. Karnabær hefur til dæmis lent í vandræðum með að fá konur í vinnu, í þessa verk- smiðju. Ekki vegna þess að neinn skortur sé á konum í Árbæjarhverfi, heldur vegna þess að þær eru flestar mæður og eiga ekki allar heimangengt, til vinnu. Aðstandendur Karnabæj- ar hafa auðvitað hugað að leiðum út úr þessum vanda og meðal annars mun Guð- laugur Begmann hafa komið með þá uppástungu að þeir beittu sér fyrir byggingu barnaheimilis íhverfinu. Þar gætu mæðurnar geymt börnin sín meðan þær væru að sníða og snikka á saumastofunni. Úr skemmt- unum, í viðskipti Viöskiptalífinu hefur bæst starfskraftur úr skemmtana- lífinu þar sem er Haraldur Sigurösson, annar helming- urinn af Halla og Ladda. Hann hóf störf sem sölu- stjóri hjá Jöfri hf. i október- mánuði. „Það sem ég hef unniö fyrir utan skemmtanabrans- ann hefur mestallt verið tengt viðskiptalífinu", sagði Haraldur í stuttu rabbi við Fv. ,,Ég var til dæmis með eigið innflutningsfyrirtæki um skeið, en þaö varð að víkja fyrir skemmtanabrans- anum, þegar hann fór að verða tímafrekur. Ég hef líka verið sölustjóri hjá Remedia, og hjá Samband- inu í mörg ár. Það eru afskaplega mikil viðbrigði að koma nú í þetta starf; en þau eru öll af hinu góða. Það er til dæmis mjög notalegt að fara heim til sín á kvöldin, um leið og aðrir, í stað þess að vera þá að fara í vinnuna. Ég hafði mjög gaman af að skemmta og það er ekki nema gott eitt um það starf að segja. En ég er nú orðinn það gamall að mér finnst eins gott aö hafa fastan punkt í lífinu." Karnabæjar Guðlaugur Bergmann Stjórnarmenn í Flugleiðum? Jón Ormur: Hann fær ekki Ýmis nöfn eru nefnd þeg- ar talað er um fulltrúana tvo sem ríkisstjórnin vill fá í stjórn Flugleiða. Framsókn- armenn eru sagðir vilja Guðmund G. Þórarinsson, alþingismann sinn. Guð- mundur hefur undanfarið verið iðinn við að rita stór- greinar um flugleiðamálið, í hina ýmsustu fjölmiðla. Alþýðubandalagsmenn eru sagðir hafa viljað setja Lúðvík Jósepsson í þetta, en Lúðvík verið lítið spenntur. Þeir séu því einna helst að hugsa um að tefla fram Þresti Ölafssyni. Hvað flugleiðamenn snertir vilja þeir helst fá ein- hvern úr Gunnars armi samsteypunnar og hefur Jón Ormur Halldórsson, að- stoðarmaður forstætisráö- herra verið nefndur í því sambandi. Frekar litlar líkur eru þó taldar á að af því verði, enda Gunnar ekki mjög atkvæðamikill í ríkis- stjórninni. Guðmundur: Hann langar Lúðvík: Hann langar ekki Barnaheimili 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.