Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 17
Gengi, gæði og sparneytni Þeir Jón Þór og Ingimundur voru sam- mála um aö hagstæö gengisþróun fyrir Japani ásamt miklum gæðum og sparneytni japönsku bifreiöanna hefðu valdið þessari öru þróun. Saman fari því lágt verö og vönduö framleiðsla. En þeir sögöu einnig að svona stökkbreytingar á markaðnum gætu haft í för meö sér hættur, bæöi fyrir inn- flutningsfyrirtækin og einstaka bifreiða- kaupendur. Tima tæki fyrir innflytjendur aö byggja upp traust sölukerfi og vandaöa varahluta- og viðhaldsþjónustu og miklar sveiflur væru því varasamar fyrir alla aöilja. Hvað varðaði „útsölubílana" sem svo voru nefndir, taldi Ingimundur þá þó vera alveg sér á blaði. Um væri að ræða bíla, sem hefðu legið erlendis í hrönnum og ekki selst þar. Þeir hefðu gengið út hér heima vegna þess að hér væru óeðlilega há gjöld á inn- fluttum bílum. Þaðleiddi af sér aðafslátturtil innflytjenda hefði margföldunaráhrif í út- söluverði bílanna. En fyrir einstaklingana sem keypt hefðu þessa bíla hefði gróðinn verið hæpinn. Þetta hefði haft þau áhrif á markaðinn hér að söluverð notaðra bíla lækkaði að sama skapi. Um reynslu sína af viðskiptum við Japani, sagði Ingimundur að gott væri að versla við þá. Þeir væru traustir viðsemjendur og allur frágangur á vörunum frá þeim til fyrirmynd- ar, helst væri hægt að líkja þeim við Þjóð- verja að þessu leyti. Ennfremur sagði Ingi- mundur að Hekla keypti bíla og varahluti beint frá Japan, en að afgreiðslutími væri að sjálfsögðu nokkuð langur vegna þess að um langan veg væri að fara. Japanir til bjargar Sú mikla sveifla, sem orðið hefur í eftir- spurn frá bandarískum, en sér í lagi evrópskum bílum í japanska hefur endur- speglast í vexti og viðgangi bílaumboðanna. Þannig hefur undantekningarlaust verið vöxtur hjá þeim fyrirtækjum, sem selja jap- anska bíla enda eru þau öll orðin meðal stærstu bílainnflutningsfyrirtækja landsins. Þar má nefna Ingvar Helgason með Datsun og Subaru, Bílaborg með Mazda, Toyota- umboðiö, Heklu með Mitshubishi og ekki síst Daihatsuumboðið, sem á fáum árum óx úr engu í það að verða meðal þriggja stærtu umboðanna. Á sama hátt hefur flestum öðrum umboð- um vegnað verr og gætt hefur stöðnunar ef ekki samdráttar, sérstaklega hjá þeim, sem einungis bjóða upp á evrópska bíla Því hafa nokkur fyrirtæki leitað sér bjargar í Japan. Þannig var skýrt frá því í siðustu Frjálsri verzlun að Ford-umboðið Sveinn Egilsson hafi fengið umboð fyrir japanska smábílinn Suzuki og ekki er langt síðan Hekla fékk Mitsubishi umboðiö, reyndar frá Agli Vil- hjálmssyni. „Japönsku bílarnir björguðu okkur", sagði Ingimundur Sigfússon. „Volkswagen seldist ekki, var ekki samkeppnisfær lengur. Því fórum við að flytja inn japanska bíla. Árangurinn varð framar öllum vonum. Nú erum við búnir að selja meir en 750 Mitsu- bishi bíla það sem af er árinu og önnum þó ekki eftirspurn". Það sama vonast Sambandsmenn að verði upp á teningnum hjá þeim. „Banda- rísku bílarnir standa auðvitað vel fyrir sínu hvað varðar verð og gæði i sínum stærðar- flokki", sagði Jón Þór Jóhannsson. „En viö verðum að fylgja þróuninni eftir. Við ætlum okkur að fara að flytja inn japanska bila og erum að þreifa fyrir okkur í þeim efnum". Japanir einráöir innan fárra ára? En er liklegt aö innflutningur japanskra bifreiða haldi áfram að aukast? Ef fram heldur á sömu braut þá munu japönsku bif- reiðarnar verða einráðar hér á markaðnum innan fárra ára. Erfitt er um þetta að spá. Þróun gengismálanna mun þó hafa mikið að segja, til dæmis hafa japanskir bílar hækkað talsvert það sem af er þessu ári vegna þess hve yenið hefur hækkað mikið. Þá má telja líklegt að hér á íslandi muni áfram verða til hópur fólks, sem kýs dýrari og eftir atvikum stærri bíla en Japanir hafa framleitt, t.d. sænska eða bandaríska. Eins má reikna með því aö bílaframleiðendur muni almennt í auknum mæli leggja kapp á að gera fram- leiðslu sina samkeppnisfærari við japönsku bifreiðarnar, en verið hefur. Jón Þór skýrði frá því að bandaríska risa- fyrirtækið General Motors hefði kynnt 5 ára áætlun sína um endurskipulagningu fyrir- tækisins, hvað varðaði framleiðslu og sölu. Ætlunin væri að framleiða smábíla sem keppt gætu við hina japönsku og fyrirhugað að eyða óhemju fé til þessa. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.