Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 18
Erlend húsgögn að ná sömu Ljóst er að mjög hefur hallað undan fæti hjá mörgum íslenskum húsgagna- og inn- réttingarframleiðendum síðustu ár. Inn- flutningur hefur aukist hröðum skrefum, sérstaklega á húsgögnum. Segja má aö þróun húsgagna- og innrétt- ingaiðnaðar hafi fyrir alvöru hafist hérlendis upp úr byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar. Fyrir stríðið hafði veriö flutt inn talsvert af húsgögnum en fyrir þann innflutning tók er styrjöldin skall á. Eftir stríð hófst innflutn- ingurinn aftur, en mjög aukin eftirspurn hér heima kom í veg fyrir samdrátt framleiðsl- unnar að marki. Mjög háir tollar voru á þessum innflutningi, eða um og yfir 90%. Eftir inngöngu (slendinga í EFTA voru inn- flutningstollarnir lækkaðir í áföngum og munu nú nema um 6%. Að auki greiðast 3% aðlögunargjald, 3% jöfnunargjald og 35% innborgunargjald. Erfitt er að gera sér Ijósa grein fyrir því hver hlutdeild íslenskra framleiðenda í heildarsölu húsgagna og innréttinga er hér, um það skortir tölulegar heimildir. Síðustu raunhæfu upplýsingarnar um þetta eru frá árinu 1977. Þá var markaöshlutdeild ís- lenskra húsgagna (borð, stólar, rúm, skáp- ar, hillur o.fl.) um 70% af sölu hérlendis en innréttinga (t.d. eldhúsinnréttinga) um 93%. Frá árinu 1977 hefur innflutningur á hús- gögnum aukist mjög og er líklegt að nú sé hér svipuð sala á innlendum og aófluttum húsgögnum. Innréttingarnar virðast hafa haldið sinni hlutdeild i sölunni. Við inngönguna í EFTA var vonast til að íslenski húsgagna- og innréttingaiðnaður- inn gæti haslað sér völl á erlendum mörk- uðum og þannig a.m.k. brúað fyrirsjáanleg- an samdrátt innanlands. Þessar vonir hafa að engu orðið, en sem komið er. Lítill verðmunur Ekki virðist almennt vera um að ræða verðmismun, sem máli skiptir, á íslensku framleiðslunni og hinni innfluttu. Það er því nokkuð athyglisvert að kanna þessi mál nokkru nánar. Frjáls verzlun ræddi við for- stöðumenn tveggja þekktra fyrirtækja í þessum greinum. Hjalta Geir Kristjánsson hjá Kristjáni Siggeirssyni h.f. og Óskar Hall- dórsson hjá Dúnu h.f. Óskar Halldórsson. sem er húsgagna- bólstrari að mennt stofnaði Dúnu h.f. árið 1963. I fyrstu beindist starfsemin eingöngu að framleióslu á springdýnum. Fljótlega voru kvíarnar færðar út og hafin framleiðsla á húsgögnum og húsgagnaverslun opnuð í Kópavogi. Þá hefur Dúna h.f. einnig flutt inn húsgögn og að sögn Óskars hefur innflutn- ingur fyrirtækisins stöðugt vaxið en eigin framleiðsla að sama skapi dregist saman. Óskar taldi þetta dæmigerða þróun. Þó aó hvergi væri að hans mati unnt aó fá vand- aðri húsgögn, en þau íslensku, gætu ís- lenskir framleiðendur ekki auðveldlega keppt við erlenda hvað varðaði fjölbreytni í framleiðslu, sem von væri. Auðveldara væri við þetta að eiga í innréttingasmíðinni, þar hefði fjöldaframleiðslan skipt mestu sbr. eldhúsinnréttingarnar. ,,Ég tel möguleika á vélvæðingu vera mun minni I húsgagnaframleiðslunni, en í inn- réttingasmíðinni. Húsgagnabólstrun verður t.d. alltaf mikið handverk. En kannski væri hægt að koma nokkuð til móts við kaup- endur innlendu framleiðslunnar með því að hafa gott úrval af til dæmis áklæðum á sófasett, en það geta hinir erlendu fram- leiðendur að sjálfsögðu ekki.“ Þá sagði Óskar ennfremur að það gæfi auga leið að erfitt væri að keppa við erlenda framleiðendur sem væru ríkisstyrktir á margvíslegan hátt. Óskar Halldórsson: ,,íslendingar hafa keypt ótrúlega mikið af húsgögnum enda hafa húsgagnaverslanir sprottið upp eins og gor- kúlurá mykjuhaug. En nú eru lífskjörin að harðna og það kreppir nú verulega að íþessum bransa“. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.