Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 35
þeirri forsendu aö ekki væri svig- rúm til að gera þetta við ríkjandi aðstæður. Af þessu leiddi að Vinnuveitendasambandið gat ekki náð þessu stefnumarki sínu fram. Það var ómögulegt, meðal annars af pólitískum ástæðum. Niður- staöan er samt sú að Vinnuveit- endasambandið náði því fram að grunnkaupshækkanir urðu ekki á fyrri hluta þess tímabils, sem það óskaöi eftir að yrði án grunn- kaupshækkana. Fyrri hluta þess samningstímabils, sem VSÍ fór fram á, er grunnkaup óbreytt. Það er umtalsverður árangur. Varð- andi kauphækkunina sem kemur á seinni hluta tímabilsins þá var al- veg Ijóst, eftir að ríkisvaldið samdi við opinbera starfsmenn, að óhjá- kvæmilegt var að semja um svip- aðar kauphækkanir á almennum vinnumarkaði. Vinnuveitendur hljóta að mæta kauphækkunum opinberra starfsmanna með því aó hækka kaup sinna starfsmanna samsvarandi. Það er útilokað að breikka bilið á milli þessara aðila á vinnumarkaðnum. í rauninni er það mjög óeðlilegt aö ríkiö hafi forystu um launaákvarðanir. Þær eiga aðilar á almennum vinnu- markaði að taka sín á milli. Þeir eiga að móta launastefnuna og ríkisvaldiö að koma á eftir, vegna þess að verðmætin í þjóðfélaginu eru sköpuð á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta gerðist ekki núna þegar ríkið tók þessa forystu. Vinnuveitendasambandið var búið að bjóða sambærilega launa- hækkun og opinberir starfsmenn fengu, bæði meö flokkatilfærslum og almennri rúmlega tveggja pró- senta grunnkaupshækkun. Verka- lýðshreyfingin sætti sig ekki vió þetta. í framhaldi af því kom fram sáttatillaga, sem gerði málið miklu erfiðara. Það hefur aldrei gerst að samið væri niður fyrir sáttatillögu. í þessu tilviki gerðist það þó að sérkröfurnar sem settar voru fram í sáttatillögunni féllu niður, gegn því að vinnuveitendur féllust á launa- þáttinn. Það náðist því í fyrsta skipti sá árangur aö samið var niður fyrir sáttatillögu. Þetta voru þær aðstæður, sem menn stóðu frammi fyrirog ég hygg að það hafi ekki verið hægt að ná hagstæðari samningum, eins og málin höfðu skipast. Jafnvel hefðu langvinn verkföll ekki breytt þessari niður- stöðu. Á þeim grundvelli var gengið aö samningunum en eftir sem áður var mjög rækilega á það bent af Vinnuveiteipdasamband- inu, aö engar efnahagslegar for- sendur væru fyrir þessum samn- ingum og þeir fælu ekki í sér kjarabætur heldur krónuskerð- ingu. Erum við þá þannig staddir, að ríkið geti ráðið því, að verulegu leyti, hvernig launakjörum er háttað í landinu? Ríkið mótaði þá launastefnu sem varð í þessum samningum. Það tók forystuna og ber því „I fyrsta skipti sem samið er niðurfyrir sáttatillögu” ábyrgðina á því hver þróunin verður í efnahagslegu tilliti. Það er jafnframt nauðsynlegt að vekja á því athygli, að menn á almennum vinnumarkaði hvorki vinnuveit- endur né launþegar sætta sig við að bilið breikki milli opinberra starfsmanna og annarra. Þaö er alveg sama hvað ríkið semur um að hækka kaup mikið með því er ekki verið að bæta Iífskjörin. Við bætum lífskjörin með því að auka framleiðslu og verðmætasköpun í þjóðfélaginu og að okkar mati hafa stjórnvöld sýnt því mjög takmark- aðan áhuga og beinlínis sýnist manni aö það sé veriö að koma í veg fyrir aö þeim atvinnumögu- leikum sé hrundið af stað, sem raunverulega geta bætt lífskjörin komandi árum. Sú atvinnustefna, sem stjórnvöld hafa fylgt miðar ekki að því að bæta lífskjör, heldur að minnka verðgildi krónunnar. Hvaða atvinnumöguleikar eru það sem stjórnvöld hafa stöðvað? Ég á þar við virkjanir og stór- iðjuframkvæmdir. Vinnuveitendur hafa áður spáð fyrir um efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga. Hvernig hafa þeir spádómar staðist? Yfirleitt mjög vel. Vinnuveit- endasambandið spáði fyrir ári um þróun verðlags og gengis. Sú spá gekk nokkurnveginn upp. Það var svolítil misvísun á fyrri hluta tíma- bilsins, sem stafaði fyrst og fremst af því að þá var við völd ríkisstjórn, sem hafði ekki umboð til efna- hagsaögerða og efnahagslífið var nánast fryst á meðan á stjórnar- kreppunni stóð. Að öðru leyti stóðst sú spá og við teljum að aðrar slíkar spár hafi staðist mjög vel. Er fjárhagur Vinnuveitenda- sambandsins traustur? Hann er í sæmilegu horfi. Að undanförnu hefur verið unnið að því að kom á nýjum árgjaldaregl- um. Þær gengu í gildi á miðju þessu ári. Það er ekki að fullu komið í Ijós hver árangur verður af þeim, en menn vænta þess að með þessum breytingum verði komið sæmilega traustum stoðum undir fjárhag Vinnuveitendasambands- ins og þá starfsemi sem núna er rekin á vegum stofnunarinnar. Þarf að efla starfsemina? Ég hef ákveðnar skoðanir á því að Vinnuveitendasambandið þyrfti að efla sína starfsemi, bæði með því að veita meira upplýsingum út í þjóðfélagiö og einnig þarf það að efla mjög upplýsingastarfsemi inn á við, gagnvart félagsmönnum sínum. Þá þarf að bæta þjónustu og aðstoð við samningagerð og loks er þörf á að afla meiri og haldbetri efnahagslegra upplýs- inga til að leggja til grundvallar í samningum. Eru ekki fyrir hendi fullnægj- andi efnahagslegar upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun og öðrum slíkum stofnunum? Það þarf oft á tíðum að leggja fram gleggri upplýsingar. Upplýs- ingar opinberra stofnana liggja ekki alltaf fyrir þegar þeirra er þörf. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.