Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 37
Þá er nýjum upplýsingum haldiö af pólitískum ástæðum. Þaö eru stjórnvöld, sem ákveöa hvenær þeim hentar að nýjar upplýsingar komi fram. Þar að auki er nauð- synlegt fyrir atvinnuvegasamtökin að geta gagnrýnt upplýsingaöflun opinberra aðila. Þó að sú upplýs- ingaöflun sé ómetanleg og einnig góð samskipti við opinberar stofn- anir, svo sem Þjóðhagsstofnun, þá er nauðsynlegt að atvinnuvega- samtökin stundi upplýsingaöflun á sínu sviði. Enn sem komið er, er öll launastatistik ófullkomin, jafnvel þó að Kjararannsóknanefnd vinni að slíkum rannsóknum. Er samvinna Vinnuveitenda- sambandsins og Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna byggð á fullum trúnaði, af beggja hálfu? Til skamms tíma var mjög náin samvinna milli þessara aðila og það er mjög eðlilegt aö mínu mati að vinnuveitendur hafi samstöðu sín á milli og raunar sé ég enga ástæðu til aö hafa tvö vinnuveit- endasamtök. Það eru engar raun- verulegar forsendur fyrir þessari skiptingu. SIS tók upp á eigin spýtur þá ákvörðun að draga úr þessari samvinnu og fara sínar eigin leiðir. Það varákvörðun sem ný forysta þess tók og við höfum ekkert um að segja, en viö erum reiðubúnir til samvinnu hvenær sem er. Hefur flokkapólitík áhrif á þeirra afstöðu til mála? Það held ég að fari ekkert á milli mála. Það er hluti af stjórnmála- flokki. Það er í tísku að tala um að opinberir aðilar hafi samráð við aðila vinnumarkaðarins. Hefur slíkt samráð átt sér stað í raun? Ég lít yfirleitt á yfirlýsingar af þessu tagi sem skrum. Auövitað er nauðsynlegt að ríkisstjórnir hafi náið samband við hagsmunasam- tök, veiti þeim uþplýsingar og gefi þeim kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hinsvegar er ég ekki þeirrar skoðunar að hags- munasamtök, hvorki vinnuveit- endasamtök né launþegasamtök, eigi að hafa einhver úrslitaáhrif á stefnu stjórnvalda. Þau eru kosin lýöræðislegum kosningum, til þess að stjórna en ekki til þess að stjórnast af öðrum. Góð samvinna og uþþlýsingastreymi er á hinn bóginn nauðsynlegt og ég hygg að engin ríkisstjórn geti starfað nema að ástunda gott samstarf við alla aðila vinnumarkaðarins. Fyrir hvað stóran hluta af vinnumarkaðnum semur vinnu- veitendasambandið? Við áætlum að Vinnuveitenda- sambandið semji fyrir rúmlega 80 prósent af hinum almenna vinnu- markaði. Nú er vinnuveitendasambandið nánast samnefnari fyrir allan at- vinnurekstur í landinu, í málum „Akvarðanir um félagsmálapakka oft teknar í fljótræði” sem að vinnumálum snúa. Viljið þið vera svo algjör samnefndari? Við teljum að mótun launastefnu og ákvarðanir um kaup og kjör eigi að taka á hinum almenna vinnu- markaði. Ríkið á ekki að hafa for- ystu, vegna þess aö verðmætin eru sköpuð í atvinnulífinu, einnig þau verðmæti sem ríkið lifir á. Baráttuaðferðir verkalýðshreyf- ingarinnar hafa kallað á samræmd vinnubrögð vinnuveitenda. Telur þú tilhögun samninga fullnægjandi eins og hún er? Nei. Án þess að tala af langri reynslu tel ég heildarkjarasamn- ingana, sem nú voru gerðir, hafa verið spor í rétta átt. Það var lítiö um næturvökur og reynt að vinna samningana eins og hverja aðra vinnu að degi til. Margt mætti þó færa til betri vegar. Kröfugerð þarf að liggja fyrir með meiri fyrirvara en verið hefur. Að mínu mati er nauðsynlegt að gera um það sér- stakt samkomulag milli aðila, hvernig samningunum skuli hátt- að. Setja þarf ákveðin tímamörk fyrir kröfugerð og ræða ekki eftir það aðrar kröfur. Nú færist það stöðugt í vöxt að aðrir hlutir komi inn í kjarasamn- inga en laun, svo sem félags- málapakkar og margvísleg hlunn- indi. Er ekki að verða óeðlilega mikið af þessu? Ég held að menn verði að fara mjög varlega í það að auka launa- tengd gjöld. Því má þó ekki gleyma að hluti af þessum launatengdu gjöldum eru eðlileg félagsleg gjöld, svo sem til lífeyrissjóða, sem menn eru sammála um aö séu nauðsynlegir og báðir aðilar hafa mikinn áhuga á að efla. I þessum efnum verður þó að fara varlega. Hitt er ósiður, aö ríkisstjórnir gefi eftir einhverri sjálfvirknireglu út félagsmálapakka í hvert skipti sem er samið. Oft eru þar teknar ákvarðanir í miklu fljótræði Þegar verkalýðshreyfingin afsalaði sér 3% verðbótahækkun 1979, gegn nýrri löggjöf um rétt launafólks til uppsagnarfrests og launa í veik- inda- og slysatilvikum, var sett ný löggjöf um þetta efni í miklu fljót- ræði. Athugasemdir frá Vinnuveit- endasambandinu voru ekki teknar til greina. Afleiðingar af þessu urðu þær aö þegar lögin höfðu verið sett komu fulltrúar launþega á okkar fund og sögðu að athuga- semdir okkar hefðu verið réttar. Það væri því nauðsynlegt að taka upp samvinnu um aö fá lögunum breyttB 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.