Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 43
Sjálfvirkni á skrifstofunni Sjálfvirk úrvinnsla gagna hófst fyrir alvöru á íslandi á sjöunda áratugnum. í fyrstu voru það einungis stofnanir, stórfyrirtæki, samtök margra aðila og Háskólinn, sem að einhverju marki notuðu tölvutækni. Tölvurnar voru stórar og úrvinnsla átti sér stað á fáum reikni- eða tölvustofum. Smáfyrirtæki færðu sér tölvutæknina í nyt, einkum með því að notfæra sér þjónustu tölvuþjónustufyrirtækja og stofnana. Það er ekki fyrr en á þeim áratug, sem nú er að líða, áttunda áratugnum, sem notkun tölvutækninnar varð almenn, um leið og tölvurnar urðu minni og verðið lækkaði. Mörg fyrirtæki, bæði stór og smá, hafa kosið að fara eigin leiðir í tölvunotkun með smátölvum í stað þess að færa sér í nyt þjónustu stærri tölvueininga. Tölvuvinna er ekki lengur sérhæft starf. Þróunin hefur fært tölvuna inn á skrifstofur og fyrir- tæki þar sem hún er orðin eins og hvert annað hjálpartæki. Á tíu ára tímabilinu frá 1970—1980 er talið að framleiðni á vöruframleiðslu hafi aukist um 90% í iðnríkjum vestur- landa. Ein skýringin á þessu er hin mikla sjálfvirkni, sem orðin er í flestum greinum atvinnulífsins með hjálp tölvutækninnar. Á sama tíma hefur framleiðni skrif- stofuvinnu hins vegar einungis aukist um 4%. Bókhald er að vísu víðast unnið í tölvum, en aukin verkefni eru oftast leyst með fleira starfsfólki. Það hefur gerst þrátt fyrir stórhækkaðan kostnað vinnuafls en lækkun á verði tölvutækja. Hér á l'slandi hefur sjálfvirknin á skrif- stofum yfirleitt verið takmörkuð við rit- vélar, Ijósritunarvélar og síma. Teikn eru þó á lofti um að hér verði breyting á á næstu árum. Tækin verða stöðugt minni og meðfærilegri og notkun þeirra hlýtur því að verða al- mennari og notkunarsvið þeirra víðara. Jafnframt hefur tölvutæknin getið af sér ýmsa tækni, svo sem textavinnslu. optiskan lestur og rafeindaflutning á myndum, texta og tölum. Textavinnsla Ritvélin var fundin upp árið 1714, en varð þó ekki almennt notuð á skrifstof- um fyrr en í byrjun þessarar aldar. Nú geta fyrirtæki keypt eða jafnvel leigt hraðvirkar en einfaldar textavinnslu- samstæður, sem geta unnið mestan hluta skrifstofuvinnunnar. Texta- vinnsluvélar geta verið mismunandi að gerðum, en allar hafa þær það sam- eiginlegt að með þeim er hægt að breyta og leiðrétta texta, geyma skjöl og skrifa þau síðan út með miklum hraða. Textavinnsluvélar eru mjög skildar tölvum og í raun er hægt að forrita þær þannig að þær leysa tölvu- verkefni, svo sem bókhald og útskrift reikninga. Textavinnsluvélar hafa þó fyrst og fremst verið notaðar í stórfyrirtækjum, þar sem fram fara miklar staðlaðar bréfaskriftir. j Bandaríkjunum eru lög- fræðingar einnig vaxandi kaupenda- hópur. Staðlaðar setningar eru núm- eraðar og það sem bréfritari þarf að gera er að tengja saman setningar og mynda þannig samhangandi bréf. Reyndar þarf ekki meiriháttar texta- vinnslukerfi til að leysa verkefnið það arna, því nú er orðið hægt að fá texta- vinnsluforrit fyrir smátölvur og borð- tölvur eins og Pet. Þannig getur maður slegið tvær flugur í einu höggi og fengið litla textavinnsluvél og tölvu í ofanálag. Einfaldari samgöngur Tölvu- og textavinnsluvélar hafa í för með sér aðra hagræðingu en vinnu- sparnað við texta- og gagnavinnslu. Þær geta einnig gert ákveðna þætti samgangna einfaldari og hraðari. Með 42 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.