Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 47
að hámark sölumennskunnar sé að selja sand til Sahara og einhver myndi ef til vill kalla það ábyrgðarlausa sölu- mennsku, — en hvað með sandkaup- andann í Sahara, er ekki eitthvað brogað við hann? Ef einhver keypti plötuspilara fyrir 120 snúninga plötur og kæmist síðan að því að slíkar plötur hafa aldrei verið á boðstólunum þá væri hann sennilega talinn naut- heimskur og einungis til þess að hlægja að. En þessi ágæti og sér- kennilegi plötuspilari getur verið stotustáss þótt aldrei verði annað gagn af honum. í raun er því á sama veg farið með tölvu sem keypt er án þess að forrit sé til. Að ætla sér að búa til forritið sjálfur, þótt það sé sagt vera þrælauð- velt, er oftast óskhyggja og hún hefur reynst mörgum æði dýrkeypt. Það má því segja að sá sölumaður, sem reynir að selja tölvu án þess aó geta sýnt eða bent á nothæft forrit til þess að vinna þau verkefni sem hún er ætluð fyrir, stundi þar með ábyrgðar- lausa sölumennsku. Sá sem kaupir hluti óséða á hinsvegar alltaf á hættu að vera prettaður. Til þess að forðast þetta og komast hjá skakkaföllum er reglan einfaldlega sú aó kaupa aldrei tölvu nema að hafa séð hana vinna verkefnið því það er hugbúnaðurinn sem skiptir mestu máli. Heimilistölvan getur hentað smáfyrir- tækjunum Frá því að vera tröllvaxið flykki á við hús þarf tölva núorðið ekki að vera stærri en venjuleg ritvél. Og það sama er um verðið að segja — tölva, sem fyrir nokkrum árum kostaði milljóna- tugi gæti nú hugsanlega fengist fyrir nokkrar milljónir. í nágrannalöndum okkar hefur sala á svokölluðum örtölvum farið ört vaxandi og ekki er ástæða til annars en að ætla að hið sama gerist hér. Það eru einkum minnstu fyrirtækin, sem tölvuseljendur hafa í huga sem helstu kaupendur ör- tölva. Það eru aðallega tvær tegundir, sem hafa vakið athygli á markaðnum, bandarísku tölvurnar Pet, sem Þór h.f. selur og Apple, sem Radiobúðin flytur inn. Þessar tölvur hafa oft verið nefnd- ar heimilistölvur eða borðtölvur Borðtölvur voru framan af fyrst og fremst hugsaðar til heimilisnota og kennslu. ( Ijós kom að heimilismark- aöurinn var ofmetinn en þessar tölvur hafa reynst mikilvægt kennslutæki. Má nefna sem dæmi að Verzlunarskólinn hefur nýlega keypt 20 borðtölvur til kennslu. Framleiðendur borðtölva hafa í vax- andi mæli horft til smáfyrirtækja, en þær geta hentað vel og átt framtíð í smáum rekstri. Má ætla að um 1.500 til 2.000 íslensk fyrirtæki geti myndað framtíðarmarkað fyrir þessi tæki sem aðrar smátölvur. Farið er að gera stöðluð forrit fyrir þessar borðtölvur, meðal annars fyrir birgðaskráningu, viðskiptamannalista og ýmsa þætti bókhalds. Þessar tölvur eru tiltölulega afkastamiklar og auð- meðfarnar og gætu skilað arði á skömmum tíma, en geymslugeta er lítil. Hinn dæmigerði stjórnandi vill fá hjálpartæki, sem hann getur notað við lausn allra venjulegra verkefna í venjulegum rekstri. En sveigjanleikinn er mikill hjá borðtölvunum og sé eig- andinn tölvuáhugamaður er auðvelt fyrir hann að skraddarasauma forrit fyrir einstaka ákveðna rekstrarþætti. Um leið og tölvurnar hafa orðið ein- faldari er orðið auðveldara að gera forritin. I rauninni eru fá takmörk fyrir því hvað hægt er að láta tölvu gera. Helst er það hugmyndaflugið, sem setur því takmörk. Til dæmis er sala á alls kyns leiktorritum orðinn stóriðnaður víða erlendis. Búast má við að þróun örtölva verði svipuð og þróun annarra tölva. Tæpast veröa þær minni eða ódýrari en nú, heldur má reikna með aö þær verði stöðugt afkastameiri. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.