Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 50
Óheft frelsi er ógæfa f lugfélaga Þótt löggjöf Carters, forseta, um af- nám á samkeppnishömlum flugfélaga sé heldur litin hornauga hér á landi, er enginn vafi á að hún hefur komið sér vel fyrir milljónir flugfarþega víðsvegar um heiminn, Hin geysilega aukna samkeppni sem löggjöfin hafði í för með sér varð til þess að fargjöld snarlækkuðu. Hér heima einblínum við á þær afleiðingar sem þetta hafði fyrir Flugleiðir, sem nú eru nánast komnar á kné. Erlendis glöddust hinsvegar milljónir yfir að hafa efni á að leggja upp í ferðir sem annars hefði aldrei verið hugsað um. En eru menn að gleðjast of snemma? Flugmálafróðir menn eru ekki á einu máli um hvort endanlegar afleiðingar (árangur?) verða til að hrópa húrra fyrir. Ógæfa Flugleiða er ekkert eins- dæmi. Það eru orðin fá flugfélög í heiminum sem eiga ekki í stórfelldum erfiðleikum, og þar er auðvitað fleiru um að kenna en hnetubóndanum frá Georgíu. Eldsneytishækkanir hafa, eins og mönnum er kunnugt, orðið gífurlegar. Árin 1972—73 var eldsneyti aðeins 12% af beinum rekstrarkostnaði flug- félaganna. I kjölfar októberstríðsins milli Israels og Arabaríkjanna urðu nokkrar hækkanir og 1978 var elds- neyti 17% af beinum rekstrarkostnaði. En þessar hækkanir voru þó ekkert á móti þeim ósköpum sem dundu yfir um mitt ár 1979; þá tók olíuverðið nánast lóðrétt strik uppávið. Afleiðingin varð að á árinu 1979 var eldsneytiskostn- aður um 23% af beinum rekstrarkostn- aði flugfélaganna. Og það er verra í vændum. Þar sem þaö var ekki fyrr en um mitt sumar '79 sem hækkanabylgjan skall yfir má búast við að meðaltalshækkun fyrir allt árið 1980 verði komin upp í 31 % Hættuleg „samkeppni“ Þetta eru þau utanaðkomandi áhrif sem einkum valda slæmri stöðu 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.