Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.11.1980, Blaðsíða 57
Baldur Guðlaugsson, héraðsdómslögmaður: Réttur stjórnenda hlutafélags til að skuldbinda félagið I 52. gr. hlutafélagalaganna nýju er að finna nýjar og fyllri reglur um starfssvið fé- lagsstjómar og framkvæmdastjóra almennt en áður giltu og um heimildir þeirra og skyldur. 52. gr. hljóðar svo: Félagsstjórn fer meö málefni félagsins og skal annast um, aö skipulag félags og starf- semi sé jafnan í réttu og góöu horfi. Sé framkvæmdastjóri ráöinn, fara félagsstjórn og framkvæmdastjóri meö stjórn félagsins. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum, sem fé- lagsstjórn hefur gefið. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana, sem eru óvenju- legar eöa mikilsháttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aöeins gert sam- kvæmt sérstakri heimild frá félagsstjórn, nema ekki sé unnt að bíöa ákvarðana fé- lagsstjórnar án verulegs óhagræöis fyrir starfsemi félagsins. ( slíkum tilvikum skal félagsstjórn tafarlaust tilkynnt um ráöstöf- unina. Félagsstjórn skal annast um, aö nægilegt eftirlit sé haft meö bókhaldi og meöferö fjármuna félagsins. Ef ráöinn er fram- kvæmdastjóri, skal hann sjá um, að bókhald félagsins sé fært í samræmi viö lög og venj- ur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Einungis félagsstjórn getur veitt prókúru- umboð. Lítum nú ögn nánar á hverja málsgrein. í 1. mgr. er svo mælt fyrir, aö félagsstjórn fari meö málefni félagsins og skuli annast um, aö skipulag félags og starfsemi sé jafn- an í réttu og góöu horfi. Regla þessi er áþekk hinni almennu reglu eldri laga um hlutverk félagsstjórnar, sem var aö finna í 1. málsl. 2. mgr. 32. gr. laganna. I þessum efnum er þó gerö sú breyting að þátttaka framkvæmdastjóra í stjórn félags og þar meö ábyrgö hans aö því leyti er lögfest. Framangreind meginregla um hlutverk fé- lagsstjórnar á því einungis viö að fullu, ef framkvæmdastjóri hefur ekki veriö ráðinn. Ef framkvæmdastjóri hefur veriö ráöinn, fer félagsstjórn ásamt honum meö stjórn fé- lags. Það, sem lögfest hefur veriö, er í fyrsta lagi, aö greint er á milli stjórnar á málefnum félagsins almennt og stjórnar hins daglega reksturs, sbr. 2. mgr. og í öðru lagi, að fé- lagsstjórn og framkvæmdastjóri fara saman meö hina almennu stjórn, en framkvæmda- stjóri annast stjórn hins daglega rekstrar og lýtur í þeim efnum fyrirmælum og eftirliti fé- lagsstjórnar. Þaö er því ekki gert ráö fyrir, að framkvæmdastjóri verði i öllum störfum sín- um undir félagsstjórn gefinn svo sem túlka mátti eldri lög. Hann veröurþað áfram aö því er varðar daglegan rekstur og er þaö engin bryeting frá eldri skipan, en jafnframt er lögfest að hann fari með stjórn málefna fé- lagsins aö ööru leyti ásamt félagsstjórn. Hfutverk framkvæmdastjóra er því tvíþætt samkvæmt nýju lögunum. I 2. mgr. er fjallað sérstaklega um stjórn hins daglega rekstrar. Hana annast fram- kvæmdastjóri, eins og áöur segir, og ber honum í þeim efnum aö fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum, sem félagsstjórn hefur gefið. Ekki er gert ráö fyrir neinni yfir- stjórn félagsstjórnar á hinum daglega rekstri svo sem var samkvæmt eldri lögum. í stað þessa er lögfest aö framkvæmdastjóri lúti félagsstjórn varðandi stjórn daglegs rekstrar þannig, aö mælt er fyrir um skyldu hans til aö fara eftir þeirri stefnu og fyrir- mælum, sem félagsstjórn hefur gefið. Ekki er tilgreint hvaö falli undir daglegan rekstur. ( því efni verður aö hafa hliðsjón af eðli starfseminnar og umfangi svo og venj- um á viðkomandi sviði. Sú almenna greining er þó gerð, aö ráðstafanir, sem eru óvenju- legar eða mikilsháttar falla ekki undir hinn daglega rekstur. Slíkar ráðstafanir getur 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.