Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 3
E
^3
Menn eru nú ððum að komast í jólaskap og að
venju gera fyrirtæki og starfsmenn þeirra sér
dagamun með margvislegum hætti. Breytilegir
jðlasiðir eru orðnir að áratugalangri hefð hjá
mörgum islenzkum fyrirtækjum, starfsmenn fá
einhvern glaðning á jölunum og viða er efnt til
jólafagnaðar og gjarnan sérstakra skemmtana
fyrir börnin í tilefni af jðlum hjá stærstu
fyrirtækjunum.
Allt skapar þetta vissa tilbreytingu og veitir
gleði, sem hæfir vel hátiðarhaldinu. Fjöldi
sjálfboðaliða i þjónustuklúbbum og góðgerða-
samtökum leggur mikið af mörkum til að gera
ungum og öldnum nokkurn dagamun i tilefni jðl-
anna. Það geta fyrirtæki gert lika. Þannig
fðru jðlasveinar i boði Flugleiða norður til
Akureyrar fyrir skömmu og skemmtu þar börnum
á sjúkrahúsi, vistheimili vangefinna og dagvist-
arstofnun. Jólasveinarnir fluttu börnum kveðjur
fyrir hönd félagsins gáfu þeim litprentaða mynd
af sér og sungu og léku kúnstir sinar fyir
smáfðlkið.
Akureyri skipar sérstakan sess í samgöngukerfi
Flugleiða og það er virðingarvert, að félagið
skuli þannig gera út sérstaka sendiherra i
gervi jðlasveinanna til að gleðja yngstu borg-
arana í bænum. Er þetta dæmi um það hvernig
fyrirtæki vill leggja. áherzlu á að þjönusta
þess er hluti af daglegu lifi fðlksins i land-
inu, það vill nálgast umhverfi sitt á dálítið
ðvenjulegan hátt ef litið er út frá hinni hefð-
bundnu starfsemi, sem það annars stundar. Heim-
s6kn af þessu tagi verður börnunum eftirminni-
leg, og frásagnir þeirra foreldrum og öðrum
vandamönnum til marks um að þetta þjónustufyrir-
tæki vill efla góð tengsl sín við hinn almenna
borgara og ná sambandi við hann utan sins sér-
sviðs. Slikt kemur þægilega á óvart við islensk-
ar aðstæður og áskapar viðkomandi fyrirtæki, i
þessu tilfelli Flugleiðum, ákveðinn velvilja
fólksins, sem tekur eftir slikum jólakveðjum og
kann að meta þær.