Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 8
^ ^ c^tnnru Greinar Eykons íbók Nokkrir ungir Sjáifstæðis- menn með Pétur Rafnsson í fararbroddi undirbúa nú út- gáfu á greinum og ræðum Eyjólfs Konráös Jónssonar um efnahagsmál. Eyjóflfur hefur verið skeleggur tals- maður frjálslyndisstefnu í efnahagsmálum. Er skemmst að minnast greina hans í Morgunblaðinu í fyrra þar sem hann mælti með þvi að reynt yrði að slá verð- bólguna niður í einu höggi og kveikti þannig leiftur- sóknarblossann í Sjálf- stæðismönnum. Aðstand- endur greinasafnsins von- ast til þess að útgáfa þessi verði undanfari nýrrar efna- hagsmálaumræóu innan Sjálfstæðisflokksins. \ ilfHrv* * 7 Nýr f ram- kvæmdastjóri Dráttarvéla Gunnar Gunnarsson, að- stoðar framkvæmdarstjóri Véladeildar S.I.S. hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Dráttarvéla h.f. frá 1. janúar 1981, í stað Arnórs Valgeirssonar, sem sagt hefur upp starfi sínu hjá fyr- irtækinu. Gunnar Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 3. september 1939, og eru for- eldrar hans þau Gunnar Árnason, búfræðikandidat og kona hans Olga Árna- U . I I son. Að loknu búfræðinámi í Noregi á árunum 1956— 1958, hóf Gunnar nám við framhaldsdeild Bændaskól- ans á Hvanneyri og lauk þaðan prófi sem búfræði- kandidat árið 1961. Að loknu námi, réðst Gunnar til Vélardeildar S.Í.S. sem sölufulltrúi í Bú- véladeild Véladeildar. Árið 1966 tók Gunnar við starfi deildarstjóra Búvéladeildar og gengdi því til ársins 1978, er hann varð aðstoðarfram- kvæmdastjóri Véladeildar S.Í.S. Gunnar er kvæntur Elínu Jónu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn „Okkur er óskað til hamingju" Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að Hagkaup í Skeifunni er farið að selja bækur. Deildarstjóri bókadeildar er Guðjón Guðmundsson, 26 ára gamall og bókbindari að mennt. ,,Ég fór í Iðnskólann eftir námskeið i Versló og lauk þar námi í bókbandi. Við það vann ég til 1978 aö ég keypti pökkunarvélar, til að pakka inn bókum, blöðum, hljóm- plötum og þessháttar. Þeirri starfsemi hætti ég í fyrra og i júlí í sumar byrjaði ég, laus- ráðinn, hjá Hagkaupi að undirbúa bókadeildina. Hún er nú loks orðin að veruleika, en það eru þrjú ár síðan fyrst var sótt um bók- söluleyfi. Það er greinilegt að fólk er mjög ánægt meö að vió skulum hafa haft þetta í gegn, því það eru margir sem óska okkur til hamingju." ,,Nú selur Hagkaup yfir- leitt vörur á lægra verði en. . ." ,,Já, við ætluðum líka að gera það meó bækurnar. En nú höfum við samið vopna- hlé viö bóksala, í bili. Þar til samkeppnisnefnd hefur fellt úrskurð sinn verðum við að selja á sama verði og aðrir. En vonandi verður úrskurö- urinn á þann veg að við get- um lækkað verðið." Ástæðulaus hræðsla? Arnarflug gefur út dálítið blað, þar sem fjallað er um ýmsa þætti flugmála. i nýj- asta blaðinu er meðal ann- ars grein eftir Arngrím Jó- hannsson, yfirflugstjóra fé- lagsins. Greinin heitir: Flug- hræðsla, og yfirflugstjórinn færir þar ýmis rök fyrir því að hún sé algerlega óþörf, menn séu ekki öruggari i nokkru faratæki en flugvél. Á næstu síöu fyrir aftan er svo auglýsing frá Morgun- blaðinu, þar sem menn eru hvattir til að lesa það á hverjum degi. í auglýsing- unni er mynd af einni forsíðu Moggans. Og uppsláttar- fréttin þar er: „176 fórust þegar farþegaþotur rákust saman." 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.