Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 14
séu oft vantryggö og fólk fái ekki eigur sínar bættar, þegar bruna ber aö höndum. Auk hans hafa Héöinn Emilsson og Benedikt Sig- urösson fjallað um þetta mál innan fyrirtækisins og þeir telja báöir aö núverandi kerfi hafi gengið sér til húðar og ástandið sé sérlega slæmt utan Reykjavíkur. Núverandi kerfi er í meginatrið- um þannig að lögum samkvæmt ákveður sveitarfélag hvar tryggja skal fasteignir í þess umdæmi, að undangegnu útboði eöa saman- burði á verði. Allir verða síðan að tryggja hjá þeim aðila, sem sveit- arfélagið velur. Hér á landi er það skylda að brunatryggja hús, en í mörgum Vestur Evrópulöndum er það ekki skylda, þar á meðal á Norðurlöndum. Flest eru þó brunatryggð, til að þau séu veö- hæf. Fyrirkomulag eins og hér tíókast, er ekki að finna í neinu nálægu landi. Hvaða hagsmunir eru í veði? Þau viðskipti, sem þetta snýst um, eru iðgjöld að upphæð 16 til 17 hundruö milljónir króna á árinu 1979 og að sjálfsögðu mun hærri núna. Af þessu réðu Samvinnu- tryggingar yfir um hundrað mill- jónum en það sem eftir er skiptist lauslega áætlað til helminga á milli Brunabótafélagsins og Húsa- trygginga Reykjavíkur. Hér er um einhverjar hagstæðustu trygging- ar að ræða, sem til eru, enda hefur brunahætta stórminnkað á íslandi, við yfirgnæfandi notkun stein- steypu sem byggingarefnis og sívaxandi notkun jarðvarma til upphitunar í staö eldstæða, af einu eðaöðru tagi. Af ástæðum, sem eru augljósar, er það Samvinnutryggingum þyrnir í augum að fá ekki að taka þátt í þessum viðskiptum á sam- keppnisgrundvelli. Félagið er mjög vel undir það búið að fást við sölu húsatrygginga á frjálsum markaði, en það er Brunabótafé- lagiö vissulega líka. 24 kaupfélög eru umboðsmenn Samvinnu- trygginga, auk 10 útibúa Sam- vinnubankans. Þá eru til sérstakar umboðsskrifstofur og alls 60 til 70 virk umboð. Þá leikur enginn vafi á því að félagið fengi til trygginga allar eignir kaupfélaga, Sam- bandsins og trúlega fleiri sam- vinnufélaga, sem væru umtalsverö viðskipti. Þá gæti félagið einnig fengið að tryggja eigi húsnæði, en það verður að teljast skiljanlegt að tryggingafélögum þyki harkalegt að þurfa að tryggja eigin húsnæði hjá öðrum. Þá þer þess að gæta að Sam- vinnutryggingar hafa nú um 25 þúsund gild tryggingaskírteini fyrir brunatryggingar innbús, eða ná- lægt helmingi heimila í landinu. Þaó er því eðlileg ályktun að þeir gætu náö umtalsverðum hluta þrunatrygginga húsa, ef þeir fengju aó keþpa um þær. Forystumenn félagsins telja það úrelt fyrirkomu- lag að fólk fái ekki að ráð hver tryggir hús, eins og það fær að ráða heimilistryggingu, vatnstrygg- ingu, bílatryggingu og svo fram- vegis. Samvinnutryggingar lækkuðu iðgjöldin Samvinnutryggingar leggja á það mikla áherslu að afskipti þeirra af brunatryggingum húsa hafi orðiö til aö lækka iðgjöld mjög verulega. í fyrsta sinn, sem Sam- vinnutryggingarfengu að taka þátt i slíku útboði, 1954, lækkuðu ið- gjöld um 50% og tvisvar síðar hafa tilboð félagsins orðið til þess að lækka iðgjöld, en þess ber að geta að Brunabótafélagið hefur einnig oróið til þess á sínum ferli og einnig eftir 1954. Þá hefur fyrirtækið tekið upp nýja tegund trygginga, á bústofni og fóðurbirgðum, sem framámenn fyrirtækisins telja aö ætti að nota við tryggingu. Það felst í henni að skaði er greiddur til fulls, þó að verömæti eignarinnar sé meira, þegar hún brennur, en þegar trygging var tekin. Sem dæmi má nefna að bóndi tryggir þúsund hestburði af heyi, en ári síðar á hann 15 hundruð hestburði vegna góðæris og þá þrennur. Með þessum tryggingum fær hann skaðann allan greiddan en borg- ar næst iðgjald af 15 hundruð hestum. Sérstaða Reykjavíkur Reykjavík hefur alla tíö farið eigin leiðir í tryggingamálum. Á nítjándu öld samdi Reykjavík við dönsk tryggingafélög um bruna- tryggingar og hélst sú skipan lengi, en 1954 fékk borgin leyfi í lögum til að tryggja sjálf hús í borginni og stofnaði til þess Húsatryggingar Reykjavíkur, en þorgarráð starfar sem stjórn þeirr- ar stofnunar. Iðgjöld af brunatryggingum í Reykjavík er nokkru hærra en hjá Samvinnutryggingum og Bruna- þótafélaginu. Öll fyrirtækin leggja til grundvallar 0,23 promille af verðmæti húseignar, en Húsa- tryggingar Reykjavíkur leggja á viðþótargjald til brunavarna 0,05 promille. Þess ber þó að gæta að útgöld Húsatrygginga til bruna- varna á næsta ári eru áætluð tæp 40% af öllum iðgjaldatekjum. Þar vegur þyngst að 248 milljóna framlag til reksturs brunavarna í borginni, auk 110 milljóna fram- lags til Vatnsveitu Reykjavíkur, til að endumýja og fjölga brunahön- um, sérstaklega í eldri borgar- hverlum. Þá hefur nú verið tekiö upp nýtt ákvæði í iðgjaldaskrá, sem heimilar að greiða trygginga- tökum bónus, ef afkoman verður sérlega hagstæð. Óhætt er að fullyrða að borgar- stjórn Reykjavíkur hefur engan hug á að hætta að sjá um bruna- tryggingar í borginni, þar sem Húsatryggingar Reykjavíkur hafa reynst traust tekjulind til greiða brunavarnir í borginni. Það fé yrði að fá með öðrum hætti, ef aðrir sæu um tryggingarnar. Erfitt að skipta um tryggingafélag í lögum um Brunabótafélag ís- lands, sem er ríkisstofnun, er svo mælt fyrir að skylt sé að tryggja allar húseignir utan Reykjavíkur hjá félaginu. Hinsvegar segir í lög- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.