Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 25

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 25
11 J] uui Rotterdam makaðurinn: Ekki eins mikið brask og okur og menn halda Þó að „Rotterdam markaðurinn“ hafi verið nær stanslaust í fréttum síðasta árið eða svo, er minna um að menn skilji hvað hann er og hvernig hann verkar. Þegar olíukreppan í fyrra fór af stað, vegna atburða í íran, þaut verðið á Rotterdam markaði úr 8 dollurum á tunnu upp í 40 dollara á tunnu á einni viku, þegar allir reyndu í senn að tryggja sér olíu. Meðlimir Opec, samtaka olíuútflutningsríkja, notuðu svo þessar verðhækkanir til að rétt- læta sínar verðhækkanir. Mikið ófremdarástand varð á markaðnum. Seljendur yfirgáfu sína fyrri viðskiptavini og buðu farma á frjálsum markaði. Olía sem unnin var í olíuhreinsunar- stöðvum í Karibíska hafinu fyrir Bandaríkjamarkað var þess í stað seld á Rotterdam markaði. Fram- leiðendur rufu langtímasamninga og seldu olíuna hæstbjóðanda. Að undanförnu hefur verið nóg af olíu að hafa og allir gleymt Rotterdam markaðinum. Sann- leikurinn er sá að þessi svonefndi „markaður'1 er hvorki í Rotterdam, né er hann eiginlegur markaður. Þetta er í raun þröngur hópur manna, sem vinna í umboðsskrif- stofum í Norðvestur Evrópu og semja sín á milli um sölu, ýmist í síma eða telex. Þessi starfsemi er orðuð við Rotterdam, af því að þarerstærsta olíuhöfn heims og geysistórar olíuhreinsistöðvar, sem sjá fyrir stórum hluta af þörfum iðnríkj- anna í Norður og Vestur Evrópu. Rotterdam markaðurinn skiptist í tvennt. í fyrsta lagi verslun með olíu á alþjóðlegum markaði, venjulega heila skipsfarma, og í öðru lagi svonefnda „pramma- verslun ", sem er raunverulega staðsett í Rotterdam og fæst við verslun með olíu, sem flutt er eftir fljótum til Þýskalands og Sviss. Hlutverk Rotterdam markaðsins í alþjóðlegri olíuverslun hefur ver- ið ýkt stórlega. Meginhluti af þeirri olíu, sem fer um höfnina í Rotter- dam, er á vegum stóru olíufélag- anna, sem bæði framleiða og hreinsa olíu, eða smærri sjálf- stæðra fyrirtækja, sem hreinsa olíu og dreifa henni í smásölu. Meginhlutinn af þeirri olíu, sem fer um Rotterdam, er seldur á langtíma samningum. Það sem eftir er, um það bil 5% af olíunni, sem notuð er í iðnríkjum í norð- vesturhluta Evrópu, er keypt og selt á Rotterdam markaði. Það eru um 30 miljónir tonna á ári af olíu og olíuvörum, þó að verslað sé með miklu meira magn, þar sem sami farmurinn 'HíUílF"' skiptir stundum oft um eigendur, á leiðinni til neyt enda. Alþjóðlegu olíufélögin þurfa á Rotterdam markaðnum að halda, sem einskonar miðstöð, þar sem hægt er að jafna framboð og eftir- spurn. Jafnvel með háþróuðustu áætlunum er ekki hægt að ná fullu jafnvægi milli framleiðslu og eftir- spurnar á markaði. Framboð og eftirspurn er erfitt að jafna ná- kvæmlega, þegar haft er í huga að það tekur sex vikur fyrir olíuskip að sigla frá Persaflóa suður fyrir Afríku til Norður Evrópu. Á meðan á ferðinni stendur getur ýmislegt gerst, sem veldur skorti og ruglar áætlanir olíufélaga. Þegar þannig fer er leitað á náðir umboðsmanna á Rotterdam markaði. Rotterdam markaðurinn gegnir miklu hlutverki í sölu á unnum olíuvörum, svo sem þotueldsneyti, gasolíu og svartolíu. Þegarskortur er eða offramleiðsla hjá olíufélagi selur það eða kaupir á Rotterdam markaði. En þessi markaður er 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.