Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 27

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 27
eyður, sem langtíma samningar náðurekki til. Það er allmenn trú að verðlag sé almennt hærra á Rotterdam mark- aði en annarsstaðar. Sannleikur- inn er sá að fyrir kreppuna i iran leituðu menn á Rotterdam markað til að fá olíu með afslætti. Þar voru seldar umframbirgðir. Mestan hluta síðasta áratugs hefur verið veruleg umframframleiðsla á olíu og meiri afkastageta í oliuhreins- unarstöðvum en hægt hefur verið að nýta. Ef olíuhreinsunarstöð hefði allan þann tíma selt á Rotter- damverði, hefði hún farið á haus- inn, þar sem verðið þar var að staðaldri undir framleiðslukostn- aði. Áður en til stríðsins kom milli íran og Irak var verð á Rotterdam mark- aði svo lágt að mörg af stóru olíu- félögunum spöruðu sérfé með því að kaupa þar unnar olíuvörur, frekar en að vinna þær í eigin hreinsunarstöðvum. Þess eru dæmi að menn hafi orðið ríkir á fáum dögum á Rotterdam mark- aði, en hinsvegar endast fyrirtæki illa, sem versla þar. Af fyrirtækjum, sem stofnuð voru fyrir 25 árum, eru aðeins tvö eftir, sem máli skipta og af verslunarfyrirtækjum, sem þar versla, um 300 talsins, eru ekki nema fá starfandi. Velta á Rotterdam markaði er um 100 miljónir dollara á dag og tveir þriðju þess fara um hendur sjö fyr- irtækja og tólf til viðbótar sjá fyrir fjórðungi í viðbót, þannig að lítið ereftirhandaöllum hinum. Þeir sem versla sjálfstætt eiga í harðri samkeppni við stóru olíufé- lögin. Áður fyrr náðu þau hagnaði sínum á framleiðslu og létu aðra um að versla með hana, en nú hafa þau skipt um stefnu og vilja gjarn- an ná þeim hagnaði, sem þar er að fá, enda fellur þessi starfsemi vel að þeirra viðskiptum. Exxon versl- ar undir nafninu Impco, British Petroleum sem Anro og Shell und- ir nafninu Petra og þannig mætti lengitelja. r* Sendum viðskiptavinum, starfsfólki og landsmönnum öllum beztu JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR með þökk fyrir samskipti og samstarf á liðnum árum og áratugum KAUPFÉLAG RANGÆINGA Hvolsvelli Óskum öllum félagsmönnum og starfsfólki okkar GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS Þökkum viðskiptin á liðnum árum KAUPFÉLAG STRANDAMANNA Norðurfirði GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG BITRUFJARDAR Óspakseyri GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum KAUPFÉLAG KRÓKSFJARDAR Króksfjarðarnesi 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.