Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 33
^ T=3 Afkoma fæstra kaupfélaga hef- ur verið ákjósanleg síöustu ár. Sérstaklega hefur gengið illa í verslunargreinum og þá einkum landsbyggðarverslun. Munu kaupfélögin skipa sér við hlið einkaverslunar varðandi auknar kröfur um frjálsara verðlagskerfi? „Afkomubrestur í smásöluverslun er stœrsta sameigin- legt vandamál kaupfélaganna" Það er rétt, að afkoma margra kaupfélaga hefur alls ekki verið svo góð á undanförnum árum, sem æskilegt mætti teljast. Sér- staklega hefur afkoman verið slæm í smásöluversluninni, svo slæm, að við höfum talað um af- komubrest í smásöluversluninni. Þessi slæma afkoma smásöluversl- unarinnar hefur fyrst og fremst stafað af alltof lágum sölulaun- um fyrir landbúnaðarvörur, kjöt og mjólk, svo og af fjármagnsbruna á verðbólgubálinu meö tilheyrandi vaxtaþunga. Samvinnuhreyfingin tekur reglubundið saman mjög ít- arlegar skýrslur um afkomu smá- söluverslunarinnar og hefur á grundvelli þeirra gert yfirvöldum grein fyrir réttmætri kröfu smá- söluverslunarinnar um bættan rekstrargrundvöll. í því sambandi höfum við ítrekaö látið það álit okkar í Ijós, að frjálsara verðlags- kerfi myndi verða til hagsbóta fyrir alla aöila og þá ekki eingöngu smásöluverslunina, heldur einnig fyrir neytendur í landinu. Einnig höfum viö margítrekað sett fram þá réttlætiskröfu, að endurmeta megi vörubirgðir til raunviröis á hverjum tíma. Við fyrir okkar leyti erum sannfæröir um, aö frjálsara verðlagskerfi myndi tryggja hag- stæðara vöruverð í landinu og það er skoðun okkar, að rekstur sam- vinnuverslunar i landinu sé útaf fyrir sig alveg nægjanlegt verð- lagseftirlit fyrir neytendur. Hér áður fyrr sögðu samvinnu- menn að kaupfélögin hlypust ekki á brott frá sínum atvinnurekstri þegar hallaði undan fæti, líkt og einkareksturinn. Nú hefur orðið samdráttur á sumum sviðum at- vinnurekstrar Sambandsins m.a. hér á Akureyri, og víða er mikill taprekstur hjá kaupfélögum. Kemur ekki að því fyrr eða síðar að mikill taprekstur t.d. hjá kaup- félögunum leiði til þess að óarð- bær starfsemi verði lögð niður? Það er mjög þýðingarmikið að fólk átti sig á þeirri staðreynd, að það fjármagn, sem samvinnu- rekstur hefur skapað i hinum ýmsu byggðarlögum, verður lögum samkvæmt alls ekki flutt í burtu frá viðkomandi byggðarlögum. Legg- ist kaupfélag niður eiga yfirvöld í viðkomandi byggðarlagi að varð- veita eignir þess þar til nýtt sam'- vinnufélag er sett á laggirnar. Það er hins vegar alveg Ijóst, að lang- varandi taprekstur getur leitt til þess, að atvinnurekstur sam- vinnufélaga, eða jafnvel heil kaupfélög, leggist niður. Kaupfé- lögin búa ekki yfir neinum töfra- meðulum, sem gera þeim kleift að halda áfram taprekstri umfram það, sem önnur rekstrarform geta. Hins vegar sanna fjölmörg dæmi það, aó samvinnufélögin gefast ekki upp við einstakar rekstrar- greinar fyrr en í fulla hnefana, þótt um taprekstur sé að ræða í við- komandi greinum. Samvinnufélög-. in njóta gjarnan þess, að þau eru fjölþætt og þau geta því stundum látið eina grein í rekstrinum styðja aðra, meðan hún á við tímabundinn rekstrarhalla aö etja. Með þessu móti hafa sam- vinnufélögin í mjög mörgum tilfell- um getað komið í veg fyrir það, að atvinnustarfsemi leggðist niður, þegar hins vegar önnur rekstrar- form hefðu orðið að gefast upp. Einnig eru til dæmi um það, að samvinnufélögin hafa tekið að sér rekstur á þýðingarmiklum at- vinnugreinum, þar sem einkaað- ilar höfðu hætt rekstri. Ég skal ekki ræða þetta frekar að sinni en vil að lokum aðeins ítreka það, að vitanlega getur langvarandi tap- rekstur innan samvinnuifélaga- anna leitt til þess, að einstakar greinar verði lagðar niður, eða jafnvel að heil kaupfélög hætti starfsemi sinni. Afkoma flestra kaupfélaga er slæm eða a.m.k. ekki sú sem kaupfélagsstjórar myndu óska sér. Hver eru helstu sameiginleg vandamál kaupfélaganna? Ég hef þegar rætt um slæma af- komu í smásöluversluninni og það má segja, að afkomubresturinn í smásöluversluninni sé stærsta sameiginlegt vandamál kaupfé- laganna. Annað mjög áberandi sameiginlegt vandamál kaupfé- laganna er rekstrarfjárskortur. Rekstur kaupfélaganna er í eðli sínu mjög fjármagnsfrekur og fjár- magn þeirra hefur brunnið upp á verðbólgubálinu á undanförnum árum. I dag er því rekstrarfjár- skorturinn eitt helsta sameiginlegt vandamál kaupfélaganna. Samvinnuhrcyfingin er að miklu leyti byggð á hugsjón. Er ekki stöðugt erfiðara að samræma samvinnuhugsjónina og hreina viðskiptahagsmuni Sambandsins og kaupfélaganna sem fyrirtækja, sérstaklega með tilliti til versn- andi afkomu? Ég vil leggja á þaö áherslu, að hinn fjölþætti rekstur samvinnu- hreyfingarinnar í dag felur það í sér, að hugsjónir frumkvöðlanna hafa að verulegu leyti ræst. Þeir áttu einmitt þær hugsjónir og settu sér þau markmið, að rekstur samvinnuhreyfingarinnar mætti verða sem fjölbreytilegastur og að hann mætti ná til sem flestra sviða atvinnustarfseminnar í þjóðfélag- inu. Það eru einnig hugsjónir samvinnumanna að efla og við- halda byggð í kringum landið og það fer ekki á milli mála, að þær hugsjónir hafa ræst m.a. með öfl- ugum samvinnurekstri í hinum dreifðu byggðum. Það verður hins vegar að viðurkennast, að erfiður rekstrargrundvöllur á ýmsum sviðum gerir okkur ókleift að halda uppi atvinnustarfsemi og veita ýmsa þá þjónustu, sem við gjarnan vildum hafa með höndum fyrir fé- lagsfólk samvinnuhreyfingarinnar. Eru tengsl samvinnuhreyfingar- innar við Framsóknarflokkinn þau sömu og áður eða hafa þau minnkað? Hefur samvinnuhreyf- ingin sömu þörf fyrir stuðning Framsóknarflokksins nú og áður? 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.