Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 35
Það eru engin formleg tengsl milli samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins, en þaö er hins vegar ekkert launungarmál, að Framsóknarmenn hafa öðrum fremur sýnt samvinnuhreyfingunni áhuga og skilning. Við, sem störf- um í samvinnuhreyfingunni, ósk- um þess mjög eindregið, að hin þýöingarmikli og þjóðholli rekstur samvinnufélaganna megi njóta skilnings og stuðnings sem flestra stjórnmálaafla í landinu og það er alveg Ijóst, að þeim mun víðtækari skilnings og stuðnings sem sam- vinnuhreyfingin nýtur, þeim mun minna verður hún háð stuðningi einstaks stjórnmálaflokks. Ljóst er, að vaxtarmöguleikar eru litlir í tveimur helstu starfs- greinum Sambandsins og kaup- félaganna, landbúnaði og sjávar- útvegi. Hvar sér stjórn Sam- bandsins helstu vaxtarmöguleika á næstu árum? Við teljum reyndar, að enn séu ýmsir vaxtarmöguleikar í sam- bandi við úrvinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða og við munum leggja áherslu á þessa þætti í framtíðinni sem hingað til. Það er hins vegar Ijóst, að landbúnaðar- framleiðslan mun ekki aukast svo neinu nemur á næstu árum frá því sem nú er og fiskistofnarnir eru fullnýttir íbili. Vaxtarmöguleikarnir á þessum sviðum eru því að sjálf- sögðu takmarkaðir. Við teljum því, að vaxtarmöguleikar nú séu mestir á iðnaðarsviðinu. Iðnreksturinn er að vísu mjög erfiður í bili vegna hins mjög slæma efnahags- ástands, en íslendingum hlýtur fyrr eða síðar að takast að koma viðunandi skipulagi á efnahags- mál sín. Við stefnum því að nýju átaki og mikilli uppbyggingu á iðnaðarsviðinu um leið og eðlileg rekstrarskilyrði skapast. í þessu sambandi vil ég m.a. láta koma fram þá persónulegu skoðun mína, að mér finnst vel koma til greina að samvinnuhreyfingin taki höndum saman við ríkisvaldið og fleiri aðila í þjóðfélaginu um upp- byggingu á nýrri stóriðju, sem skapað gæti atvinnutækifæri fyrir vaxandi fjölda ungs fólks, sem bætast mun á vinnumarkaðinn á næstu árum. íslendingar eiga mikla ónýtta möguleika í orkulind- um sínum og þessar orkulindir er sjálfsagt að nýta til atvinnusköp- unar og aukningar á þjóðartekj- unum í framtíðinni. Það þarf varla að taka það fram, að nýting orku- lindanna og uppbygging stóriðju þarf að framkvæmast á þann hátt, aö náttúru landsins verði ekki spillt og að íslendingar verða sjálfir að ráða öllum meginþáttum í at- vinnustarfsemi sinni. Hyggst Sambandið eða sam- vinnuhreyfingin auka umsvif sín í höfuðborginni, t.d. í smásölu- verslun? Það er skoðun samvinnuhreyf- ingarinnar og þá einnig okkar í stjórn Sambandsins, að hlutdeild samvinnuhreyfingarinnar í smá- söludreifingu í Reykjavík sé of lítil. Sambandið vill því gjarnan stuðla að samstarfi kaupfélaganna á Faxaflóasvæðinu um nýtt átak í smásöludreifingu á höfuðborgar- svæðinu. Við teljum alveg hiklaust, að aukin þátttaka samvinnumanna í smásöludreifingunni á þessu svæði myndi leiða til lækkunar á vöruverði og betri þjónustu við al- menning. Nú hefur Sambandið sitt vinnu- málasamband og kemur með því fram sem sjálfstæður samnings- aðili gagnvart launþegum. Sam- bandið hefur nokkrum sinnum skorið sig frá Vinnuveitendasam- bandinu í samningum, e.t.v. þó meira í orði en á borði. Er ekki reyndin sú, að hagsmunir Sam- bandsins í kjarasamningum eru þeir sömu og annarra vinnuveit- enda og að nánast full samstaða sé um Vinnuveitendasamband- inu? Ég tel aö það sé jafn eðlilegt að samvinnuhreyfingin hafi sérstakt vinnumálasamband eins og að opinberir aðilar semji sjálfir fyrir sig. í kjarasamningum erum við í flestum tilfellum að semja við fólk, sem er félagsfólk í kaupfélögunum og þar með eigendur þeirra. Það er því mjög eðlilegt, að hjá okkur komi upp önnur sjónarmið en hjá öðrum vinnuveitendum og áhersl- urnar hjá okkur á einstök atriði verða aðrar en hjá þeim. Við reynum að leggja sjálfstætt mat á aðstæður í þjóðfélaginu til þess að veita raunhæfar kjara- bætur til almennings og það virð- ist sem okkar mat fari ekki alltaf saman við mat annarra vinnuveit- enda. Það er t.d. ekkert launung- armál. að við töldum á s.l. sumri mjög takmarkað svigrúm til þess að semja um grunnkaupshækk- anir en vorum þó nánast komnir á lokastig í samningum um ca. 5% grunnkaupshækkun. Þá komu aðrir vinnuveitendur inn í myndina og tóku við samningamálunum, sem leiddu svo að lokum til 9—11% grunnkaupshækkana. Éq verð að segja það hreinskilnis- lega, að þessa samninga tel ég hreina verðbólgusamninga og að þeir leiði ekki til raunhæfra kjara- bóta fyrir almenning. Þvert á móti rýra þessir kjarasamningar at- vinnuöryggi launþega. Af framan- sögðu vona ég að það sé Ijóst, að ég tel mjög eðlilegt fyrir samvinnuhreyfinguna að hafa sérstakt vinnumálasamband þótt það sé augljóst, að samvinnuhreyfingin getur ekki aö jafnaði borgað hærri laun en ann- ar atvinnurekstur, enda er rekstur samvinnufélaganna ekki arðbær- ari en annar rekstur i landinu. Nýlega voru kynnt drög að nýrri stefnuskrá samvinnuhreyfingar- „Mérfinnst koma til greina að sam- vin nuh reyfi ngin, ríkið og fleiri aðilar taki hönd- um saman um uppbyggingu stór- iöjir innar. Hvaða nýmæli felast aðal- lega í þessari stefnuskrá? Stefnuskráin sem slík er algjört nýmæli innan samvinnuhreyfing- arinnar, því hún hefur aldrei áður gefið út samræmda stefnuskrá fyrir rekstur sinn. Kaupfélögin og Sambandið settu sér að sjálfsögðu markmið í upphafi, sem þau síðan hafa starfað eftir. Frumkvöðlar 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.