Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 39

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 39
um og fjallar um málefni einstakra kaupfélaga, sem snúa sér með málefni sín til Sambandsins. Stjórnarformaður Sambandsins er megin tengiliður milli stjórnarinnar og framkvæmdastjórnarinnar. Hann undirbýr stjórnarfundi í „Þróun samvinnu- h reyfi nga ri nnar verður i átt til frekari sérhœf- ingar“ samvinnu við forstjóra og stýrir þeim. Þar fyrir utan vinnur hann mikið í sérstökum nefndum, sem Sambandsstjórn kýs til þess að fjalla um einstaka málaflokka. Hans verksmið er auk þess að nokkru leyti að taka þátt í tengslum samvinnuhreyfingarinnar við aðra aðila í þjóðfélaginu t.d. opinbera aðila, með forstjóra og hann semur skýrslu Sambandsstjórnar, sem lögð er fyrir aðalfund ár hvert. Stjórnarformaður er ekki starfs- maður Sambandsins og sinnir því hlutverkinu aðeins sem leikmaður og sú staðreynd takmarkað að sjálfsögðu mjög þann tíma, sem notaður er til starfans. Talsverðar breytingar hafa ný- lega verið gerðar á stjórnkerfi tveggja stórfyrirtækja, Flugleiða og Eimskipafélagsins. Hvað með SÍS. Er þörf á breytingum á stjórnskipan fyrirtækisins og þá rekstrarskipulagi? Sambandsstjórn kaus fyrir nokkru sérstaka nefnd til þess að fjalla um skipulagsmál Sam- bandsins, en sú nefnd er enn að störfum og hefur ekki skilað áliti. Það er vel hugsanlegt, að ein- hverjar breytingar verði gerðar, og ég vil reyndar geta þess, að meiri- háttar breytingar hafa nýlega verið gerðar í stjórnunarfyrirkomulagi Iðnaðardeildar Sambandsins. Ennfremur vil ég geta þess, aö í samræmi við ályktun frá Alþingi hefur Viðskiptaráðuneytið skipað sérstaka nefnd til þess að fjalla um endurskoðun á samvinnulögunum og það er að sjálfsögðu hugsan- legt, að sú endurskoðun leiði til einhverra breytinga í skipulagi Sambandsins. Hvernig verður starfsemi Sam- bandsins háttað árið 2000? Um það getur að sjálfsögðu enginn fullyrt og ég er enginn spámaður. Eins og ég sagði áðan erum við að athuga skipulagsmál Sambandsins og samvinnulögin eru í endurskoðun. Þetta útaf fyrir sig gæti leitt til þess aó samvinnu- hreyfingin árið 2000 yrði að ein- hverju leyti öðru vísi en hún er nú við lok ársins 1980. í þessu sam- bandi langar mig til að benda á það sérkenni hinnar íslensku samvinnuhreyfingar, að hún er blönduð hreyfing framleiðenda og neytenda, en slíkt fyrirkomulag er nánast fátítt erlendis. I þessari staðreynd, þ.e. blandaðri hreyf- ingu framleiðenda og neytenda, er fólgin einn megin styrkur hinnar íslensku samvinnuhreyfingar og þetta fyrirkomulag hefur gert fé- lagsfólkinu og þjóðinni allri mjög mikið gagn að mínu mati. Við munum tvímælalaust leggja mjög mikla áherslu á það, að sam- vinnuhreyfingin verði áfram blönduð hreyfing framleiðenda og neytenda en hins vegar er alveg viðbúið, að þróunin fram til ársins 2000 muni leiða okkur til aukinnar sérhæfingar og þá m.a. í því skyni að það félagsfólk, sem hefur sér- stakra hagsmuna að gæta í sam- bandi við einstaka rekstrarþætti, fái aukin tækifæri til beinna áhrifa á fyrirkomulag og stjórnun við- komandi rekstrarþátta. Það er reyndar þegar farið að bera mjög á þessari sérhæfingu og má í því sambandi nefna fyrirkomulag á rekstri sjávarafurðadeildar, bú- vörudeildar, Osta- og smjörsöl- unnarog margtfleira mætti nefna í þessu efni. Er líklegt að vaxandi notkun sjálfvirkniaukandi tölva leiði til þess að starfsfólki verði fækkað eða þá að ótti starfsfólks hefti eðlilegar framfarir á þessu sviði? Ég tel, að samvinnuhreyfingin eins og aðrir aðilar í landinu, sem afskipti hafa af atvinnustarfsem- inni, verði að móta sér stefnu í sambandi við þá byltingu, sem kann að vera framundan, en sú bylting er gjarnan kölluð örtölvu- byltingin. Við höfum ekki enn mót- að stefnu í þessu efni en framtíð- arstefnan hlýtur að verða að taka eðlilegt mið af þörfum þjóðfélags- „ Vaxtarmögu- leikar eru mestir á iðnaðarsviðinu“ ins fyrir aukna framleiðni og auknar þjóðartekjur annars vegar en hins vegar af þörfum fólksins f landinu fyrir það að hafa störf að vinna og eðlilegt vinnuálag. Um þetta fjölyrði ég ekki frekar, en þessi stefnumótun verður örugg- lega mjög til umræðu á næstu ár- um. 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.