Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 59
um hérna heima. Hér er hægt að finna bæöi sérkennara og mál- skóla. Þar sem Mímir er líklega þekktasta kennslustofnun hér á landi þegar tungumál eru annars- vegar verður hann tekinn sem dæmi. Þar geta menn sótt nám í ensku, dönsku, sænsku, norsku, spönsku, ítölsku, frönsku og þýsku. Að sögn Einars Pálssonar, forstöðumanns, er raunar hægt að læra nánast öll þau tungumál sem menn vilja, í Mími, en reynslan hefur sýnt að; ,,önnur tungumál kemur fólk ekki til að læra, nema útlendingar sem eru að læra ís- lensku". Námskeiðin hjá Mími taka tólf vikur og eru fjórir tímar í hverri viku. Svona, fjörutiu og átta tima námskeið, kostar í vetur kr. 100.000. Nemendurnir ráða því svo hvort þeir hætta eða halda rakleitt áfram á öðru tólf vikna námskeiði. Þessi námskeið eru fyrir allt oní byrjendur. Fyrir þá sem lengra eru komnir býður Mímir uþp á Pittmans próf. Það tekur þrjá tíma á dag (fyrir hádegi) allan veturinn og kostar kr. 630.000. Þar er meðal annars kennd verslunarenska og bréfrit- un. Prófið sjálft er fengið frá Bret- landi og nýtur alþjóðlegrar viður- kenningar. Hér er það tekið undir eftirliti fulltrúa frá Verslunar- mannafélaginu og Verslunarráði. Mímir býður svo einnig upp á samtalstíma, hjá englendingum, í verslunarensku. Nú er hætt við því að sumir stjórnunaraðilar í fyrirtækjum séu svo önnum kafnir að þeir treysti sér ekki til að vera bundnir við stundaskrá og þurfa kannske aö keyra bæinn á enda til að komast í skólann. í þeim tilfellum gæti Linguaphone námskeið komið að gagni. Hljóðfærahús Reykjvíkur býður upp á Linguaphone námskeið í þrjátíu og fimm tungumálum, þar á meðal serbó-króatisku og swahili. Tæplega eru þeir margir á íslandi sem hafa gagn af þessum tveimur tungum, en auk þess eru auðvitað enska og önnur helstu evrópu- málin á boðstólnum. Tungumálasérfræðingar hafa verið að þróa Linguaphone nám- skeiðin í sextíu ár og nemendurnir eru nú orðnir yfir fjórar milljónir. Námskeiðin eru fáanleg hvort sem menn vilja, á snældum eða hljóm- plötum. Þeim fylgir myndskreytt bók með öllum texta sem lesinn er í upptökunum og bæklingur um leiðsögn með árangursríkustu notkun námskeiðsins. Það er ann- ars nokkuð misjafnt, eftir tungu- máli, hvað fylgir meó. Árni Ragnarsson, verslunar- stjóri Hljóðfærahússins, sagði að það væri nokkuð mátulegt að taka sextíu tíma, eða þar um bil, til að fara yfir námskeiðin. Klukkutími á dag i tvo mánuði ætti ekki að of- keyra neinn, þegar hann getur setið heima í stofu hjá sér, við námið. Árni sagði að margir þeir sem tækjuþessinámskeiðhringduaftur. furðu lostnir yfir hve vel þeim gengi að ná tökum á því máli sem þeir veldu sér. Hann vildi gefa mönnum það ráð að klára nám- skeiðið í einni lotu. Ekki taka nokkra tíma, hvíla sig svo í viku og taka þá aftur nokkra tíma. Lang- bestur árangur næðist með því að fara þetta í einn striklotu, enda er klukkutimi á dag engin ósköp. Linguaphone námskeiðin eru fyrir byrjendur og þau kosta rúmar 85.000 krónur. Auóvitað er best að læra hvert tungumál í því landi sem það er talað og það stendur líka öllum opið að sækja tungumálanám í öðrum löndum. Sá kosturinn er að sjálfsögðu miklu dýrastur. Menn geta auðvitað farið til Danmerkur, Frakklands eöa Kína ef þeir vilja. En þar sem enskan er helsta verslunarmálið og hitt yrði að auki of löng upptalning verður hér aðeins minnst á England. Þar úir og grúir af skólum sem kenna ensku. Þar eru skólar sem taka að sér nemendur sem kunna nákvæmlega ekkert og aðrir sem taka að sér að leiðbeina tilvonandi fréttaþulum hjá BBC. Menn geta fengið kennslu í sinni ..fagensku", hvort sem þeir eru knattspyrnuþjálfarar eða kjarn- eðlisfræðingar. Málaskólinn Mimir hefur umboð fyrir eina fimmtíu skóla í Bretlandi og hefur að sjálf- sögðu ekki tekið að sér umboð nema fyrir fyrstaflokks stofnanir. Þar geta menn dvalist við enskunám allt frá einum degi og upp i eins lengi og þeir vilja. eru opnar, til aö bæta úr gömlum syndum, eða rifja upp gleymdan lærdóm? 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.