Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 61
Keyptu Linguaphone námskeið fyrir starfsfólkið
Gunnar
Góðir stjórnendur hafa alltaf
opin augun fyrir því sem getur
komið starfsmönnum þeirra að
gagni, baeði persónulega og í
starfi. Þónokkur fyrirtæki hafa
gert sér grein fyrir mikilvægi
tungumálakunnáttu og keypt
Linguaphone námskeið sem
starfsfólkið hefur svo aðgang að.
Meðal þessara aðila eru Vegagerð
ríkisinsog Eimskipafélag íslands.
,,Við höfum keypt kúrsa í norsku
og sænsku, enda eru okkar sam-
skipti mest við hin Norðurlöndin",
Sigurlaugur
sagði Gunnar Gunnarsson, starfs-
mannastjóri Vegagerðarinnar.
,,Við geymum þetta á bókasafninu
okkar og þar geta þeir starfsmenn
sem vilja fengið það lánað. Við
viljum gjarnan að sem flestir not-
færi sér þetta, ekki síst ef menn eru
aófara erlendis.
Þetta er tiltölulega nýtilkomið
hjá okkur, en það er greinilegt að
áhuginn er mikill og ég reikna meö
að við bætum ensku og þýsku í
stafnið. Þótt flestir hafi einhvern-
tíma lært þessi mál, hafa þeir ekki
æfingu í að tala og því kemur þetta
sér vel."
Mikill áhugi
,,Við erum nýbúnir að fá
Linguaphone námskeið í ensku,
dönsku og þýsku, en það er þegar
komið í Ijós að hér er mikill áhugi á
þessu", sagði Sigurlaugur Þor-
kelsson, blaðafulltrúi Eimskipafé-
lagsins". Það hafa allir starfsmenn
Eimskipafélagsins aðgang að
námskeiðunum.
Ég held að þetta sé mjög gott og
gagnlegt. Ég tók sjálfur einn
kúrsus til að prófa þetta og fannst
það mjög góð upprifjun. Það ligg-
ur í eðli Eimskipafélagsins að við
þurfum að hafa mikið samband við
erlenda aðila og því betur sem við
erum inni ítungumálum þeim mun
auðveldari eru þau samskipti.
Skólalærdómur vill týnast niður
ef menn hafa ekki tækifæri til að
halda honum við. Endurhæfing af
þessu tagi er þvi hagkvæm bæði
fyrir einstaklingana og fyrirtækið".
Tveir kennarar fyrir hvern nemanda
Einn skólanna í Englandi sem
eru með stutt námskeið fyrir menn
í ýmsum starfsgreinum er Rich-
mond Method, í London. Og einn
íslendinganna sem hefur sótt
hann er Ásgeir Gunnarsson, for-
stjóri Veltis.
,,Ég hef farið þarna þrisvarsinn-
um og verið viku í senn, og haft
mikiö gagn af. Þarna eru ellefu
kennarar sem taka að sér mest
fjóra nemendur í viku. Hver nem-
andi hefur tvo kennara; formið-
dags og eftirmiödags svo það er
engin hætta á að neinn verði af-
skiptur.
Kennslan hefst kl. 9 á morgnana
og þú byrjar að sþjalla við kennar-
ann um hvað þú vilt leggja áherslu
á. Hann fer svo yfir það með þér,
nóterar hjá sér og leiðréttir. Eftir-
miðdagskennarinn tekur svo viö
eftir hádegi.
Daginn eftir er formiðdags-
kennarinn tilbúinn með stíl, í fram-
haldi af því sem þið fóruð yfir dag-
inn áður. Svona gengur þetta út
vikuna. Þetta er mjög efekktiv
kennsla enda talin gilda til jafns við
fjögurra vikna nám. Þetta er dýr
skóli, vikan kostar sexhundruð
sterlingspund, fyrir utan hótel, en
ég tel þeim peningum vel varið.
Ég hef gefið nokkrum deildar-
stjórum hérna kost á að sækja
þessi námskeið og þeir hafa allir
verið mjög hrifnir. Og náminu er
ekki lokið þótt þú sért kominn til
íslands.
Viku eða hálfum mánuði eftir
heimkomuna færðu senda segul-
bandssnældu með öllu sem ykk-
ur kennurunum fór á milli. Þú getur
því rifjað upp námskeiðið. Ég hef
þessa snældu alltaf í bílnum og
spila hana þegar ég fer á milli". \g\
61