Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 62

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 62
Nýverið átti Sanitas, gos- drykkjaverksmiðjan, 75 ára af- mæli. i tilefni þessa ræddi blaða- maður Frjálsrar verzlunar við Ragnar Birgisson. forstjóra Sani- tas. Ragnar er 28 ára gamall, rekstrarhagfræðingur frá London Business School. Ragnar tók við starfi sínu hjá Sanitas 1979. Sani- tas er í hópi elztu iðnfyrirtækja á íslandi og á sér merkilega sögu en lítið verður um hana fjallað hér, heldur spjallað við Ragnar um starfsemi fyrirtækisins í dag. Við gefum Ragnari orðið: Á tímamótum ..Eiginlega má segja. að Sanitas fyrirtækiö hafi veriö búið að sofa Þyrnirósarsvefni í 20 ár. Tveir stórir aðilar skiptu öl- og gos- drykkjamarkaðnum bróðurlega á milli sín: Coka Cola verksmiðjan og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Samkeppnin var nánast engin og lítið nýtt kom fram. Neyzlan jókst jafnt og þétt, venjulega 10—15% á ári. Kók hélt sínu með sjónvarps- og blaðaauglýsingum og Ölgerðin með vel skipulögðu dreifikerfi. Þrátt fyrir pað að Sanitas fram- leiddi tvær af þrem mest seldu gosdrykkjategundunum í heim- inum, Pepsi og Seven Up, var fyrirtækið naumast inni í myndinni. Við stóðum í þeim sporum að framleiða auðseljanlega og góða vöru. sem þó seldist lítið. Okkur var Ijóst að spurningin stóð aðeins um það hvernig við gætum komið framleiðslu okkar á framfæri á réttan hátt. Við lögðum því niður fyrir okkur áætlun með því mark- miði að ná verulegri fótfestu á öl- og gosdrykkjamarkaðnum. Þessi „Öl- og gosdrykkjafram- leiðendur vöknuðu upp af vœrum blundi við „endur- komu“ okkar. ..Þessar tvær góðu eru jarðýtur okkar inn á gosdrykkjamarkaðinn". Sanitas ■ 50 ár J áætlun okkar skiptist í fjóra megin þætti, sem auðvitað tengjast mikið innbyrðis: 1) Endurskipulagning fyrirtækisins. 2) Aukning vöruúr- valsins. 3) Gott samband við kaupmenn. 4) Og auðvitað það meginatriði að nálgast neytend- anna." 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.