Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 66

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 66
Dýralíf í viðskiptalífinu Við búum í náttúru, sem er okkur öllum kær, þó að það sé mis- munandi hversu mikið uppá- hald fólk hefur á dýrum og blómum. Það þarf því engan að undra þó að fyrirtæki eða sam- tök fyrirtækja noti náttúrufyrir- bæri, sem tákn fyrir sína starf- semi. Algengast er að nota dýr af ýmsu tagi, ýmist náttúrleg, stílfærð, eða úr goðafræðinni. Merki fyrirtækja og stofnana eru mjög mismunandi og um gildi þeirra deilt. Raunar virðast flest þeirra vera algerlega þýðingar- laus, ekki síst þegar þau eru orðin eins stílfærð og nú tíðkast hér á landi. Hinsvegar eru myndræn merki af dýrum, svo auðþekkt, að þau festast í meðvitund manna, betur en flest annað. Dýramerki eru notuð mikið um allan heim og eru æði vinsæl hér á landi. Sennilega er þekktasta dýramerkið skelin, sem Skeljung- ur notar hér á landi, og Shell um allan heim. Skel þessi er krækling- ur (pecten á latínu), sem hefur ver- ið tákn fyrirtækisins síðan 1904. Ýmsar skýringar eru til á því að fyrirtækið notar skel sem merki. Meðal annars er talað um að skip félagsins hafi notað kræklinga sem kjölfestu á siglingu heim frá Austurlöndum. Af stóru olíufélög- unum sjö, notar aðeins eitt dýra- merki, Mobil með Pegasus, fljúg- andi hestinn í goðafræðinni, sem Flugfélag íslands notaði á sínum tíma. Esso í Bandaríkjunum (Exxon) notaði tígrisdýr í auglýs- ingum um nokkurt skeið (Put a tigerinyourtank). Annað mjög þekkt merki er úlf- aldinn á Camel sígarettupakk- anum (Camellus á latínu). Úlfalda- fjölskyldan er stór og úlfaldi með einn hnúð á bakinu er nefndur dromedari. Auk þess að reyna að komast i gegnum nálaraugað auglýsir drómedarinn fyrir R. J. Reynolds og hefur enst lengur en flestar aðrar auglýsingar og tákn. Kaninur hafa ekki þótt sérlega merkilegar skepnur, en kanínan (Oryctogalus Cuniculus) hefur orðið að einu af þekktustu vöru- merkjum okkar tíma. Það var árið 1954, sem teiknarinn Poul Rand teiknaði þetta merki fyrir sam- starfsmann sinn við tímaritið Esquire, Hugh Hefner að nafni, sem var að byrja að gefa út nýtt tímarit. Blaðið var Playboy, sem hefur haft kanínuna á forsíðu í 25 ár og meira að segja hafa afgreiðslu- stúlkur í Playboyklúbbnum verið klæddar til að líkjast merkinu. Sagt er að kanínur eigi að minna þá, sem vit hafa á dýrafræði, á það að kanínur eru sagðar tímgast með ótrúlegum hraða. Ýmis dýramerki hafa orðið þekkt á íslandi og eitt þeirra þekktustu er merki Sjálfstæðisflokksins, fálkinn, en hann er einnig merki knattspyrnufélagsins Vals í ann- arri útgáfu. Uglur eru mjög algengar sem tákn og nær undantekningalaust tengdar bókum á einn eða annan hátt. Til dæmis er ugla tákn Félagsprentsmiðjunnar í Reykja- Hin sögulega skýring á þessu er sú, að uglan var fugl menntagyðj- unnar Pallas Aþenu í grísku goða- fræðinni og Minervu í þeirri róm- versku. Þessar gyðjur fóru með málefni vísinda og lista meðal guðanna og það er því ekki ný hugmynd að sami ráðherra fari með tvö ráðuneyti, svo sem sam- göngu og sjávarútvegsráðuneyti.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.