Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 69

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 69
Rafrás ■ ■ Rafeindaorðabók Nýlega kom á markaðinn ný gerð af smátölvu, sem nefnist CRAIG M100. Tölvunni er aðal- lega ætlað það hlutverk að snara texta milli tungumála. Hér er því á ferðinni eins konar tölvutúlkur. í tölvuna eru settir upplýsinga- kubbar. Hver um sig geymir til- tekinn orðaforða ákveðins tungu- máls, 1000 eða 2000 orð. Hægt er að fá kubba með mörg- um tungumálum, t.d. ensku, frönsku, sænsku, japönsku, portúgölsku og rússnesku. Er nú verið að vinna að 2000 orða ís- lenskum kubbi og verður hann væntanlega tilbúinn í maí 1981. Þá er einnig hægt að fá kubba með upplýsingum um ýmiss önnur svið. Þeir eru á ensku og fjalla um við- skiptahugtök, skyndihjálp, hrað- lestur, minnisþjálfun og megrun, svo að dæmi séu tekin. í tölvuna er hægt að setja þrjá upplýsingaþubba í einu. Segjum að ætlunin sé að þýða íslenskan texta yfir á japönsku og frönsku. Þá eru settir í tölvuna kubbar með þessum þremur tungumálum. ís- lenski textinn er sleginn inn á tölv- una og er hægt að slá inn uim 65 starfi í einni lotu. Þá er stutt á hnapp og birtist textinn þá eins og hann var skráður. Þá er stutt á annan hnapp og birtist textinn þá á japönskunni. En er stutt á hnapp og birtist þá franski textinn á skerminum. Geta tölvunnar við þýðinguna takmarkast auðvitað við notkun orða sem hún ,,þekkir“. það er RAFRÁS h.f., sem flytur þessar tölvur inn. Ásgeir Bjarna- son hjá RAFRÁS telur að tölvan muni helst koma að notun í milli- ríkjaviðskiptum, fyrir ferðamenn og í tungumálakennslu. Tölvan kostar kr. 167.000 (gamlar) og er innifalin 2000 orð enskukubbur, straumbreytir og hleðslutæki. Annars kostar 2000 orða kubbur um 20.000 gkr. og 1000 orða kubbur um 12.000 gkr. u Raflagnir og trésmíði Ðyggingarog mannvirkjagerð Þorgeir og Ellert hf. Dráttarbraut - vélsmiðja Skipasmíði og skipaviðgerðir Vélaviðgerðir og málmsmíði 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.