Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 71

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 71
vélunum snúning á langferðum. Far- þegaskipin eru orðin ferjur og úr sög- unni eru þúsundir mislitra pappírs- renninga, sem tengdu þá saman, sem voru að sigla burt úr höfnum heims- borganna og þá, sem eftir stóðu á bryggjunni. Orðið ..fótapláss" var þá óþekkt og alvöru matur var snæddur með alvöru áhöldum. Næturnar fóru í að sofa og morgnarnir í að vakna endurnærður og áfangastaðurinn var höfn í hjarta borganna í stað ógnvekj- andi flugstöðva víðsfjarri þeim. Það er ósennilegt, að áætlunarflugið muni nokkru sinni skáka gömlu góðu dögunum í þægindum, enda voru þau forréttindi sjóhraustra auðkýfinga. En þótt nú sé lögð meiri áhersla á hraða og kostnað, er samt ekki óeðlilegt, að þeir, sem mest þurfa að ferðast íhugi, hvernig gera megi flugferðirnar þægi- legri og ánægjulegri en nú er Til að berjast fyrir umbótum í flug- samgöngum og vernda hagsmuni sína, hafa þeir, sem gera sér tíðförult um háloftin. stofnað með sér einskonar neytendasamtök Þetta eru einu al- þjóðlegu samtökin, sem stofnuð hafa veriö um ákveðið samgöngutæki, hvort sem ástæðan er sú, að flugfarþegar eru óánægðari en aðrir farþegar eða einfaldlega fleiri. Samtök þessi, Airline Passengers Association, komust rækilega í heims- fjölmiðlana áriö 1979 vegna afskipta sinna af flugslysinu á O'Hare flugvell- inum í Chicago og deilunum um DC-10 breiðþotuna, sem á eftir fylgdu. Sam- tökin eru þó ekki ný af nálinni, hafa starfað í rúmlega 20 ár og eru félagar nærri 75 þúsund talsins. Flestir eru þeir bandarískir enda er aðalskrifstofa samtakanna í Texas. Meðlimir samtak- anna fara að meðaltali í meira en 40 flugferðir á ári hver, flestir þeirra í við- skiptaerindum. Samtökin bjóða meðlimum sínum afslætti af bílaleigu, hótelgistingu og ýmissi annarri ferðaþjónustu, aðstoð viö að endurheimta glataðan farangur, farangurs- og ferðatryggingar, lög- fræðiþjónustu og standa að auki fyrir ýmis konar útgáfustarfsemi. Mikilvægasti þátturinn í starfi sam- takanna er þó að fylgjast með þjónustu flugfélaganna. Annars vegar dreifa samtökin eyðublöðum til flugfarþega, sem þau biðja þá að fylla út ef þeim liggur eitthvað á hjarta, hvort heldur er gott eða slæmt, varðandi þjónustu flugfélaganna. Hins vegar gangast samtökin á tveggja ára fresti fyrir mjög víðtækri könnun meðal flugfarþega um flesta þætti flugreksturs. Samtökin birtu nýlega niðurstöður úr síðustu könnun sinni. Likt og áður var tilgangurinn með könnuninni sá að kynna flugfélögunum raddir reyndustu farþeganna og hvetja þau til bættrar þjónustu. Könnunin náði til samtals 53 flugfé- laga. Flugleiðir eru ekki að finna í þessum hópi. Hlutur félagsins í heild- arúrtakinu var það smár, að hann var ekki talinn marktækur. Þar með er þó ekki sagt, að fyrirtækið sé ekki til á spjöldum samtakanna. Umsagnir um þjónustu Flugleiða hafa borist samtökunum og þær ein- ungis frá reiðum viðskiptavinum. Það kemur ekki á óvart að umkvörtunar- efnið eru seinkanir á áætlunarflugi. I fórum samtakanna er til dæmis kvörtun frá skólaformanni í Wichita í Kansas, sem varð fyrir 5 tíma óvæntri töf á flugi frá Luxemborg til New York ásamt nemendahópi sínum. Það sem olli honum þó meiri gremju og tjóni var, að ekkert þriggja telexskeyta, sem félagið 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.