Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 73

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 73
lofaði að senda með tilkynningu um töfina, komst á áfangastað. Slíkar athugasemdir farþeganna lenda ekki einungis í möppum samtak- anna heldur koma þau þeim einnig áleiðis til viðkomandi flugfélags og krefjast bóta fyrir hönd farþegans, telji þau hann eiga rétt á þeim. í tilfellinu, sem að ofan greinir sendi skrifstofa Flugleiða í New York skólaformann- inum 20 dollara ávísun upp í leigubíla- kostnað. Af þessari kvörtun má ráða, að seinkunin sjálf hafi verið afsakanleg. Þolinmæðina þraut ekki fyrr en þjón- usta félagsins í framhaldi af henni brást. Þetta kemur heim og saman við nýbirta könnun samtaka flugfarþega, Airline Passengers Association. Sam- kvæmt henni eru aðalástæðurnar fyrir því, að farþegar forðast ákveðin flug- félög á alþjóðaflugleiðum í fyrsta lagi slæm almenn þjónusta, í öðru lagi slæm þjónusta um borð og ekki fyrr en í þriðja lagi seinkanir og niðurfellingar. Af þessu virðist sem farþegarnir sýni vandræðum flugfélaganna við að halda áætlunum sínum töluverðan skilning ef þjónusta þeirra er að öðru leyti gallalaus. I þessari nýbirtu könnun var einnig athugað, hvaða flugfélög væru vin- sælust meðal farþeganna. í banda- risku innanlandsflugi var niðurstaðan þessi: 1. American Airlines 2. United Airlines 3. Delta Airlines 4. Trans World Airlines 5. Continental Þessi röð efstu flugfélaganna er sú sama og í könnunum bæði 1977 og 1975. En þessi niðurstaða segir þó ekki alla söguna, þvi farþegarnir voru einnig beðnir um að nefna óvinsælasta flugfélagið á flugleiðum innan Banda- ríkjanna: 1. Eastern Airlines 2. USAir (Allegheny) 3. Braniff 4. Northwest Orient 5. United Airlines 6. National Airlines 7. American Airlines 8. Trans World Airlines 9. Delta Airlines Þarna er vinsælasta flugfélagið American Airlines sem sagt komið í 7. sæti á tossa listanum og hin vinsæl- ustu félögin fylgja fast á eftir. Þess má þó geta American Airlines og Delta Airlines til hróss, að bæói höföu færst nokkrum sætum neðará tossalistanum frá því í könnuninni tveim árum áóur. En hvernig var þá niðurstaöan á al- þjóðlegu flugleiðunum. Þar var vin- sældarlisti bandarískra farþega þessi. 1. Pan American Airlines 2. Trans World Airlines 3. Swissair 4. Lufthansa 5. British Airways Meðal farþega af öðrum þjóðernum var listinn þó nokkuð frábrugðinn: 1. Swissair 2. Pan American Airlines 3. Lufthansa 4. Singapore Airlines 5. British Airways 6. KLM 7. AirFrance Breytingarnar á þessum lista eru þær frá síðustu könnun, að Swissair hefur nú skotist vel upp fyrir Pan American, sem var langhæst í síðustu könnun. British Airways og KLM eru komin upp fyrir Air France, sem fallió er úr 5. Í7. sæti og Trans World Airlineser fallið úr 4. alla leið niður í9. sæti. I þess staö er komið Singapore Airlines, sem var hvergi á listanum síðast. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að á listanum yfir óvinsælustu al- þjóðlegu flugfélögin koma öll vinsæl- ustu alþjóðlegu flugfélögin nema tvö jafnframt við sögu: 1. Pan American Airlines 2. -3. Alitalia 2.—3. British Airways 4. Iberia 5. Braniff 6. AirCanada 7. Air France 8. —9. Trans World Airlines 8.—9. Lufthansa 10. Aeroflot 11. KLM 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.