Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 75
Þrjú af efstu félögunum á tossalist-
anum Alitalia, Iberia og Aeroflot eru
hvergi nefnd á nafn á listanum yfir vin-
sælustu félögin. Staða þeirra er því
enn lakari fyrir vikið. Öll efstu félögin á
vinsældalistanum koma hér aftur á
móti líka við sögu nema Swissair, efsta
félagið á lista alþjóðlegu farþeganna
og Singapore Airlines, nýja stjarnan.
Staða þeirra er enn glæsilegri fyrir vik-
ið. Það má því álíta sem þjónusta
þessara tveggja félaga taki fram þjón-
ustu keppinautanna. Þeirri þjónustu
virðist heldur ekki kastað á glæ, að
minnsta kosti ekki hvað Swissair við-
víkur. Samkvæmt blaðafregnum ný-
lega, er þaó eina flugfélagið, sem skilar
viðunandi hagnaði á Norður-Atlants-
hafsleiöinni.
Swissair á það að nokkru leyti sam-
eiginlegt Singapore Airlines að leggja
áherslu á farþega í viðskiptaerindum
frekar en ferðalanga, sem komast vilja
á milli staða á ódýrasta hátt. Við-
skiptafólkiö vill ferðast þægilega og er
fúst til að láta fyrirtæki sín borga það,
sem slíkur ferðamáti útheimtir. Þessi
markaður er flugfélögunum líka
traustari, því hækkun á flugfargjöldum
og efnahagskreppur valda mun minni
samdrætti í viðskiptaferðum en
skemmtiferðum.
Flugfélögin, sem aðsetur sitt eiga í
Mið-Evrópu eiga það sameiginlegt aö
vera meðal traustustu flugfélaga í
heimi. Vélar þeirra eru nýlegar, þjón-
usta þeirra bæði í lofti og á láði gengur
yfirleitt snurðulaust fyrir sig og áætl-
anirnar eru tiltölulega lausar við flökt.
Af reynslu minni tek ég þó fúslega
undir skipan Swissair í fyrsta sæti.
Vélar félagsins eru sérlega snyrtílegar,
um borð er þjónustuliðið á stöðugu iði
frá flugtaki til lendingar og matur er
borinn fram á leirtaui og snæddur með
stálhnífapörum.
Það er ekki tilviljun, að Svisslend-
ingar eru þekktir fyrir úrasmíði, ná-
kvæmni þeirra er að sumra mati óþol-
andi. Enginn setur þó fyrir sig ná-
kvæmni þeirra í flugáætlunum. Eitt
sinn var mér tjáð (af Flugleióum), að
aðeins British Airways flygi á milli
Genfar og Lundúna á þeim degi, og
þeim tíma, sem mér hentaði best. Mikið
sárnaði mér, þegar ég komst að því á
flugvellinum, að vél frá Swissair átti að
leggja af stað til Lundúna á nákvæm-
lega sama tíma. Ég missti ekki einungis
af rómaðri þjónustu Swissair heldur
lyfti vél þeirra sér frá jörðu á nákvæm-
lega áætluðum tíma um leið og tilkynnt
var um rúmlega klukkutíma seinkun hjá
British Airways. Líkt og úrsmíðin og
súkkulaðiframleiðslan er ferðamanna-
og flugþjónustan hjá Svisslendingum í
fyrsta flokki.
sem DC-10 slysið á O'Hare flugvell-
inum við Chicago olli um það leyti, sem
könnunin var gerö, var þó horfið frá því
að birta niðurstöður. I könnuninni 1977
aftur á móti kom í Ijós, að Boeing 727
var lang vinsælust á styttri flugleiðum
en Boeing 747 og DC-10 vinsælastar á
þeim lengri. [ nýjustu könnuninni kom í
Ijós, að bandarískir farþegar hafa lang
oftast flogið með Boeing 727, síðan
DC-10, Boeing 707 og loks Boeing 747.
Á alþjóðaflugleiðum höfðu menn oftast
notast við eftirtaldar vélar:
1. Boeing 747
2. Boeing 727
3. DC-10
4. Boeing 707
5. DC-8
6. DC-9
7. Boeing 737
8. Tristar
9. Airbus
10. Concorde
Bæði Airbus og Concorde höfðu
hækkað verulega á listanum síðan í
könnuninni 1966.
I könnun samtaka flugfarþega var
ekki aðeins athuguð afstaða farþeg-
anna til flugfélaga heldur og einnig til
flugvélategunda. Vegna alls umtalsins.
En hversu mikla áherslu leggja þeir,
sem mest ferðast á að fljúga með
ákveðnum flugfélögum eða ákveðnum
flugvélategundum? Þegar ákveðið flug
er valið, reyndust aðrir þættir mun
mikilvægari:
1. Beintllug
2. Hentugur brottfarartími
3. Hentugur komutími
75