Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 81
Öllum er Ijóst mikilvægi þess að nám komi að tilætluðum notum, þegar út í atvinnulífið er komið. í raun eru tengsl við atvinnulífið einn veigamesti þáttur náms, hverju nafni sem það nefnist. Einn helsti kostur íslenska mennta- kerfisins er sá, að það veitir námsmönnum tóm til þess að vinna önnur störf hluta úr ári og gefur þeim þannig tækifæri til þess að kynnast af eigin raun ís- lensku athafnalífi, áður en þeir koma endanlega út á vinnumark- aðinn. Þetta fyrirkomulag hefur reynst bæði námsmönnum og fyrirtækjum mjög gagnlegt, því sú þekking og reynsla, sem þannig fæst, leggur grunninn að góðu starfsfólki. Islenskir atvinnuvegir eiga í sí- fellt meiri samkeppni við erlenda aðila á innlendum og erlendum mörkuöum. Því er okkur mikilvægt að fylgjast vel með þekkingu og reynslu erlendra þjóða á sviði við- skipta. Á þessum tímum umbrota og tækniframfara, verður í auknu mæli að taka tillit til þess sem ger- ist í umheiminum. Það er einmitt á þessu sviði, sem A.I.E.S.E.C. starfar að því að víkka sjóndeild- arhring þátttakanda með flutningi þekkingarog reynslu milli landa. L'Association Internationale des Etudiants en Sciences Economiques et Commerciales. (A.I.E.S.E.C.), er eins og nafniö bendir til alþjóðasamtök við- skipta og hagfræöinema. Þau voru stofnuð 1948 og báru strax í upphafi merki þess alþjóðlega hugsunarháttar, sem var af- sprengi nýrra viðhorfa viö lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Við stofnun settu samtökin sér það háleita markmið ,,að stuðla að bættum skilningi þjóða á milli". Skyldi þeim árangri náð með stúdentaskiptum, ráöstefnum, fræðslu- og upplýsingamiðlun. Strax í upphafi var lögð mest áhersla á hið fyrst nefnda, þ.e. stúdentaskiptin. Segja má að skiptin fari fram á tvennan hátt, annars vegar er um að ræöa ,,Short term trainess- ship", sem felst í því að viðkom- andi stúdent starfar í u.þ.b. 6—12 vikur hjá fyrirtæki og hins vegar ,,Long Term Traineeship", sem felst í því að viðkomandi stúdent starfar um lengri tíma (1 ár) hjá fyrirtæki. Sérstök áhersla er lögð á aö vanda bæði gæði starfa og skipta, með þvi að gera strangari kröfur, um menntun stúdentanna, og einnig er reynt að útiloka öll ,,rút- ínu störf". Nú er hverju starfi lýst á þar til gerðum eyðublöðum, þar sem tekið er fram í hverju það er fólgið, hvaða kröfur fyrirtækið gerir til stúdentsins, um þjóðerni, menntun, starfsreynslu o.s.frv. Á sama hátt er öllum upplýsingum um stúdentinn komið fyrir á um- sóknareyðublaði, t.d. menntun, til hvaða lands hann óskar að fara, tegund fyrirtækis, tungumála- kunnáttu o.s.frv. Valið fer síðar> fram með tölvu, á ársþingi AIESEC, sem gerir kleift að taka tillit til smá atriða og tryggja há- marks gæði við að velja saman störf og stúdent. Árlega skipta u.þ.b. 4 þúsund störf með þessum hætti. AIESEC á íslandi hefur starfað í 20 ár. Lætur nærri að u.þ.b. 2000 stúdentar hafi farió til starfa er- lendis, á vegum samtanna, um lengri eða skemmri tíma. Þá hafa samtökin veitt móttöku svipuðum fjölda til starfa hér á landi. Á hverju ári bætast ný fyrirtæki í hóp þeirra, sem notfæra sér þessa einstöku þjónustu, yfirleitt er þá um að ræða stúdenta sem langt er.u komnir í námi eða hafa lokið því og hafa auk þess sérþekkingu og starfsreynslu. Þannig eru augu at- vinnurekanda sífellt að opnast fyrir þeim möguleika að afla sér ódýrar sérfræðiþjónustu, sem annars þyrfti að kaupa dýrum dómum. Með öðrum orðum. AIESEC er möguleiki sem fyrirtæki hafa ekki efni á að leiða hugan hjá. fv 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.