Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 81

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 81
Öllum er Ijóst mikilvægi þess að nám komi að tilætluðum notum, þegar út í atvinnulífið er komið. í raun eru tengsl við atvinnulífið einn veigamesti þáttur náms, hverju nafni sem það nefnist. Einn helsti kostur íslenska mennta- kerfisins er sá, að það veitir námsmönnum tóm til þess að vinna önnur störf hluta úr ári og gefur þeim þannig tækifæri til þess að kynnast af eigin raun ís- lensku athafnalífi, áður en þeir koma endanlega út á vinnumark- aðinn. Þetta fyrirkomulag hefur reynst bæði námsmönnum og fyrirtækjum mjög gagnlegt, því sú þekking og reynsla, sem þannig fæst, leggur grunninn að góðu starfsfólki. Islenskir atvinnuvegir eiga í sí- fellt meiri samkeppni við erlenda aðila á innlendum og erlendum mörkuöum. Því er okkur mikilvægt að fylgjast vel með þekkingu og reynslu erlendra þjóða á sviði við- skipta. Á þessum tímum umbrota og tækniframfara, verður í auknu mæli að taka tillit til þess sem ger- ist í umheiminum. Það er einmitt á þessu sviði, sem A.I.E.S.E.C. starfar að því að víkka sjóndeild- arhring þátttakanda með flutningi þekkingarog reynslu milli landa. L'Association Internationale des Etudiants en Sciences Economiques et Commerciales. (A.I.E.S.E.C.), er eins og nafniö bendir til alþjóðasamtök við- skipta og hagfræöinema. Þau voru stofnuð 1948 og báru strax í upphafi merki þess alþjóðlega hugsunarháttar, sem var af- sprengi nýrra viðhorfa viö lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Við stofnun settu samtökin sér það háleita markmið ,,að stuðla að bættum skilningi þjóða á milli". Skyldi þeim árangri náð með stúdentaskiptum, ráöstefnum, fræðslu- og upplýsingamiðlun. Strax í upphafi var lögð mest áhersla á hið fyrst nefnda, þ.e. stúdentaskiptin. Segja má að skiptin fari fram á tvennan hátt, annars vegar er um að ræöa ,,Short term trainess- ship", sem felst í því að viðkom- andi stúdent starfar í u.þ.b. 6—12 vikur hjá fyrirtæki og hins vegar ,,Long Term Traineeship", sem felst í því að viðkomandi stúdent starfar um lengri tíma (1 ár) hjá fyrirtæki. Sérstök áhersla er lögð á aö vanda bæði gæði starfa og skipta, með þvi að gera strangari kröfur, um menntun stúdentanna, og einnig er reynt að útiloka öll ,,rút- ínu störf". Nú er hverju starfi lýst á þar til gerðum eyðublöðum, þar sem tekið er fram í hverju það er fólgið, hvaða kröfur fyrirtækið gerir til stúdentsins, um þjóðerni, menntun, starfsreynslu o.s.frv. Á sama hátt er öllum upplýsingum um stúdentinn komið fyrir á um- sóknareyðublaði, t.d. menntun, til hvaða lands hann óskar að fara, tegund fyrirtækis, tungumála- kunnáttu o.s.frv. Valið fer síðar> fram með tölvu, á ársþingi AIESEC, sem gerir kleift að taka tillit til smá atriða og tryggja há- marks gæði við að velja saman störf og stúdent. Árlega skipta u.þ.b. 4 þúsund störf með þessum hætti. AIESEC á íslandi hefur starfað í 20 ár. Lætur nærri að u.þ.b. 2000 stúdentar hafi farió til starfa er- lendis, á vegum samtanna, um lengri eða skemmri tíma. Þá hafa samtökin veitt móttöku svipuðum fjölda til starfa hér á landi. Á hverju ári bætast ný fyrirtæki í hóp þeirra, sem notfæra sér þessa einstöku þjónustu, yfirleitt er þá um að ræða stúdenta sem langt er.u komnir í námi eða hafa lokið því og hafa auk þess sérþekkingu og starfsreynslu. Þannig eru augu at- vinnurekanda sífellt að opnast fyrir þeim möguleika að afla sér ódýrar sérfræðiþjónustu, sem annars þyrfti að kaupa dýrum dómum. Með öðrum orðum. AIESEC er möguleiki sem fyrirtæki hafa ekki efni á að leiða hugan hjá. fv 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.