Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Síða 84

Frjáls verslun - 01.12.1980, Síða 84
laugur Scheving, Þórarinn B. Þorláksson og Muggur. Því næst Gunnlaugur Blöndal, Júlíana Sveinsdóttir og Kristin Jónsdóttir. Og loks Snorri Arinbjarnar og Nína Tryggva- dóttir. Flokkun sem þessi er aldrei algild og Knútur Bruun segir um þetta: ,,Verk þessara málara eru á mjög svipuðu verði, þangað til kemur að bestu verkum þeirra. Þá er þessi flokkun ekki fjarri lagi". Hann þætir við: ,,Verð á verkum góðra látinna málara — gömlu meistaranna, er allt of lágt og allt of lítill munur á þeim og mönnum sem sýna í dag." Ekki er fjarri lagi að góðir nútímamálarar selji verk sýn á 800 til 1.600 þúsund krónur, en á sama tíma segir Knútur að hægt sé aö fá málverk eftir Ásgrím Jónsson fyrir 2—3 milljónir, sem með réttu ættu að kosta miklu meira. Knútur bætir því við að hann telji verð á verkum íslenskra nútímamálara mjög lágt, miðað við gæði, ef tekið er mið af því sem gerist erlendis. Flest selst á háu verði Yfirleitt er það álit málara og safnara að smekkur almennings sé mjög takmarkaður. Eins og Knútur Bruun kemst að orði: ,,Myndrænt uppeldi er ekkert og sáralítil lista- kennsla er í skólum. Af því leiðir að hægt er að selja nærri hvað sem er, á furðu háu veröi". En samt er það svo að veruleg fylgni er á milli gæða og myndlistar og verðs, þegar komið er uþþ fyrir lægsta verðflokk. Nýir og óþekktir málarar eiga ekki endilega auðvelt upþdráttar, þó að eitthvað fáist fyrir myndir þeirra. Ekki er óalgengt að alger byrjandi selji olíumálverk á 150 til 700 þúsund krónur eftir stærð og gæðum. Efniskostnaður er verulegur og því kosta stór málverk jafnan meira en lítil. Viðskipti með málverk eru með ýmsum hætti. Venjulega er greitt eftir sýningu, þegar tekið er við myndinni, en skilmálar eru mjög mismunandi. Yfirleitt fallast listaverkasalar ekki á að greitt sé með löngum víxlum, en algengt er að málarar sjálfir geri það. Eins og með önnur viðskipti hafa greiðslukjör áhrif á verðið. Eitt af því sem einkennir íslendinga er að þeir kaupa nær eingöngu verk eftir íslenska málara, að sögn Knúts Bruun. Hann nefnir sem dæmi að fyrir nokkru hélt hann sýningu á litlum myndum eftir breska málarann May Keightly sem allar voru frá íslandi. Hún hafði áður sýnt myndir frá íslandi í New Grafton Gallery í London. Þar seldi hún allar mynd- irnar. Hinsvegar varð hún bæði hissa og vonsvikin hér á landi, þegar hún sýndi í Listmunahúsinu og seldi 6 af 60 myndum. Þetta er ekki einstakt dæmi og heita má aö íslendingar kaupi alls ekki myndir erlendis, nema þá spánskar seníorítumyndir og þess háttar, sem kosta yfirleitt lítið. 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.