Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 6
D 0 IMYORSJ íslenska flugflotanum bættist nýlega ný flugvél og er hún tvímælalaust glæsi- legasta flugvél, sem hingaö til hefur verið skráð á Is- landi. Kaupandi er Bílaleiga Akureyrar og var kaupverð um 260 milljónir gamalla króna samkvæmt upplýs- ingum bílaleigunnar. Þar sem bílaleigan hefur ekki flugrekstrarleyfi og sækist ekki eftir því, verður nýja vélin notuð í snatt fyrir fyrir- tækið, líkt og fjögurra sæta Ralley vélin, sem fyrirtækið hefur nú selt. Verkefnið verður aðallega að skutla eigendunum á milli Reykja- víkur og Akureyrar, enda er fyrirtækið meö rekstur á báöum stöðum, fljúga eig- endunum út til samninga- gerða, ferja menn á milli landshluta til að sækja bíla o.fl. Hún er af gerðinni Cessna 421 Golden Eagle, tveggja hreyfla með for- þjöppur á hreyflunum. Átta sæta með jafnþrýstifar- þegarými þannig að hún flýgur í 25 þús. feta hæð á 230 hnúta hraða. Iburður er mikill yst sem innst. Innrétt- ing er íburðarmikil og þar er m.a. salerni, sem telst til munaðar í svo litlum vélum. Einnig er bar um borð. Sigl- ingatæki eru hin fullkomn- ustu og má þar nefna Loran-c og mjög fullkominn radar. Skúli Ágústsson, einn bræðranna þriggja, sem eiga Bílaleigu Akureyrar, flýgur vélinni. Hann er nú meö 900 tíma reynslu. Sterling hefur Islandsflug Héraösvötnin til Ameríku Danska flugfélagið Sterl- ing Airways mun hefja reglubundiö flug milli Kaup- mannahafnar og Reykjavík- ur í sumar. Mun félagið fljúga hingað leiguflug einu sinni í viku og er áætlað að ferðirnar hefjist í maí n.k. og standi fram í september. Flugleiðir munu þannig missa enn ofan af þeim far- þegakúf, sem myndast í Evrópuflugi á sumrin, en Sterling mun fyrst og fremst ná farþegum frá Danmörku og Suöur Svíþjóð. Horfur eru á því að ferðamönnum frá þessum löndum muni fækka þónokkuð næsta sumar frá því sem verið hef- ur, svo að þessi samkeppni hlýtur að verða tilfinnanleg fyrir Flugleiðir. Eftir því sem Frjálsri verzlun skilst mun Sterling einnig selja farmiða frá ís- landi í gegnum ferðaskrif- stofur hér. Framtakssamur Sauð- kræklingur, Hreinn Sigurðs- son mun í vor hefja útflutn- ing á fersku drykkjarvatni frá Sauðárkrók til útlanda, lík- legast Bandaríkjanna. Hygst hann framleiða plastum- búðir utanum vatnið sjálfur. Eftir því sem næst verður komist veróur hér um um- talsvert magn að ræða og munu þegar liggja fyrir kaupsamningar á því. Ann- ars fer þetta mál ákaflega hljótt þótt það sé komið á það stig að litlu munaði að útflutningurinn hæfist sl. haust. — ís til Grænlands Hugmyndaflugi l’slend- inga á viðskiptasviðinu eru harla lítil takmörk sett, sem sannast best á því að láta sér detta í hug að selja ís á Grænlandi. íslendingur að nafni Björn Emilsson, sem starfar að flugmálum í Narssarssuaq, er sagður vinna sér inn drjúgan auka- skilding með því aö flytja af og til heila flugvélafarma af rjómaís frá íslandi með leiguflugfélagi Sverris Þór- oddssonar og selja Græn- lendingunum ísinn. Stund- um fylgir líka harðfiskur með. Ferðirnar eru ekki orðnar margar, enda þessi viðskipti tiltölulega ný hafin. Það er þó Ijóst að fyrst þær eru orðnar fleiri en ein, hafa fyrstu ferðirnar borgað sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.