Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 8
í FRÉTTUIMUM Steinar Berg í Lýsi Sindri Sindra- son tekur við í Pharmaco Nýr framkvæmdastjóri hjá Pharmaco er Sindri Sindra- son. Hann tók við starfinu 1. janúar s.l. en áður var Sindri framkvæmdarstjóri Apótek- arafélags Islands. — Sindri er fæddur i Reykjavík 20. 8. 1952 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1973. Þá hóf hann nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands, og lauk prófi þaðan vorið 1977. Á stuttu spjalli við Frjálsa Verzlun sagði Sindri að þessi tvö störf sín sem framkvæmdarstjóri væru mjög ólík; hjá Apótekarafé- laginu hafi verið meira um félagsmál og verðlagsmál, og hin ýmsu sameiginlegu mál stéttarinnar gagnvart heilbrigðisyfirvöldum, en hjá Pharmaco felst starf hans aðallega í yfirstjórn í fyrirtækinu. Pharmaco sér um innflutning og fram- leiðslu lyfja, og væri starf- ið mun líflegra og meira um að vera. Lýsi h.f. hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdastjóra, en það er Steinar Berg Björnsson, sem tók við starfinu í ársbyrjun. Steinar er fæddur 11.2. 1942 á Sel- tjarnarnesi, og lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1962 og prófi úr viðskipta- fræðideild H.(. í janúar 1967. Þá hóf hann störf hjá fjár- málaráðuneytinu, þar sem hann starfaði um þriggja ára skeið, en í árslok 1969 réðst hann til starfa hjá Samein- uðu þjóðunum. Hann var fyrst við störf í New York í eitt ár, og síðan deildarstjóri hjá Iðnþróunarstofnuninni í Vínarborg. Eftir heimkom- una, um áramót '73—'74 hóf Steinar störf sem fjár- málastjóri hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, og gegndi því starfi fram undir árslok 1976, er hann fok við starfi framkvæmdastjóra hjá Pharmaco. „Þetta er stærra við- fangsefni og nýtt fyrir mér,“ sagði Steinar aðspurður hvers vegna hann hefði skipt um starf, ,,og þetta starf er í sjávarútveginum og útflutningi á sjávarafurðum, og á sínum tíma skrifaði ég mína kandidatsritgerð um útflutning á sjávarafurðum, svo ég hafði áhuga á þessu. Breytingar í breska sendiráðinu Talsverð mannaskipti lega lét Ralph Hannam eiga sér nú stað hjá breska verslunarfulltrúi sendiráðs- sendiráðnu hér á landi. Ný- ins, af störfum fyrir aldurs Noél Burgess. sakir. Hann var búinn að gegna þessu embætti í ára- tugi. Við stöðu hans hefur tekið Noél Burgess, sem búsettur hefur verið hér á landi í nokkur ár og starfaði áður hjá Þór hf. og David Pitt & Co. Kenneth East, sendi- herra, mun fara á eftirlaun í marsmánuði, en hann hefur starfað hér í sex ár og áunnið sér traust og vináttu fjölmargra íslendinga, sem samskipti hafa átt við sendi- ráðið. Ekki er afráðið hver tekur við sendiherraem- bættinu. Sögusagnir hafa gengið um að Brian Holt, aðal- ræðismaður, myndi einnig hætta á næstunni og væri það liður í sparnaðarað- gerðum bresku stjórnarinn- ar að fækka starfsfólki sendiráðsins hér á landi. Sannleikurinn er sá, að Brian er kominn á eftir- launaaldur og ætti þess vegna að hætta störfum samkvæmt reglum breska utanríkisráðuneytisins en nú mun það hafa óskað eftir því að Brian gegni störfum áfram í rúmt ár eða fram til vorsins 1982. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.