Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 31
af þeim víða um land. Er reiknað með að á fyrstu þrem til fjórum árum eftir að svona skip yrðu tekin í notkun, spöruðust að meðaltali 200 til 300 milljónir á ári á verðlagi 1977 í vegaviðhald. Er þá reiknað með að á fjórða ári, eftir að skipin eru komin í notkun hafi út- gerðin náð til sín 40 þús. tonna flutningi af þílunum. Athygli vekur að ekki er leitað álits bílstjóra, flugfélaga né hinna skipafélag- anna við samningu ,,hugleiðinga“, svo séð verði. • Skipaútgerðin byggir á hnignun bílaflutninga Guðmundur Einarsson var fyrir nokkru orðinn forstjóri Skipaút- gerðarinnar er þriðja oþinbera skýrslan um þessi mál kom útsíðla árs 1977, skýrsla útgerðarinnar um uppbyggingu strandferða- þjónustunnar. Þar er mjög mælt með skipum af sömu gerð og leiguskipið Coaster Emmy, sem Skipaútgerðin hefur notað um hríð. Árið 1977 flutti útgerðin 47.500 tonn, en hallalaus rekstur með tilkomu þriggja nýrra Coaster skipa var talinn nást við 150 þús. tonn, eða þrefalt meiri flutninga en árið, sem áætlunin var gerð. Var reiknað með að ná þessu markmiði á nokkrum árum með því að fá 50 þús. tonn frá bílunum í stað 40 þús. tonna áður, 15 þús. tonn af áburði, 35 þús. tonna sementsflutninga Freyfaxa o.fl. Enn sem fyrr átti áðurnefndur forstjóri aðild að gerð opinberrar skýrslu um málið og verður ekki séð í henni að leitað hafi verið álits annarra flutningaaðila fremur en í ,,hugleiðingum“ Framkvæmda- stofnunar. • Vildarkjör Skipaútgerðar- innar laða til sín Síðar er komið í Ijós að skip sem Coaster Emmy, henta ekki alls- kostar hér og hefur útgerðin látið hanna ný, stærri, afkastameiri og dýrari skip, sem væntanlega verða smíðuð hér innanlands á næst- ^ unni. Flutningaþörfin, til að út- ^ Forstjdri Skipaútgerðar ríkisins: Farmgjöld ekki of lág miðað við fyllstu hagræðingu ,,Það er ekki viðskiþtavinum okkar að kenna hvað rekstur Skiþaútgerðarinnar er lélegur nú og ekki er rétt að hleypa hallanum beint inn í verðlagið þar sem fyrir liggja áætlanir um end- urskipulagningu er miða að hallalausum rekstri við lítillega hærri farmgjöld en nú“, sagði Guð- mundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðarinn- ar í viðtali við FV. Rök Guðmundar fyrir eflingu útgerðarinnar eru margvísleg: Bendir hann m.a. á gildi hennar fyrir uppbyggingu landsbyggðarinnar. Hag- kvæmni hennar í mynd lækkaðs vöruverðs til neytenda. Minnkandi viðhald á vegum. Bætta afkomu ríkissjóðs þegar fram í sækir. Mikilvægi smíða skipanna þriggja fyrir íslenskan skipa- smíðaiönað, sem ekki horfir fram á arðbær verkefni alveg á næstunni. Þá bendir hann á að þróun hinna skipafélaganna í skipakaupum sé sú að kaupa fyrst og fremst hentug skip til millilandasiglinga en ekki strandsiglinga og treysta þá í auknum mæli á dreyfingu Skipaút- gerðarinnar á hinar smærri hafnir. Guðmundur er einmitt gagnrýndur fyrir að vera leiksoppur hinna félaganna, sem sjái sér hag í að láta ríkið greiða niður flutningana út á land í stað þess að sigla þangað sjálf með vör- una. Hann vísar hinsvegar til upphafsorða sinna og ítrekar að með fyllstu hagræðingu séu núgildandi verð um það bil alveg rétt. Varðandi flutninga, sem útgerðin hyggst hafa af bílunum við endurskipulagningar, segir Guðmundur það ekki hafa eins alvarleg áhrif á rekstur þeirra og bístjórar segja. Áætlar hann að á næstu árum muni þeim ekki fækka nema um svo sem 30, bæði í einkaeign og í eigu stórra fyrirtækja. Muni bílum einkum fækka á lengri leiðum til þeirra staða, sem skip ganga líka til. Ýmsum svæðum verði ekki þjónað nema með bílum eins og t.d. Suðurlandi og a.m.k. einhverjir þeirra bíla, sem munu hætta á lengri leiðunum, muni fá verkefni við dreyfingu vöru frá skiþum útgerðarinnar innanhéraðs. Þjóð- hagslega sé hagkvæmast að bílar og skip vinni þannig saman. Til samanburðar á hagkvæmni bíla- og skipaflutninga nefnir Guðmundur dæmi um 74 þús. tonna flutninga. Eitt skip upp á 3 milljarða í kaupverði gæti annað þeim með níu manna áhöfn, liðlega 13 þúsund lítra eyðslu og 182 milljóna olíu kostnaði allt gkr. Til að anna sama flutningi með þílum þurfi 49 bíla upþ á 3,2 mill- jarða, 49 bílstjóra, 27 þúsund lítra eyðslu og 539 milljóna króna olíukostnað. :fv 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.