Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 39
erlenda ferðamenn, en töluverður samdráttur varð á komu ferða- manna á síðastliðnu ári eins og kunnugt er. Það er heldur engin launung á því að við fljúgum til lít- illa og oft einangraðra staða sem hafa orðið útundan í uppbyggingu flugvalla í síðustu árum. Þetta tak- markar mjög rekstrarlegan sveigj- anleika bæði vegna takmarkaðs tíma sem við höfum á veturna vegna stuttrar birtu, en fáir vall- annaeru upplýstirog jafnframteru Twin Otter vélarnar sem við verð- um að nota, ekki þær allra hag- kvæmustu, enda þótt þær henti vel á stuttum flugbrautum og í þröng- um fjörðum. Þó Twin Otter vélarn- ar séu ekki stórar, þá er það spursmál hvort ekki væri hag- „Eftirspurn eftir okkar þjónustu og þekkingu hefur sjaldan verið eins lítil og nú”. kvæmara fyrir staðina að fá heldur smærri vélar en tíðari ferðir. Nú í þriðja lagi höfum við í til- raunaskyni hafið rekstur á við- haldsaðstöðu fyrir smærri vélar á Reykjavíkurflugvelli. Uppbygging þessarar starfsemi hefur gengið mjög hægt og útkoman er í járn- um. Má til dæmis nefna, að þó smá-vélunum hafi nokkuð fjölgað á síðastliönu ári, þá hefur flug þeirra töluvert minnkað. Fyrst og fremst vegna mikillar eldsneytis- hækkunar. Kennir þú því að innanlands- flugið gengur verr en þið áætluð- uð minni eftirspurn en þið reikn- uðuð með eða eru fargjöldin of lág? Ég held að það sé hvort tveggja. Eftirsþurn síðari hluta ársins er mun minni en við áætluðum og fargjöldin eru að mínu áliti of lág. Við stundum leiguflug með áætl- Arnarflug rekur eina Boeing 720B þotu en hafði til skamms tíma eina Boeing 707 á leigu. unarstarfseminni og það er mjög þýðingarmikil stuðningsstarfsemi við áætlunarflugið. Hvað er innanlandsflugið stór hluti af ykkar veltu? Ég geri ráð fyrir að velta Arnar- flugs sé um 3 milljarðar g.kr. á ár- inu 1980. Þetta segir þó ekki alla söguna þegar menn bera þetta saman við önnur flugfélög. Við leigjum út vélarnar án alls breyti- legs rekstrarkostnaðar þ.e. við leigjum aðeins með áhöfnum, tryggingum og viðhaldi, annar kostnaður er fyrir reikning leigu- taka svo sem eldsneyti, lendingar, afgreiðslugjöld o.s.frv. Ef þessir kostnaðarliðir væru allir fyrir okkar reikning væri veltan sennilega hátt í 6 til 7 milljarðar. En til að svara spurningunni geri ég ráð fyrir að miðað við áðurnefnda veltu sé innanlandsflugið um 20% af heild- arveltunni. Daufar horfur Nú starfar Arnarflug á mjög áhættusömum markaði og rekstr- aröryggi lítið. Þið hafið engar fastar leiðir nema hér innanlands og vitið raunar lítið hvað næsta ár ber í skauti. Hvernig eru horfurnar núna á þessu ári? [ hreinskilni sagt þá hefur maður um hver áramót horft fram ítímann og ekkert séð nema basl og bág- indi. Þannig er staðan einnig nú. Eins og þú segir keppum við á mjög áhættusömum markaði, eftirspurn eftir þeirri þjónustu og þekkingu sem við höfum að bjóða hefur sjaldan verið eins lítil og nú. Það er gífurlega mikið framboð af vélum og þjálfuðu starfsfólki á markaðnum í dag og hart barist um hvern samning. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir hve flug er af- skaplega viðkvæmt fyrir snöggum utan að komandi áhrifum. T.d. erfiðleikar í bandarísku efnahags- lífi hafa oft óhemju mikil áhrif á fjölda ferðamanna í öllum heim- inum. Stríð í Mið-Austurlöndum hefur mikil áhrif á áætlanir allra flugfélaga í heimi o.s.frv. Jafnframt hefur framleiðsla á nýjum flugvél- um stóraukist á síðustu árum. Nú hafið þið samning fyrir eina vél í Jórdaníu næstu 3 mánuði, hvað með aðra samninga á árinu eruð þið komnir með nokkra fasta punkta? Nei, svo er ekki, en eins og ég sagði áðan, þá hefur ekkert ár frá upphafi byrjað glæsilegar en þetta, svo maður verður að vona það besta. Ljóst er þó að útlitið á erlendum leigumörkuðum hefur sjaldan verið eins erfitt. Nú er mjög mikið framboð af flugvélum um allan heim og sam- keppnin gífurleg. Eru ekki svona leigusamningar farnir að vera mjög nálægt núllpunktinum? Þetta fer nú eftir efnum og aðstæðum. Við vorum mjög lán- samir þegar við náðum samning- unum um 720B vélina. Þeir eru mjög hagkvæmir, sem bætir að nokkru leyti upp óhagkvæmni sem augljóslega kemur fram með hækkandi eldsneytisverði. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.