Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 46
Einkaþoturnar Það er ekki svo ýkja langt síðan Rolls Royce, með einkennis- klæddan ökumann við stýrið, var eitt helsta stöðutákn við- skiptajöfra og annarra þeirra sem hafa mikið fé milli handa. En það er liðin tíð. Stöðutákn áttunda áratugarins er einka- þota. Þessar litlu þotur eru raunar miklu meira en stöðutákn, þær geta verið geysilega hagkvæm fjárfesting. Meiriháttar við- skipti byggjast nú æ meira á því að réttur maður geti verið á réttum stað á réttum tíma. í mjög mörgum tilfellum er það aðeins hægt með einkaþotum. Ef við tökum Bandaríkin sem dæmi þá er ekki hægt að ná til nema 385 flugvalla í landinu, með áætlunarflugvélum. Flug- vellir eru hinsvegar þrettánþúsund samtals, svo það eru ansi margir afgangs. Svipaða sögu er að segja í Evrópu. Á þessum tímum fjölþjóðafyrirtækja er líka mikiö um það að forstjórar eða framkvæmdastjórar þurfa að fara á milli landa og jafnvel milli heimsálfa í viðskiptaerindum. Tími þessara manna er geysilega dýrmætur og það er því mikilvægt að þeir komist eins fljótt á milli og mögulegt er og að ferðamátinn sé svo þægilegur að þeir séu sem minnst þreyttir þegar komið er á ákvörðunarstað. (litlu einkaþotun- um eru því öll hugsanleg þægindi, jafnvel svefnherbergi. Þessar þotur eru mismunandi stórar og mismunandi dýrar, enda gegna þær mismunandi hlutverkum. Sumum fyrirtækj- um nægir lítil þota sem hefur 1500 til 2000 mílna flugþol með 4-5 farþega. Únnur þurfa stærri vélar sem geta fiogið heims- álfa milli. Og svo eru það auðvitað olíufurstarnir sem dugar ekki minna en Boeing 747 breiðþota ef þeir ætla að skreppa bæjarleið. Það eru til tölur sem (virðast) sýna hversu hagkvæmt það er fyrir stórfyrirtæki að vera með eigin flugvélar. Tímaritið Fortune birtir árlega lista yfir þúsund stærstu fyrir- tæki í Bandaríkjunum. Af þeim eiga 522 eigin þotur. Og nettótekjur fyrirtækjanna per starfsmann hjá þeim sem eiga þotur, eru 37% hærri en hjá hinum. Það eru framleiddar svo margar tegundir af einkaþotum, í dag, að öll fyrirtæki sem á annað borð þurfa á slíkum farkosti að halda, geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við skulum líta á nokkrar vinsælustu og viðurkenndustu tegundirnar. GATESLEARJET Bill Lear var brautryðjandi í einkaþotuíramleiðslunni enda hafa selst fleiri einkaþotur af þeirri gerð en nokkurri annarri, alls eru þær orðnar um 950. Lear þoturnar eru líka þær fallegustu sem framleiddar eru. Það eru nú til margar gerðir af þeim, til mismunandi verkefna. Sú nýjasta og stærsta sem er nær, á myndinni er Learjet 50 Longhorn. Hún getur flogið heimsálfa milli með tíu farþega og tveggja manna áhöfn og kostar um fjórar milljónir dollara. ROCKWELL SABRELINER 65 Hönnun þessarar þotu var grundvölluð á orrustuþotu, enda er hún hraðfleyg mjög. Sabreliner 65 er nýjasta útgáfan og er hraðfleygari og langdrægari en eldri gerðir. Hún geturflogið þvertyfir Bandaríkin með tíu farþega og tveggja manna áhöfn. Verðið er um 3,6 milljónir dollara. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.