Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 56
Augljósir yf irburöir sérritanna sem opna auglýsendum nýjar og árangursrikar leiðir Sérritum er treyst Sérritin njóta trausts. Markmið þeirra er nauðsyn- leg, sérhæfð og hlutlaus upplýsingamiðlun. Til- gangurinn er þekkingarmiðlun en ekki pólitísk inn- ræting. Af þessum sökum er um leið litið á auglýsing- ar i sérritunum sem lið í upplýsingaþjónustu. Rann- sóknir hafa sýnt að meira mark er tekið á auglýsing- um i tímaritum sem höfða til ákveðinna starfshópa eða starfsgreina, - það er hægt að treysta auglýsing- um í sérritunum. Upplýsingaríkari auglýsingar Það gefur auga leið að auglýsingar í sérritunum vara lengur. Virkni þeirra er ekki mæld í sekúndum og hún byggist ekki fyrst og fremst á slagorðum. Auglýsingu í sérriti er beint til afmarkaðra hópa með skilgreindar þarfír og ótvíræðan kaupmátt - fólks sem gefur sér tíma til að lesa auglýsingar. Traustur markaður Sérritin eru sívirk. Þau eru óháð breytilegum þörf- um. Þau eru óháð misvindum og markaður þeirra er stöðugur og vaxandi. Auglýsingaáætlun sem fylgt er eftir í sérritunum heldur þvi gildi sinu að fullu á sama tima og aðrar áætlanir í þjóðfélaginu duga varla út daginn. Sérritin eru lesin - ekki skoðuð Sérritum er ekki fleygt eftir eina skoðun eins og dag- blöðum. Efni sérritanna er numið tvisvar til fímm sinnum hraðar en sambærilegur texti talaður í sjón- varpi. Þrátt fyrir þá staðreynd að fólk gerir meira af því að skoða blöð en lesa, fær það þrisvar og hálfu sinni meiri upplýsingar með lestri en sem áhorfend- ur eða hlustendur. Upplýsingarnar festast auk þess betur í minni fólks. Þekkingarmiðlun Sérritin fullnægja þekkingarþörf starfandi fólks. Þau eru ekki einungis afþreyingarmiðill heldurhafa þau notagildi á við simaskrá, - fastur liður í sívax- andi upplýsingaþörf nútímaþjóðfélags. Beint í mark (hópinn) Markviss markaðsfræðsla byggist á því að koma réttum upplýsingum til réttra aðila á réttum tíma. Auglýsing í sérritunum miðlar upplýsingum til þeirra markhópa, sem hún á erindi til. Margfaldur líftimi auglýsinga Sérritin úreldast ekki á einum degi eða einni viku. Auglýsendur hafa sannreynt að virkni auglýsinga í sérritunum er í fullu gildi 6 mánuðum eftir útgáfudag og í sumum tilfellum út næstu 12 mánuði. Svörun samstundis Sérritin læðast ekki, áhrif þeirra eru merkjanleg samstundis. Það er þekkt staðreynd á sviði markaðs- tækninnar, að margra síðna auglýsing i sérriti, sem fylgt er eftir með skipulagðri sölustarfsemi, er virkasta aðferðin til þess að ná verulegum árangri í markaðsfærslu. Auglýsingar eru líka lesefni Sérritin vekja áhuga vegna þess að þau flytja sér- hæft efni með upplýsingagildi. Sérfræðingar í fjöl- miðlun hafa komist að raun um að aukið hlutfall auglýsinga á móti lesefni í sérritunum hefur gert þau enn áhugaverðari í augum lesenda. Þegar lögð er áhersla á að auglýsingar gefi réttar upplýsingar líta lesendur sérritanna þær sömu augum og áhugavert efni. Áhugasamir lesendur Rannsóknir benda til þess að lesendur sérrita kynni sér 70-80% alls efnis í sérritum, en hins vegar aðeins 10-15% efnis í almennum fjölmiðlum. Þessar tölur tala skýru máli og gefa auglýsendum hugmynd um hvers vegna sérritin eru jafn sterkur auglýsinga- miðill og raun ber vitni. Getum við aðstoðað? Á vegum Frjáls framtaks vinna margir reyndir menn á sviði markaðsöflunar, auglýsingaáætlana og auglýsingagerðar. Hafðu óhikað samband við þetta fólk, kynntu þér sérsvið hinna ýmsu sérrita, lesendahópa þeirra, auglýsingaverð og þá mögu- leika sem bjóðast í markvissri áætlanagerð. 56 Sérhæfíng á sviði Qölmiðlunar FRJÁLST FRAMTAK hf. Ármúla 18 - Sími 82300 og 82302
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.