Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 66
nýtt sér, þ.e. vegna áranna 1973 og '74. ( bæði skiptin var alþjóöa endurskoðendafirma fengið til þess að annast endurskoðunina, og leiddu þær ekki til breytinga á niðurstöðum ársreikninga fyrir- tækisins. í sambandi við skattgreiðslur ISAL má að auki bæta því við, að flest árin eftir að ISAL hóf rekstur, hefur fyrirtækið verið hæsti skatt- greiðandi íslenskra fyrirtækja, en fyrirtækið hefur verið í 3. til 6. sæti að stærð, miðað við veltu. Iðnaðarráðherra gerði í ræðu sinni lítið úr þeim tekjum, sem (slendingar hafa notið frá ISAL, að undanskildum orkusölutekjum, skattgreiðslum, launum og greiðslu fyrir hafnaraðstöðu. Þar sleppir hann hins vegar að minn- ast á þá staðreynd, að Straums- víkurhöfn er eign Hafnarfjarðar- bæjar, en ISAL greiðir byggingar- kostnað hafnarinnar gegn afnota- rétti og niðurfellingu vörugjalda í 25 ár frá 1969. Allan tímann hefur Hafnarfjörður tekjur af skipagjöld- um, og eftir 25 ára tímabilið einnig tekjur af vörugjöldum frá ISAL, án þess að hafa þurft að greiða eina krónu í kostnaö vegna byggingar- innar. Rétt er einnig að benda á, að tekjur Hafnarfjarðarbæjar af fram- leiðslugjaldi frá ISAL hafaflestárin frá 1970 verið sambærilegar við allar skattgreiðslur annarra fyrir- tækja í Hafnarfirði. Tæpur helm- ingur starfsmanna er og hefur verið búsettur í Hafnarfirði, og öll árin hafa þeir að sjálfsögðu greitt skatta sína og skyldur til Hafnar- fjarðar. Gjaldeyristekjur 1980 Gert er ráð fyrir, að af söluverð- mæti framleiðslu ISAL 1980 veröi um 34% eftir í landinu (erlendur kostnaður 66%), annars vegar sem innlendur reksturskostnaður og hins vegar sem innlendur fjár- festingarkostnaður, enda ál- bræðsla einhver fjármagnsf rekasti rekstur sem um getur. Áætlað söluverðmæti nemur um 60,2 mill- jörðum g.króna (eða 73,55 mill- jörðum g.króna framreiknað til gengis í árslok 1980) og verða brúttógjaldeyristekjur af ISAL því um 21 milljarður g.króna. Að hluti gjaldeyristekna fari til að greiða hráefni og aðföng, svo og vexti og afborganir, er sjálfsagt mál, enda þau mannvirki í landinu sem verið er að greiða af. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt upp- lýsingum frá LIÚ, fara um 56,8% af rekstrarkostnaði meðal togara til greiðslu á erlendum kostnaði. Erlent áhættufjármagn Það er ekkert leyndarmál, að ISAL hafi tapað á undanförnum áratug ca. 2,6 milljörðum króna, og stafar tap þetta meðal annars af offramboði áls í Evrópu, olíu- verðssprengingu, sem leiddi til heimskreppu, sölu á álbirgöum Bandaríkjastjórnar og misvægi í gengismálum á tímabilinu. Þetta er enn ein sönnun þess, að allur at- vinnurekstur er áhættusamur og sýnir að ástæðulaust er fyrir ís- lendinga að leggja áhættufé í slík- an atvinnurekstur frá upphafi, ef þess gerist ekki þörf, enda verði svo um hnútana búið, aö við get- um eignast atvinnufyrirtækin með tímanum, samhliða frekari iðn- væðingu, eftir því sem orkuöfl- unarmöguleikar okkar eru nýttir. Lesa mátti í blöðum nú nýverið, að áætlað reksturstap Járnblendi- verksmiðjunnar á næsta ári væri 4,5 milljarðar króna, enda þótt velta verksmiðjunnar, miðaö við full afköst, sé aðeins 30% af veltu ISAL í eölilegu árferði. Þótt áhættufé ISAL sé í erlendri eigu, er fyrirtækið íslenskt, rekið af (slend- ingum á íslandi og viðskipti þess við Alusuisse eins og viðskipti milli óskyldra aðila eins og áöur hefur verið tekið fram. Lokaorð Af ofangreindu má glöggt ráða, að störf við álframleiðslu hjá ISAL eru þjóðhagslega hagkvæm og hagkvæmari störf liggja ekki á lausu, a.m.k. ekki meðan fiskimið eru fullnýtt eða jafnvel ofnýtt. Verkaskipting er nauðsynleg innan hvers samfélags og á milli landa. íslendingar, Norðmenn og Kanadamenn eru fyrst og fremst hráálsútflytjendur. Enginn má þó skilja þessi orð svo, að lítið sé gert úr hráálsframleiðslu enda er vinnsluvirði hrááls sex- til áttfalt miðað við sömu þyngd súráls. Ef báxít- og súrálsframleiðendur bönnuðu útflutning þessara hrá- efna og tækju öll vinnslustig í sínar hendur, legðist framleiðsla niður í núverandi álverum og álúr- vinnslufyrirtækjum að mestu leyti. Það hefur tekið Norðmenn 7 ára- tugi að ná þeim áfanga að geta unnið úr 10—15% af sinni álfram- leiðslu. Eitt markmið iðnaðar- stefnu íslendinga ætti að vera úr- vinnsla hluta sinnar álframleiðslu, en ná því á mun skemmri tíma en Norðmenn. Smæð heimamarkaðs setur okkur þó þröng mörk í þessu efni, eins og Norömönnum og Kanadamönnum. [ Morgunpóstinum 3. desember sl. sagði dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, að skýringar á góðu lánstrausti íslendinga á er- lendum lánamörkuðum, sem endurspeglast í góðum lánskjör- um, væru aöallega tvær: pólitískur stöðugleiki og miklir orkuöflunar- möguleikar, sem þegar væri farið að nýta til þess að skapa útflutn- ingstekjur. Hætt er við, að væru ummæli iðnaðarráðherra tekin bókstaf- lega, þ.e. hann heföi í hyggju að loka álverinu, og rjúfa þannig gerðan samning, og hætta þannig útflutningi áls, að ofangreindar forsendur fyrir góðu lánstrausti Is- lendinga væru brostnar og því þar með stefnt í hættu með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Þegar gerð er grein fyrir, hverjir það eru, sem hafa haft hag af rekstri ISAL, verður aö hafa starfsmenn ISAL í myndinni. Meðal starfsmannafjöldi ISAL á árinu 1980 er um 730 manns. Alkunna er, að til launakjara þessa starfsfólks er oft vitnað sem dæmi um það besta sem gerist á fs- lenskum vinnumarkaði. Starfs- menn ISAL eru enda ekki hrifnir af ummælum iðnaðarráðherra svo sem glöggt kom fram í yfirlýsingu frá trúnaðarmönnum starfs- manna. Að lokum má ekki gleyma margföldunaráhrifum innlendra atvinnutækifæra, sem skapast við það, að orkan er flutt út í formi áls, en ætla má að hvert starf viö ál- framleiðslu skapi grundvöll að lífsviðurværi 7 einstaklinga. Það yrðu því fleiri en starfsmenn ISAL, sem þætti þröngt fyrir dyrum ef ISAL yrði lokað. ® 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.