Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 68
skiptir því miklu máli að vita hversu löng ferðin er, en því mióur eru þær upp- lýsingar oft óljósar í ferðabæklingum. Dvöl í mismunandi löndum er með mismunandi hætti. Yfirleitt er búið í pen- sjónötum í Austurríki eða litlum hótelum og oftast borðað utan þeirra, nema á morgnana. í Frakklandi er algengast að búa í íbúðum meö eldhúsi. Ferðir þangað kosta aðjafnaði áaögiska 200 krónum meira á viku en til Austurríkis, en þeir sem nenna aö nota eldhúsin geta sparaó sér þann mismun. Á Ítalíu er algengt að búa á pensjónötum, en einnig er þar að finna íbúðir. Verðlag er mismunandi, en víóa svipað og í Austurríki. Á flestum nýrri skíðasvæðum, svo sem í Júgóslavíu og á Spáni er búió á hótelum. Yfirleitt má margfalda verð með fjölda í hverri fjölskyldu, en þó kemur fyrir að afsláttur er veittur fyrir börn. Aukakostnaður er oft talsveróur í skíðaferðum. Til dæmis er þaö algengt í Miöevrópu aö greiöa þurfi sérstakt gjald fyrir að fara í sturtu, en þaö sést yfirleitt ekki í feróabæklingum. Lyftukort eru dýr og kosta gjarnan 250 til 500 krónur á viku en algengt er aö þau kosti um 400 krónur. Algengt er að það kosti 200 til 250 krónur á viku að leigja skíði og skó. Þá eru sum flugfélög, sem taka auka- gjald fyrir aö flytja skíði. Að lesa ferðabæklinga er sérstök vísindagrein. Höfundarnir reyna aö sýna sinn staö í sem björtustu Ijósi, venjulega án beinna lyga. Sem dæmi má nefna lýsingar í norrænum bæklingum. Þar segir að í Val Gardena raski ítalirnir oft ekki lausasnjónum snemma á morgnana, sem þýöir aö þeir nenna ekki að vakna snemma til að troða. í Sierra Nevada er sagt að rekstur á lyftum fari fram með spánskri ró, sem þýðir að þeir sem eru vanir stundvísi í Norður-Evrópu verða argir af endalausum töfum. Þeir sem lýsa Avoriaz í Frakklandi sem jólakorta- þorpi, sem eigi heima í Walt Disney kvikmynd, tala um nýju frönsku skíðaþorpin, sem steinsteypubæi og bletti á fegurö Alpanna. Hinsvegar er sagt um La Plagne, sem er einn þeirra bæja, að þar sé djörf byggingarlist og nýtískulegar íbúóir, með öllum nútíma þægindum. Þeir sem eru erlendis annarra erinda en vilja bregða sér á skíói í leiðinni geta oft fundiö hagstæðar ferðir frá einhverjum af áfangastöóum sínum. Sem dæmi má nefna að Blue Sky Holidays, London Road, East Grinstead, Sussex, RH19- 1HU, bjóóa viku í Champery nálægt Genfarvatni í Sviss eða í Cervinia í ítölsku Ölpunum fyrir um það bil 2.200 krónur. Fyrir þá sem þora að hugsa lengra má nefna nýjungar í Bandaríkjunum. Þar hefur Club Mediterranée tekió upp á þvíað hafa alla hluti innifalda í veröi, sem losar fólk algerlega við aukakostnað. Klúbburinn var að opna nýjan stað í Copper Mountain í Colorado. Þar er inni- falin gisting, allur matur, vín með matnum, skemmtikraftar, diskótek, skíóa- kennsla, lyftur og nánast allt annað en drykkir á barnum og leiga á skíðum. Með flugfari frá New York kostar vikudvöl um 5.900 krónur en um 3.900 krónur frá Chicago. Svipuð kjör er aö finna í Smugglers Notch, skammt frá Stowe í Ver- mont. Þar er innifalin skemmtiferð til Montreal í Kanada, sem er skammt frá, aógangur að sundlaug og heilsuklúbbi, fyrsta flokks hótel og margvíslegar skemmtanir á kvöldin. Vikuferö kostar um 3.800 krónur. Auk þessara er víöa um Bandaríkin og Kanada að finna fyrsta flokks skíðalönd og athugandi er að verðlag er öllu lægra í Kanada en í Bandaríkjunum. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.