Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.01.1981, Blaðsíða 70
leicfari Hliðstæöurnar í efnahagsstjdrn Margaret Thatcher og Gunnars Thoroddsen í þessu blaði er grein um efnahagsstjórn frú Margaret Thatcher í Bretlandi. Þar kemur fram að henni hefur gjörsamlega mistekist að fram- kvæma efnahagsstefnu sína og ná þeim mark- miðum og þeim efnahagsbata sem hún ásetti sér. Þeir sem lesa þessa grein sjá fljótt að furðulegar hliðstæður eru á milli efnahagsstefnu annars vegar og framkvæmdar hins vegar hjá ríkisstjórnum Thatchers í Bretlandi og Gunnars Thoroddsen á (slandi. Margaret Thatcher leiddi flokk sinn til kosn- inga fyrir tæþlega tveimur árum síöan undir fyrirheitum um nýja efnahagsstefnu, sem fól ísér umbyltingu á efnahagslegri vanahugsun. Hún ætlaði að lækka skatta, draga úr aukningu pen- ingamagns og skera niður opinber útgjöld. Hún lofaði aö endurlífga efnahagslífið með því að stórminnka verðbólgu og losa einstaklinga og fyrirtæki undan opinberum afskiptum og hvetja þau til frumkvæðis og athafna í atvinnumálum og auka þannig verðmætasköpun, framleióni og velmegun. Nokkrum mánuðum síöar gekk Sjálfstæóis- flokkurinn til kosningaþaráttu meö nýja stefnu- skrá, sem nefndist „Endurreisn í anda frjáls- hyggju". Sú stefnuskrá var nánast sú sama og stefnuskrá Thatcher’s. Sjálfstæðisflokkurinn hafði komist að sömu niðurstöðu og breski íhaldsflokkurinn, aó hefðbundnar aðferðir dygðu ekki til að leysa vandamál verðbólgu og stöðnunar. Gunnar Thoroddsen var einn helsti talsmaður þessarar nýju stefnu á Islandi. Margaret Thatcher og Gunnar Thoroddsen uröu bæói forsætisráðherrar að kosningum loknum þótt myndun ríkisstjórna þeirra hafi orðið með misjöfnum hætti. Nú, tæpum tveimur árum eftir aö Thatcher settist að völdum og tæplega ári eftir að Gunnar Thoroddsen settist að völdum er árangur þeirra í efnahagsmálum tekinn aó skýrast. Svo virðist, sem hvorugu hafi tekist að koma stefnumálum sínum til fram- kvæmda og aö bæói séu aó gera sömu mistökin. < Bæði framkvæma þau hávaxtastefnu. Um beina stjórnun peningaframboðs hefur ekki verið að ræöa, heldur hefur háum vöxtum (og útlánstakmörkunum hér) verið beitt til stjórnunar á peningamagni. Þannig hefur ekki náðst fullt vald á peningaframboói og hvatinn tii endurreisnar í atvinnulífi er deyfó- ur með dýru fjármagni. < Hvorugt hefur staðið við loforö sín um aö lækka stórlega ríkisútgjöld. Bæði hafa sýnt tilhneigingu til aö veita opinberu fé til at- vinnuvega sem geta ekki staðið undir rekstrarkostnaði. Thatcher hefur ekki tekist að standa gegn háum launakröfum opin- berra starfsmanna og ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen gaf tóninn í kjarasamningum, sem leiddi til stórhækkaðs launakostnaðar ríkisins. < Þau hafa hvorugt staöið við loforðin um lækkun skatta. Thatcher hefur lækkað suma skatta en hækkaö aðra og hér hafa verió gefin fyrirheit um ákveðnar skattalækkanir á meðan aðrir skattar hafa hækkaó. Heildar- skattbyrði er því ekki léttari en áóur, heldur sennilega nokkuó þyngri, og skattalækkanir hafa ekki orðiö sá hvati fyrir atvinnulífió, sem vonast var til. < í báðum löndum dregur hærra gengi en inn- lendur kostnaóur gefur tilefni til úr sam- keppnisgetu útflutningsatvinnuvega. < Afleiðing og árangur þessarar efnahags- stefnu virðist vera mjög á sömu leið í báöum löndum: Rétt tekst aö halda í horfinu hvað veröbólgu snertir. Stöönun hagvaxtar heldur áfram. Atvinnuleysi vex í Bretlandi, en hér dregur svo úr nauðsynlegri fjölgun atvinnu- tækifæra að uggvænlega horfir. Vonir um vaxandi velferó og hækkun ráðstöfunar- tekna einstaklinga hafa brostið. Margaret Thatcher hefur gert sér grein fyrir mistökum sínum og virðist staðráöin í að læra af þeim og framkvæma þá efnahagslegu umbylt- ingu, sem virðist vera eina lausnin út úr óöa- verðbólgu og efnahagsstöónun. Hún hefur endurskipulagt ríkisstjórn sína og leitað nýrrar ráðgjafar í efnahagsmálum. Óhjákvæmilega hlýtur Gunnar Thoroddsen aö draga svipaðan lærdóm af sinni reynslu af stjórn efnahagsmála. En þaó verður spennandi að sjá hvort honum tekst aö innræta samráðherrum sínum þá efna- hagslegu nýhyggju, sem hann hefur sjálfur sagt vera forsendu fyrir heilbrigðu efnahagslífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.