Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 16
„Við erum vanir að berjast í aðstæðum, þar sem menn í grannlöndunum myndu þegar í stað ieggja niður vinnu.“ Ármann Örn: — Þar er ólíku saman aö jafna. I fyrsta lagi höfum við enga sjóöi en það eiga hins vegar allir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar. Okkar grein er ekki viðurkennd sem svokallaður sam- keppnisatvinnuvegur. Fyrirtækin eiga yfirleitt heldur lítið af eigin fé. Ofan á þetta bætist, að aðföng til iðnaðarins eru tolluð á þann veg, að um algjört eins- dæmi er að ræða, að ég hygg. Það veldur lélegri framleiðni fyrirtækj- anna en ella væri, að aðflutnings- gjöld af tækjum til mannvirkja- gerðar eru nú 100%. Við höfum verið að ræða þetta ástand fyrir skilningsríkum eyrum en þó dauf- um, þegar til kastanna hefur kom- ið. Við höfum tjáð fjárveitinga- valdinu, sem í raun er fjárkröfu- vald, aö við eigum afskaplega erfitt með að sætta okkur við þetta. Þessu til viðbótar kemur svo einangrunin, sem kemur í veg fyrir að við getum flutt út starfsemi okkar, þó ekki væri nema til næstu nágrannalanda. Ármannsfell bauð nýverið í hótelbyggingu úti í Fær- eyjum og var með þriðja lægsta boð. Úrslitum réði að við urðum að reikna með að nota talsvert af þegar tolluðum tækjum, sem mjög erfitt reynist að fá aftolluð aftur. Það kom á daginn að við vorum í óhæfri samkeppnisaðstöðu varð- andi verk, sem við réðum afskap- lega vel við tæknilega séð, verk upp á rúma þrjá milljarða g.kr. Hér er aðeins um að ræða eitt einstakt dæmi, sem ég þekki, en það eru mörg önnur. F.V.: — Eru mannvirki hér á ís- landi almennt dýrari af þessum sökum en sambærilegar fram- kvæmdir erlendis? Ármann örn: — Þó að tekinn sé 100% tollur af tækjum þyrfti mannvirkjagerð hér ekki að vera þjóðhagslega dýrari. En hún verð- ur það í raun því að þetta hefur áhrif á endurnýjun tækjanna og viðhaldskostna.öinn. Meðalaldur tækja í byggingariðnaðinum er 6—8 ár. Svo gömul tæki«r yfirleitt búið að afskrifa og henda hjá starfsbræðrum okkar erlendis, því að viðhaldskostnaðurinn er þá kominn fram úr því, sem eðlilegt getur talizt. F.V.: — Eru það yfirleitt notuð tæki, sem iðnaðurinn kaupir til sinna þarfa? Ármann Örn: — Það er því miður alltof algengt. Þegar tækin eru talin ónýt erlendis kaupum við þau gjarnan vegna fjármagns- skorts og hárra aöflutningsgjalda. Við höfum þess vegna freistazt til að kaupa tækin, þegar aðrir eru búnir að henda þeim. Á þessu eru sem betur fer heiðarlegar undan- tekningar. F.V.: — Hvernig gengur inn- lendum byggingaraðilum að til- einka sér tækninýjungar, sem fæðast úti í heimi? Eru menn hér nokkurn veginn í takt við tímann að því leyti? Ármann Örn — Þetta er ekki nema tíu ára þróun eða svo, sem við erum að tala um. Það eru ekki liðin nema rétt tíu ár síðan ríkið, sem er verulegur framkvæmda- aðili á Islandi, fór að bjóða út framkvæmdir sínar á hinum frjálsa verktakamarkaði. Þegar það er tekið með í reikninginn ásamt því að vegna skatta og fjármögnunar- ákvæða svo og lóðaúthlutunar- stefnu sveitarfélaga hafa íbúðar- húsabyggingar verið heimilisiðn- aður, finnst mér stórkostlegt að sjá hvað uppbyggingin hefur verið mikil og hröð. Þá megum við heldur ekki gleyma því að vega- gerð og hafnagerð er enn svo að segja algjörlega á vegum opin- berra aðila. Stundum höfum við gert þau mis- tök að taka erlenda tækni upp hráa og einnig farið að framleiða hluti hér heima, sem við höfum enga möguleika til að þróa. Þetta eru byrjunarvandkvæði, sem við komumst yfir. F.V.: — Eruð þið sáttir við framkvæmd laga um opinberar framkvæmdir og útboð verkefna eða eru einhverjir verkefnaþættir, sem reglan um útboð nær ekki til? Armann Örn: — Þessi lög eru ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk. í þeim er bráða- birgðaákvæði sem gerir ráð fyrir að hægt sé að leita undanþágu. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.