Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 17
„Maðurinn á byggingarkrana eða stórri jarðýtu, tækjum sem kosta milljónir og krefjast nákvæmrar stjórnunar, getur hvergi fengið menntun við sitt hæfi í ís- lenzka menntakerfinu." Stofnanir eins og Vegagerð, Hafnamálastofnun, Póstur og sími og Flugmálastjórn, starfa á þess- um undanþágum. Þessu atriði hefur enn ekki verið breytt og ég tel að það sé einungis tímaspurs- mál, hvenær það verður og að þessar stofnanir lagi sig að breytt- um aöstæðum. I’ Finnlandi hefur verið gerð mjög umfangsmikil könnun á opinber- um framkvæmdum. Þar er starf- semin blönduð, þannig aö frjáls verktakafyrirtæki eru með rúmlega helming framkvæmda en sveitar- félög og riki með tæplega helming. Framkvæmdir síðartöldu aðilanna eru að jafnaöi 22% dýrari. F.V.: — Hver er útkoma sam- svarandi dæmis hér á landi? Ármann örn— Það liggur ekk- ert fyrir um þetta hér. Við höfum heyrt ákveðnar yfirlýsingar ein- stakra forstöðumanna opinberra fyrirtækja. Þannig hefur hitaveitu- stjórinn í Reykjavík sagt, að kostnaður við hitaveitufram- kvæmdir á vegum verktaka að undangengnu útboði sé að meðaltali um þriðjungi lægri en ef hitaveitan ynni verkið sjálf. Við hafnargerð í Þorlákshöfn voru framkvæmdir boðnar út og samið við verktakafyrirtæki. Það var gerð úttekt á verkinu að kröfu Alþjóða- þankans en hún hefur aldrei feng- izt staðfest. Við höfum ekki fengið að sjá hana. Eins er með tölur Vegagerðarinnar. Við höfum hald- ið því fram undanfarin ár að við gætum unnið verkin ódýrar en hún. Hins vegar er óhægt um vik að sanna þetta. I fyrsta lagi vegna þess að við höfum fengið fá tæki- færi til þess og í öðru lagi liggja tölur þeirra ekkert á lausu. Þeim væri í lófa lagið að afsanna stað- hæfingar okkar, ef þeir teldu efni til þess. Það hafa þeir ekki gert. Þar af leiðandi hljótum við að álíta að við höfum rétt fyrir okkur. F.V.: — Hve mikill hluti al- mennra framkvæmda hér er á vegum verktakafyrirtækja og hve mikill á vegum hins opinbera? Ármann Örn: — Ef allur verk- takamarkaðurinn er tekinn sem slíkur, minnir mig að viö höfum komizt að því, að á árinu 1980 hafi hlutdeild frjálsu verktakanna rétt losað þriðjung. F.V.:— Er möguleiki fyrir verk- takatyrirtækin, sem flest leggja áherzlu á byggingastarfsemi, að vinna jafnhliða við vegagerð eða flugvallagerð t.d. Þarf ekki sér- hæfing á þessum sviðum að koma til? Ármann Örn: — Allt eru þetta skyldar framkvæmdir. Segja má að þróunin sé sú, bæði hér og annars staöar, að fyrirtækin skiptist í tvennt, í húsbyggingafyrirtæki og jarðvinnufyrirtæki. Þegar fyrirtæk- in hafa náð ákveðinni stærð geta þau og sjá sér hag í að annast þetta hvort tveggja. Síðan er vissulega ákveðin sérhæfing í iðn- aðinum eins og t.d. í pípulögnum, í okkar tilviki við hitaveitulagnir. Að öðru leyti á verktakaiðnaðurinn eölislega saman sem ein heild af því að framkvæmdirnar tengjast innbyrðis og í stórum dráttum er stjórnunarskipulag hið sama, og tækin hliðstæð, sem notuð eru. F.V.: — Ef þú gætir haft afger- andi áhrif á breytt fyrirkomulag opinberra framkvæmda nú, hvað yrði efst á óskalistanum? Ármann Örn: — Verktakasam- bandið leggur mikla áherzlu á að stofnanir eins og Vegagerðin og Vita- og hafnamálaskrifstofa verði eftirlitsstofnanir en framkvæmdir, sem á þeirra vegum eru, verði á hendi verktakaiðnaðarins. Fyrirtækið, sem ég starfa fyrir, leggur mikla áherzlu á að hið opinbera láti af endalausum hlutaútboðum, sem gerir verkin miklu dýrari og skapar verktaka- fyrirtækjum eins og við höfum reynt að byggja upp, mun erfiðari starfsgrundvöll. Almenn stefna 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.