Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 29
Ekkert er nýtt undir sólinni og þið hafið fjallaö um verðlagningu frá öllum hliðum á þingum ykkar á undanförnum árum. Ég held að ég hafi verið meðal ykkar á vetrar- fundi fyrir 9 árum eða svo. Orkureikningur heimiianna Ég ætla fyrst að fjalla svolítið um orkureikninginn. Ef við lítum á orkureikning heimilanna, þá vitum við hve mikið það er til trafala að sumu leyti, að orkan í Reykjavík er í vísitölu framfærslukostnaðar. Hið opinbera hefur þar af leiðandi ákveðið verðið til neytenda í reynd og þar með rekstrarafkomu og fjárhagsstöðu fyrirtækjanna. En allt er afstætt í þessum heimi og það er þráfaldlega kvartað yfir háu orkuverði, þótt orkureikningurinn vegi tiltölulega minna í útgjöldum heimilanna hérlendis en hjá flest- um öðrum þjóðum, sem búa við sambærileg lífskjör. Vægið var 3,6% íframfærsluvísitölu árið 1978 hér. Eftir þeim upplýsingum sem ég hef bestar var samsvarandi hlutfallstala í Danmörku 5,8%, 5,9% í Bretlandi, 4,6% í Vestur- Þýskalandi, 6,4% í Bandaríkjun- um, en ámóta í Noregi og hér. í þessu er bensínkostnaður vegna eigin bifreiðar eða orkunotkun á ferðalögum ekki talin með. Stund- um er litið á áfengi og tóbak til hliðsjónar í þessu sambandi og vægi þessara vara í framfærslu- vísitölu er 5,4%, eða 50% meira en heitt vatn og raforka. Það kemur því ekkert á óvart dæmið sem Aðalsteinn Guðjohnsen hefur oft nefnt með sigarettupakkann, að meðalheimili hafi eytt einum síga- rettupakka á dag í heitt vatn og raforku. Það er reyndar orðið minna en það núna. Þeir sem reikna best telja að það séu 15 sígarettur, þannig að nóg er fyrir eldspýtum og einum tvöföldum um helgar. Við vitum að orkunotkun heimilanna hér á landi hefur ekki náð því stigi sem hæst gerist, eins og í Bandaríkjunum, en þaó má ætla að við nálgumst það mark enn frekar á næstu árum. Við sjá- um líka, að samanburður við ná- grannalöndin sýnir, aö heildsölu- verð hér á raforku er tiltölulega lágt, en smásöluverð hátt. Kemur hér einkum til erfitt dreifingarkerfi, en einnig skattlagning. Vitað er, að töp í dreifikerfinu eru óeðlilega mikil sums staðar, þótt þau séu að jafnaöi ekki meiri en annars stað- ar. Orkunotkun er einnig á nokkr- um stöðum óhófleg vegna lélegrar einangrunar húsa, auk almennrar óráðsíu meðal neytenda. Eldsneytisreikningur þjóðarinnar Ef við lítum á eidsneytisreikning þjóðarinnar, það er að segja inn- flutt eldsneyti, sem fjallað var um á Orkuþingi, þá hjó ég eftir því í blaðafréttum, að talað var um að fyrir 40% orkunnar, sem er innflutt, væru greidd 70% af verðmæti. Eftir því sem vió komumst næst, þá var notkun innflutts eldsneytis 44,4% árið 1979, en fyrir það voru greidd 68—69% af heildarkostn- aði miðað við verð til notenda, og eldsneytiskostnaðurinn var þá 18,16% af cif-verðmæti innflutn- ings. Mig langar til að leggja að- eins út frá þessum tölum. Þær minna mig fyrst á tvennt. Einn félagi ykkar á suðvesturhorninu lét hafa eftir sér nýlega, að þetta væri gáfaðasta kynslóð, sem lifað hefði í landinu. Fyrst byggði hún húsin á kostnað gamla fólksins, og svo héldi hún niðri orkuverði og ætlaði að láta börnin borga. Og gárung- arnir hafa nú kallað lánið, sem á að borga árið 2016, barnalánið, og má kannski til sanns vegar færa. Hitt er, hverju skal svara ef útlend- ingur spyr: ,,Hvað kostar heitt vatn í Reykjavík í samanburði við olíu?" Á þá að taka töluna 12% sem gildir nú og láta manninn fara heim með hana og bera út um heim? Er ekki réttara að segja hvað vatnið kostar í reynd. Ég vona að ég teljist ekki afbrigðilegur, þótt viöbrögð mín við skrifum um eldsneytisreikn- inginn í blöðunum hafi verið þver- öfug viö útleggingar blaðamann- anna, sem sagt hvað innlenda orkan væri ódýr, heldur löngun til þess að fá að vita, hver innlendur orkukostnaður væri miðað við rétt verð á orkunni. Aö því mun vikið hér á eftir. Það kom fram hér hjá Jóhannesi í gær, að arður raforkugeirans, sem hlutfall af afskrifuðum eign- um, hafi verið talinn um 2% árið 1980, ef Krafla og Byggðalína eru ekki taldar með. Rétt til athuga- semda skal þess getið að það fer vitaskuld eftir því hvernig fjár- magnskostnaður og afskriftir eru reiknaðar, og eins gæti verið að þarna væri tilhneiging til þess að færa eitthvað meira á rekstur en fjárfestingu. Það er mjög misjafnt hvernig þetta er fært hjá einstök- um rafveitum eins og við vitum. Ef við tökum þessa tölu eins og hún kemur fyrir, þá getum við reiknað út hvað þarf til þess að auka arð- gjöfina í 4%. Mig minnir til að mynda að f landbúnaðargrund- vellinum sé bændum reiknuð 5% af eigin fé. Til að hækka arðgjöf í raforkuiðnaði úr 2% í 4% þarf 24% hækkun taxta. Eru þá Krafla og Byggðalína ekki taldar með. Ég hef ekki arðsemi hitaveitna við höndina, en ætli það sé ekki kringum 40% hækkun á hitaveitu- töxtum, sem þyrfti til þess að ná þessari 4% arðgjöf. Þá reiknaðist mér til að framgreidd 32% af heild sem innlenda orkan kostar, færu í 37% af verðmætinu. Sé Byggða- línu og Kröflu bætt við þarf nokk- urn veginn annað eins í hækkun í raforkuiðnaði sem sagt kringum 24—25%. Þá færi innlendi orku- reikningurinn í 39% af heildar- verðmæti. Þar með færi hlutfallið úr 36% af olíuverði í eitthvað um 50%, þannig að við erum eigi að síður með tiltölulega lágt verð. En hvað felst í því að jafna orku- reikninginn, eins og það heitir? Það er auðvitað hægt að gera með ýmsu móti, en eigi að jafna orku- reikninginn með því að flytja inn lánsfé til framkvæmda og greiða af því vexti til erlendra manna og halda niðri eigin fé fyrirtækja, þá er ekki verið að jafna orkureikninginn greiðslulega séð, þótt það væri í vörum talið. Eins verður að vega og meta, hvað við getum best gert við það fé, sem við höfum til ráð- stöfunar. Sé eitthvað hagkvæmara en að jafna þennan orkureikning, eigum við að láta þaö sitja í fyrir- rúmi, þ.e.a.s. við verðum að líta á hver fórnarkostnaðurinn er, hvort arðvænlegra sé að leggja féð í iðnaðarfyrirtæki o.s.frv. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.