Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 39
Krabbameinsrannsóknir í USA SKÖRP GAGNRÝNI Á BANDARIKJAMNGI Allt bendir til þess að á næstu árum verði verulegar breytingar á skipulagi krabbameinsrannsókna í Bandaríkjunum. í byrjun júní gerðu bandarískir þingmenn harða hríð að „National Cancer Institute" eða „NCI“ eins og það kallast daglega. Þingmennirnir gagnrýndu harðlega þann hátt sem hafður hefur verið á krabba- meinsrannsóknum stofnunarinn- ar undanfarin 10 ár. Stofnunin hefur eytt um 8 mill- jörðum dollara síðan Nixon forseti lýsti yfir,.stríöi gegn krabbameini" árið 1971. Málið fellur undir að- gerðir stjórnar republikana til sparnaðar og nú hyggst hún fá fram, svart á hvítu, hve mikið gagn þessir peningar hafi gert. Forstjóri NCI, Dr. Vincent T. De Vita, var kallaður til yfirheyrslu þingnefndar undirforsæti Orrin G. Hatch öldungardeildarþingmanns nú í þyrjun júní. Þar sat forstjórinn undir þungum ásökunum. Meðal þess sem Dr. De Vita er borið á brýn er stjórnleysi, að hafa viljandi sniðgengið lög og reglugerðir, að hafa sýnt ábyrgðarleysi varðandi meðferð á peningum skattgreið- enda o.fl. Á löngum lista nefndar- innar yfir gagnrýnisverð atriði í rekstri stofnunarinnar og rann- sóknum voru t.d.: Lélegt eftirlit með umsömdum verkefnum ann- arra aðila, of lítið starfsaðhald vís- indamanna og brestur á að viður- teknum rannsóknaraðferöum hafi verið hlýtt. Engar þessara ásakana munu vera nýjar af nálinni en engu að síður hefur aldrei áður verið um svo skipulagða og harða gagnrýni að ræða á starfsemi krabba- meinsrannsóknastofnunarinnar. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.